Innlent

VG fordæmir skotárásirnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Ummerki eftir skotin á bíl borgarstjóra.
Ummerki eftir skotin á bíl borgarstjóra. Vísir/Sigurjón

Flokkráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fordæmir árásir við heimili borgarstjóra og höfuðstöðvar stjórnmálasamtaka.

Flokkráðsfundurinn fór fram í gær og í dag. Í ályktun fundarins sem send var á fjölmiðla segir að árásirnar séu ofbeldi og aðför gegn lýðræðislegu og opnu samfélagi og eigi ekki að líðast.

„Lýðræðislega kjörnir fulltrúar eiga ekki að þurfa að þola hótanir um ofbeldi, eignaspjöll eða þaðan af verra og eiga að njóta friðhelgis einkalífs síns rétt eins og annað fólk. Það er staðreynd að fólk sem lætur sig samfélagsmál varða og tekur þátt í pólitískri umræðu er útsettara fyrir níði, hótunum, ofbeldi og hatursummælum,“ segir í ályktuninni.

„Þessu eigum við að sporna við í hvívetna enda viljum við samfélag þar sem við getum skipst á skoðunum á uppbyggilegan og jákvæðan hátt og verið frjáls undan ofbeldi, hótunum og kúgun svo öll þau sem taka þátt í pólitískri umræðu og við öll getum farið frjáls ferða okkar í friðsamlegu og öruggu samfélagi.“


Tengdar fréttir

Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar

Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×