Mikkel Hansen segist aldrei hafa orðið eins veikur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2021 13:31 Mikkel Hansen hefur ekki verið alveg svona hress síðustu daga. epa/Mohamed Abd El Ghany Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen fékk heiftarlega magakveisu á HM í Egyptalandi og segist líklega aldrei hafa orðið eins veikur á ævinni. Hansen missti af leikjum Dana gegn Japönum og Króötum vegna veikindanna. Hann segist nú vera orðinn frískur og tilbúinn í leikinn gegn heimaliði Egypta á morgun. „Ég er eiginlega hissa á því hversu vel mér líður núna. Loksins svaf ég alla nóttina. Það var góð tilbreyting að vakna við vekjaraklukku en ekki einhvers konar „innri vekjaraklukku“. Ég hef það gott núna,“ sagði Hansen. „Ég held ég hafi aldrei orðið svona veikur. Þetta hefur verið brekka en loksins í gær fékk ég matarlyst sem var líklega fyrsta skrefið í rétta átt.“ Hansen lýsti svo einkennum þessarar svæsnu magakveisu. „Ég átti erfitt með að halda mat niðri. Þetta hefur verið strembið. Fyrsta nóttin var erfiðust með höfuðverk, beinverki og hitaeinkenni. Síðan kom reyndar í ljós að ég var ekki með hita.“ Magakveisa hefur herjað á fleiri leikmenn í danska hópnum og á fleiri lið, meðal annars Slóveníu. Tólf leikmenn slóvenska liðsins fengu magakveisu á laugardaginn, daginn fyrir úrslitleik gegn Egyptalandi um sæti í átta liða úrslitum. Slóvenar sökuðu Egypta um að hafa eitrað fyrir sér en síðan hafa borist fréttir af því að slóvenska liðið hafi pantað sér pizzu frá utanaðkomandi veitingastað sem hafi líklega orsakað magakveisuna. Þrátt fyrir að vera án Hansens unnu Danir örugga sigra á Japönum og Króötum. Þeir hafa unnið alla leiki sína á HM. Eins og áður sagði er Hansen búinn að ná heilsu og verður með í leiknum gegn Egyptalandi á morgun. „Ég er góður en það er erfitt að geta sér til um hversu klár þú verður þegar út í leikinn er komið. Egyptarnir spila mjög hratt og ég verð að finna hvernig ég verð í leiknum,“ sagði Hansen. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Pöntuð pizza olli matareitrun Slóvena Svo virðist sem slóvenska handboltalandsliðið hafi pantað sér pizzu daginn fyrir leikinn gegn Egyptalandi á HM og að hún hafi valdið matareitrun í herbúðum liðsins. 26. janúar 2021 10:30 Katar áfram eftir stórsigur Dana og dramatískt jafntefli hjá Alfreð Katar er komið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í handbolta eftir stórsigur Dana á Króatíu í lokaleik milliriðils tvö. Á sama tíma unnu Pólverjar spennandi sigur á Þýskalandi í þýðingarlitlum leik. 25. janúar 2021 21:03 Pirraður á spurningu blaðamanns HM í Egyptalandi er fyrsta heimsmeistaramótið í handbolta sem er með 32 lið. Gæði mótsins voru til umræðu á blaðamannafundi Dana í gær og þjálfari Dana, Nikolaj Jacobsen, var ekki par hrifinn af spurningu blaðamanns. 25. janúar 2021 19:01 Danir kvarta aftur yfir áhorfendum á HM og tala um skandal Danir halda áfram að kvarta yfir áhorfendum á leikjum á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Egyptalandi. 25. janúar 2021 13:30 Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér Tólf leikmenn slóvenska karlalandsliðsins í handbolta fengu matareitrun fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi á HM í gær. Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér. 25. janúar 2021 11:56 Magakveisa að hrjá leikmenn á HM í Egyptalandi Það virðist sem maturinn í Egyptalandi hafi farið illa í ýmsa landsliðsmenn en mjög margir leikmenn á HM í handbolta voru óleikfærir í gær vegna magakveisu. Alls voru fjórir leikmenn Slóveníu fjarverandi í jafnteflinu gegn Egyptalandi. 25. janúar 2021 07:01 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira
