„Umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 16:44 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar, grínast með að umhverfis- og samgöngunefnd væri að stela málinu sínu. Hún hefur áður lagt fram þingsályktunartillögu um rafvæðingu styttri flugferða. vísir/Vilhelm Mælt var fyrir þingsályktunartillögu um orkuskipti í flugi á Alþingi í dag. Í henni er lagt til að skipaður verði starfshópur sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um málið. Markmiðið er að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, mælti fyrir tillögunni en nefndin stendur einróma að baki henni. Í máli Jóns kom fram að ætla megi að rafmagnsflugvélar verði komnar á markað árið 2022. „Það er á næsta ári og því er raunhæft að áætla og hvetja til þess að þróun í átt að notkun umhverfisvænna orkugjafa í innanlandsflugi verði hafin árið 2030 þannig að mögulegt verði að knýja allan flugflotann sem starfræktur verður í innanlandsflugi á komandi árum umhverfisvænum orkugjöfum.“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, mælti fyrir tillögunni á Alþingi í dag.vísir/Vilhelm Samhliða þeirri þróun megi ætla að vetnisknúnar vélar sem henti á meðallöngum og löngum flugleiðum líti dagsins ljós. Orkuskiptin muni væntanlega hafa veruleg áhrif á rekstrarkostnað flugvéla og leiða til mikillar lækkunar á flugfargjöldum. Raunhæfara verði því að halda uppi öflugum samgöngum í innanlandsflugi hér á landi. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri Grænna, sagðist eiga von á þverpólitískri samstöðu um málið. „Ég spái því að almenningssamgöngur með þessum vistvænu flugvélum, eða vistvænni flugvélum, verði miklu algengari en nú er og ein af ástæðunum fyrir því er að sjálfsögðu miklu lægri reksturskostnaður.“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar, vísaði til þess í ræðu sinni að hún hefur áður lagt fram sambærilegt mál. „Ég gat ekki látið hjá líðast að taka hér til máls, enda háttvirt umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu,“ sagði hún og bætti við að athugasemdin hefði verið „léleg tilraun til djóks.“ Hún fagnaði því að málið væri komið á borð Alþingis. „Það er óhætt að segja að þróunin á þessu sviði sé gríðar hröð og má til marks um það benda á að þegar ég lagði málið mitt fram í fyrra þótti það sæta furðu að verið væri að tala um rafvæðingu flugs, enda væri það eitthvað sem myndi eiga sér stað langt inni í framtíðinni og ekki tímabært að ræða.“ Orkuskipti yrðu bylting í innanlandsflugi og sagðist Albertína binda vonir við að tillagan yrði samþykkt samhljóða síðar í vor. Fréttir af flugi Alþingi Umhverfismál Orkumál Bensín og olía Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, mælti fyrir tillögunni en nefndin stendur einróma að baki henni. Í máli Jóns kom fram að ætla megi að rafmagnsflugvélar verði komnar á markað árið 2022. „Það er á næsta ári og því er raunhæft að áætla og hvetja til þess að þróun í átt að notkun umhverfisvænna orkugjafa í innanlandsflugi verði hafin árið 2030 þannig að mögulegt verði að knýja allan flugflotann sem starfræktur verður í innanlandsflugi á komandi árum umhverfisvænum orkugjöfum.“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, mælti fyrir tillögunni á Alþingi í dag.vísir/Vilhelm Samhliða þeirri þróun megi ætla að vetnisknúnar vélar sem henti á meðallöngum og löngum flugleiðum líti dagsins ljós. Orkuskiptin muni væntanlega hafa veruleg áhrif á rekstrarkostnað flugvéla og leiða til mikillar lækkunar á flugfargjöldum. Raunhæfara verði því að halda uppi öflugum samgöngum í innanlandsflugi hér á landi. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri Grænna, sagðist eiga von á þverpólitískri samstöðu um málið. „Ég spái því að almenningssamgöngur með þessum vistvænu flugvélum, eða vistvænni flugvélum, verði miklu algengari en nú er og ein af ástæðunum fyrir því er að sjálfsögðu miklu lægri reksturskostnaður.“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar, vísaði til þess í ræðu sinni að hún hefur áður lagt fram sambærilegt mál. „Ég gat ekki látið hjá líðast að taka hér til máls, enda háttvirt umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu,“ sagði hún og bætti við að athugasemdin hefði verið „léleg tilraun til djóks.“ Hún fagnaði því að málið væri komið á borð Alþingis. „Það er óhætt að segja að þróunin á þessu sviði sé gríðar hröð og má til marks um það benda á að þegar ég lagði málið mitt fram í fyrra þótti það sæta furðu að verið væri að tala um rafvæðingu flugs, enda væri það eitthvað sem myndi eiga sér stað langt inni í framtíðinni og ekki tímabært að ræða.“ Orkuskipti yrðu bylting í innanlandsflugi og sagðist Albertína binda vonir við að tillagan yrði samþykkt samhljóða síðar í vor.
Fréttir af flugi Alþingi Umhverfismál Orkumál Bensín og olía Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira