Sex voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Þrír miðanna eru í áskrift, og hinir miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Vestur restaurant á Aðalstræti 110 á Patreksfirði, Euro Market á Smiðjuvegi 2 í Kópavogi og Jolla á Helluhrauni 1 í Hafnarfirði.
Vann rúmar 6,7 milljónir

Heppinn áskrifandi vann þriðja vinning í Víkingalottói kvöldsins og fær rúmar 6.7 milljónir í sinn hlut. Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út að þessu sinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá.