Enski boltinn

Annar varnarmaður kominn til Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ozan Kabak hefur yfirgefið Gelsenkirchen, í bili, að minnsta kosti.
Ozan Kabak hefur yfirgefið Gelsenkirchen, í bili, að minnsta kosti. Friedemann Vogel/Getty

Liverpool hefur staðfest komu varnarmannsins Ozan Kabak til félagsins. Fregnir bárust af því snemma dags að Tyrkinn væri á leið til félagsins og nú hefur það verið staðfest.

Ozan er varnarmaður sem er tvítugur. Hann er fæddur árið 2000 og er Tyrki. Hann hefur þó verið í Þýskalandi frá árinu 2019 er hann kom frá Galatasaray þar sem hann lék fjórtán leiki.

Hann gekk í raðir Stuttgart í janúarmánuði 2019 en einungis sex mánuðum síðar lá leiðin til Schalke 04. Þar hefur hann leikið síðan en ekki hefur gengið né rekið hjá þessu stóra liði undanfarið ár.

Nú er Kabak hins vegar á leiðinni til Englands að spila fyrir ensku meistarana sem hafa verið í alls kyns vandræðum með varnarmenn sína á þessari leiktíð. Þetta er annar miðvörðurinn sem þeir fá í dag en fyrr í kvöld var tilkynnt um komu Ben Davies frá Preston.

Hver varnarmaðurinn á fætur öðrum hefur verið að meiðast en nú á meiðslalistanum eru þeir Virgil van Dijk, Joel Matip og Joe Gomez. Fabinho hefur einnig leyst af í miðverði en hann er einnig meiddur.

Kabak hefur leikið sjö landsleiki fyrir Tyrkland en hann er lánaður til Liverpool fram á sumar. Þeir eiga svo forkaupsrétt á honum eftir tímabilið. Verðmiðinn er talinn þrjátíu milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×