Handbolti

Þriðji skellur FH í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sunna gerði fjögur mörk í dag.
Sunna gerði fjögur mörk í dag. vísir/vilhelm

Það gengur ekki né rekur hjá FH í Olís deild kvenna. Liðið fékk þriðja skellinn í röð er þær mættu ÍBV á heimavelli í dag. Lokatölur 27-14 sigur Eyjastúlkna.

Það var jafnræði með liðunum fyrstu tuttugu mínúturnar. Þá stóðu leikar 5-5 en Eyjastúlkur svöruðu þá með fjórum mörkum í röð og voru svo sjö mörkum yfir í hálfleik, 15-8.

Þær stigu svo enn frekar á bensíngjöfina í síðari hálfleik þar sem FH skoraði einungis sex mörk og þriðja stóra tap FH í röð. Áður hafði liðið tapað stórt gegn Fram og Val.

Emilía Ósk Steinarsdóttir var einu sinni sem oftar markahæst hjá FH með fjögur mörk. Fanney Þóra Þórsdóttir og Andrea Valdimarsdóttir gerðu þrjú mörk hvor.

Lina Cardell og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir gerðu fimm mörk fyrir ÍBV. Ásta Björt Júlíusdóttir og Sunna Jónsdóttir gerðu fjögur og Birna Berg Haraldsdóttir þrjú.

ÍBV er eftir sigurinn með sjö stig í fimmta sæti deildarinnar. FH er á botninum án stiga eftir sjö umferðir.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×