Enski boltinn

Gylfi fær norskan samherja

Anton Ingi Leifsson skrifar
King er á leið til Bítlaborgarinnar.
King er á leið til Bítlaborgarinnar. Robin Jones/Getty

Framherjinn Joshua King er að semja við Everton. Þetta segir fréttamaðurinn Kris Temple sem vinnur hjá breska ríkisútvarpinu, BBC.

Hann mun skrifa undir stuttan samning við Everton en hann kemur frá Bournemouth. Núverandi samningur hans átti að renna út í sumar hjá B-deildarliðinu.

Everton mun borga litlar fimm milljónir punda fyrir Norðmanninn sem hefur viljað burt frá Bournemouth.

Norðmaðurinn var mikið í umræðunni síðasta sumar, eftir að Bournemouth féll úr deild þeira bestu, en hann tók í slaginn með Bournemouth í B-deildinni.

Hann hefur spilað tólf leiki fyrir Bournemouth í ensku B-deildinni á leiktíðinni þar sem þeir berjast um að komast á ný í ensku úrvalsdeildina.

King gat valið um Fulham og Everton á lokametrunum en nú renna öll vötn til Bítlaborgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×