Mikill sinubruni við Korpúlfsstaðaveg Atli Ísleifsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 2. febrúar 2021 08:11 Raki er í jörð svo mikill reykur berst frá svæðinu. Vísir/Vilhelm Mikill sinubruni logar nú við Korpúlfsstaðaveg í Reykjavík. Fjölmennt lið slökkviliðs er á svæðinu og er slökkvistarf í gangi. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn sem og auka tankbíll úr Hafnarfirði. Uppfært: Búið er að opna fyrir umferð og slökkvistarfi er lokið. Upprunaleg frétt: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynningin skömmu fyrir klukkan átta. Mikill raki sé í jörðu sem leiði til þess að talsverður reykur berst frá svæðinu. Mikil vinna sé framundan. Varðstjóri hjá slökkviliði hefur ekki fengið tilkynningu um hvort einhver hús séu í hættu, en um talsvert stórt svæði er að ræða. Þetta sé aðallega sina og erfitt að komast fyrir þetta enda sé mikill reykur af þessu. Vísir/Vilhelm Íbúar meðal annars í Laugardal og vesturbæ Reykjavíkur hafa fundið fyrir brunalykt í hverfum sínum vegna brunans. Hér fyrir neðan má sjá myndband af vettvangi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að Korpúlstaðavegur sé lokaður við Korpúlfstaði og Bakkastaði vegna sinubrunans. Reykur liggur yfir Víkurhverfi og íbúar beðnir um að loka gluggum. Aðspurður hvort sina brenni á golfvellinum við Korpúlfsstaði segir varðstjóri svo ekki vera. Um sé að ræða svæðið norðan megin við Korpúlfsstaði og austan við Korpúlfsstaðaveginn, eiginlega framan við Bakkastaði. Vísir/Vilhelm Slökkvilið var að sinna öðru útkalli í Úlfarsárdal um svipað leyti og tilkynningin kom. Þar hafði pítsa brunnið í ofni í íbúð við Friggjarbrunn og þurfti að reykræsta íbúðina. Fréttin var uppfærð kl. 09:20. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Uppfært: Búið er að opna fyrir umferð og slökkvistarfi er lokið. Upprunaleg frétt: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynningin skömmu fyrir klukkan átta. Mikill raki sé í jörðu sem leiði til þess að talsverður reykur berst frá svæðinu. Mikil vinna sé framundan. Varðstjóri hjá slökkviliði hefur ekki fengið tilkynningu um hvort einhver hús séu í hættu, en um talsvert stórt svæði er að ræða. Þetta sé aðallega sina og erfitt að komast fyrir þetta enda sé mikill reykur af þessu. Vísir/Vilhelm Íbúar meðal annars í Laugardal og vesturbæ Reykjavíkur hafa fundið fyrir brunalykt í hverfum sínum vegna brunans. Hér fyrir neðan má sjá myndband af vettvangi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að Korpúlstaðavegur sé lokaður við Korpúlfstaði og Bakkastaði vegna sinubrunans. Reykur liggur yfir Víkurhverfi og íbúar beðnir um að loka gluggum. Aðspurður hvort sina brenni á golfvellinum við Korpúlfsstaði segir varðstjóri svo ekki vera. Um sé að ræða svæðið norðan megin við Korpúlfsstaði og austan við Korpúlfsstaðaveginn, eiginlega framan við Bakkastaði. Vísir/Vilhelm Slökkvilið var að sinna öðru útkalli í Úlfarsárdal um svipað leyti og tilkynningin kom. Þar hafði pítsa brunnið í ofni í íbúð við Friggjarbrunn og þurfti að reykræsta íbúðina. Fréttin var uppfærð kl. 09:20. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira