Grunaður um að hafa banað íslenskri konu í Danmörku Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2021 07:48 Ekkert hafði sést til Freyju síðan á fimmtudagkvöld. Getty Íslensk kona sem lögregla í Danmörku lýsti eftir í gær hefur fundist látin. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem er 51 árs, er í haldi lögreglu og grunaður um að hafa orðið henni að bana. Ekstrabladet segir frá þessu og vísar í tilkynningu frá lögreglu. Lögregla lýsti í gær eftir hinni 43 ára Freyju Egilsdóttur sem búsett hefur verið í Malling, suður af Árósum, á Jótlandi. Búið er að upplýsa fjölskyldu Freyju um andlátið. DV segir frá því að Freyja hafi búið í Danmörku um árabil og stofnað til fjölskyldu þar í landi. Ekkert hafði sést til Freyju síðan á fimmtudagkvöld. Lögregla á Austur-Jótlandi segir frá því að líkamsleifar hafi svo fundist á og við heimili hennar í Veilgårdsparken í Malling. Den 43-årige kvinde, der blev efterlyst i går, er med stor sandsynlighed fundet dræbt på sin bopæl i Malling. Hendes 51-årige tidligere samlever er anholdt og sigtet for manddrab. Han bliver kl. 09.30 fremstillet i grundlovsforhør i Aarhus: https://t.co/S3bdYW1uXl #politidk pic.twitter.com/erzNPzLlhU— Østjyllands Politi (@OjylPoliti) February 3, 2021 Í tilkynningu lögreglu segir að fyrrverandi sambýlismaður hennar hafi verið handtekinn í gærmorgun. Hann var svo færður fyrir dómara í Árósum nú í morgun þar sem farið verður fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald. Réttarmeinarannsókn fer fram í dag. Maðurinn hafði sjálfur tilkynnt lögreglu um hvarf konunnar á þriðjudagsmorguninn, en fljótt fór grunur lögreglu að beinast að manninum og var hann þá handtekinn. Tilkynnt um veikindi í smáskilaboðum Lögreglustjórinn Michael Kjeldgaard segist í samtali við Ritzau ekki geta upplýst um hvort maðurinn játi eða neiti sök í málinu. Hann getur sömuleiðis ekki upplýst um mögulegar ástæður morðsins. Sömuleiðis sé verið að rannsaka hvenær konan hafi verið ráðinn bani. Danskir fjölmiðlar greina frá því að konan hafi starfað á öldrunarheimili í bænum Odder. Smáskilaboð hafi borist til vinnuveitenda á laugardaginn þar sem hún tilkynnt var um veikindi. Þó sé óljóst hvort hún hafi raunverulega sent umrædd skilaboð. Fréttin hefur verið uppfærð. Danmörk Íslendingar erlendis Morð í Malling Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira
Ekstrabladet segir frá þessu og vísar í tilkynningu frá lögreglu. Lögregla lýsti í gær eftir hinni 43 ára Freyju Egilsdóttur sem búsett hefur verið í Malling, suður af Árósum, á Jótlandi. Búið er að upplýsa fjölskyldu Freyju um andlátið. DV segir frá því að Freyja hafi búið í Danmörku um árabil og stofnað til fjölskyldu þar í landi. Ekkert hafði sést til Freyju síðan á fimmtudagkvöld. Lögregla á Austur-Jótlandi segir frá því að líkamsleifar hafi svo fundist á og við heimili hennar í Veilgårdsparken í Malling. Den 43-årige kvinde, der blev efterlyst i går, er med stor sandsynlighed fundet dræbt på sin bopæl i Malling. Hendes 51-årige tidligere samlever er anholdt og sigtet for manddrab. Han bliver kl. 09.30 fremstillet i grundlovsforhør i Aarhus: https://t.co/S3bdYW1uXl #politidk pic.twitter.com/erzNPzLlhU— Østjyllands Politi (@OjylPoliti) February 3, 2021 Í tilkynningu lögreglu segir að fyrrverandi sambýlismaður hennar hafi verið handtekinn í gærmorgun. Hann var svo færður fyrir dómara í Árósum nú í morgun þar sem farið verður fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald. Réttarmeinarannsókn fer fram í dag. Maðurinn hafði sjálfur tilkynnt lögreglu um hvarf konunnar á þriðjudagsmorguninn, en fljótt fór grunur lögreglu að beinast að manninum og var hann þá handtekinn. Tilkynnt um veikindi í smáskilaboðum Lögreglustjórinn Michael Kjeldgaard segist í samtali við Ritzau ekki geta upplýst um hvort maðurinn játi eða neiti sök í málinu. Hann getur sömuleiðis ekki upplýst um mögulegar ástæður morðsins. Sömuleiðis sé verið að rannsaka hvenær konan hafi verið ráðinn bani. Danskir fjölmiðlar greina frá því að konan hafi starfað á öldrunarheimili í bænum Odder. Smáskilaboð hafi borist til vinnuveitenda á laugardaginn þar sem hún tilkynnt var um veikindi. Þó sé óljóst hvort hún hafi raunverulega sent umrædd skilaboð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Danmörk Íslendingar erlendis Morð í Malling Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira