Erlent

Óskarsverðlaunaleikkonan Cloris Leachman látin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Cloris Leachman.
Cloris Leachman. Getty/Rich Fury

Óskarsverðlaunaleikkonan Cloris Leachman er látin, 94 ára að aldri. Frá þessu er greint á vef Variety en þar segir að Leachman hafi látist af náttúrulegum orsökum.

Leachman var þekktust fyrir hlutverk sitt sem Phyllis Lindstrom í gamanþáttunum The Mary Tyler Moore Show sem sýndir voru á 8. áratugnum.

Þá vakti hún einnig mikla athygli í myndin The Last Picture Show sem kom út árið 1971. Fyrir hlutverk sitt í þeirri mynd vann hún Óskarsverðlaunin sem besta leikkona í aukahlutverki.

Auk Óskarsverðlaunanna vann Leachman átta Emmy-verðlaun, bæði fyrir drama og gamanleik. Hún lætur eftir sig þrjá syni og eina dóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×