Hansen missti af leikjum Dana gegn Japönum og Króötum vegna veikindanna. Hann segist nú vera orðinn frískur og tilbúinn í leikinn gegn heimaliði Egypta á morgun. „Ég er eiginlega hissa á því hversu vel mér líður núna. Loksins svaf ég alla nóttina. Það var góð tilbreyting að vakna við vekjaraklukku en ekki einhvers konar „innri vekjaraklukku“. Ég hef það gott núna,“ sagði Hansen. „Ég held ég hafi aldrei orðið svona veikur. Þetta hefur verið brekka en loksins í gær fékk ég matarlyst sem var líklega fyrsta skrefið í rétta átt.“ Hansen lýsti svo einkennum þessarar svæsnu magakveisu. „Ég átti erfitt með að halda mat niðri. Þetta hefur verið strembið. Fyrsta nóttin var erfiðust með höfuðverk, beinverki og hitaeinkenni. Síðan kom reyndar í ljós að ég var ekki með hita.“ Magakveisa hefur herjað á fleiri leikmenn í danska hópnum og á fleiri lið, meðal annars Slóveníu. Tólf leikmenn slóvenska liðsins fengu magakveisu á laugardaginn, daginn fyrir úrslitleik gegn Egyptalandi um sæti í átta liða úrslitum. Slóvenar sökuðu Egypta um að hafa eitrað fyrir sér en síðan hafa borist fréttir af því að slóvenska liðið hafi pantað sér pizzu frá utanaðkomandi veitingastað sem hafi líklega orsakað magakveisuna. Þrátt fyrir að vera án Hansens unnu Danir örugga sigra á Japönum og Króötum. Þeir hafa unnið alla leiki sína á HM. Eins og áður sagði er Hansen búinn að ná heilsu og verður með í leiknum gegn Egyptalandi á morgun. „Ég er góður en það er erfitt að geta sér til um hversu klár þú verður þegar út í leikinn er komið. Egyptarnir spila mjög hratt og ég verð að finna hvernig ég verð í leiknum,“ sagði Hansen.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Pöntuð pizza olli matareitrun Slóvena Svo virðist sem slóvenska handboltalandsliðið hafi pantað sér pizzu daginn fyrir leikinn gegn Egyptalandi á HM og að hún hafi valdið matareitrun í herbúðum liðsins. 26. janúar 2021 10:30 Katar áfram eftir stórsigur Dana og dramatískt jafntefli hjá Alfreð Katar er komið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í handbolta eftir stórsigur Dana á Króatíu í lokaleik milliriðils tvö. Á sama tíma unnu Pólverjar spennandi sigur á Þýskalandi í þýðingarlitlum leik. 25. janúar 2021 21:03 Pirraður á spurningu blaðamanns HM í Egyptalandi er fyrsta heimsmeistaramótið í handbolta sem er með 32 lið. Gæði mótsins voru til umræðu á blaðamannafundi Dana í gær og þjálfari Dana, Nikolaj Jacobsen, var ekki par hrifinn af spurningu blaðamanns. 25. janúar 2021 19:01 Danir kvarta aftur yfir áhorfendum á HM og tala um skandal Danir halda áfram að kvarta yfir áhorfendum á leikjum á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Egyptalandi. 25. janúar 2021 13:30 Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér Tólf leikmenn slóvenska karlalandsliðsins í handbolta fengu matareitrun fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi á HM í gær. Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér. 25. janúar 2021 11:56 Magakveisa að hrjá leikmenn á HM í Egyptalandi Það virðist sem maturinn í Egyptalandi hafi farið illa í ýmsa landsliðsmenn en mjög margir leikmenn á HM í handbolta voru óleikfærir í gær vegna magakveisu. Alls voru fjórir leikmenn Slóveníu fjarverandi í jafnteflinu gegn Egyptalandi. 25. janúar 2021 07:01 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira
Pöntuð pizza olli matareitrun Slóvena Svo virðist sem slóvenska handboltalandsliðið hafi pantað sér pizzu daginn fyrir leikinn gegn Egyptalandi á HM og að hún hafi valdið matareitrun í herbúðum liðsins. 26. janúar 2021 10:30
Katar áfram eftir stórsigur Dana og dramatískt jafntefli hjá Alfreð Katar er komið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í handbolta eftir stórsigur Dana á Króatíu í lokaleik milliriðils tvö. Á sama tíma unnu Pólverjar spennandi sigur á Þýskalandi í þýðingarlitlum leik. 25. janúar 2021 21:03
Pirraður á spurningu blaðamanns HM í Egyptalandi er fyrsta heimsmeistaramótið í handbolta sem er með 32 lið. Gæði mótsins voru til umræðu á blaðamannafundi Dana í gær og þjálfari Dana, Nikolaj Jacobsen, var ekki par hrifinn af spurningu blaðamanns. 25. janúar 2021 19:01
Danir kvarta aftur yfir áhorfendum á HM og tala um skandal Danir halda áfram að kvarta yfir áhorfendum á leikjum á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Egyptalandi. 25. janúar 2021 13:30
Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér Tólf leikmenn slóvenska karlalandsliðsins í handbolta fengu matareitrun fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi á HM í gær. Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér. 25. janúar 2021 11:56
Magakveisa að hrjá leikmenn á HM í Egyptalandi Það virðist sem maturinn í Egyptalandi hafi farið illa í ýmsa landsliðsmenn en mjög margir leikmenn á HM í handbolta voru óleikfærir í gær vegna magakveisu. Alls voru fjórir leikmenn Slóveníu fjarverandi í jafnteflinu gegn Egyptalandi. 25. janúar 2021 07:01