Hallinn í skólakerfinu Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. febrúar 2021 09:30 Að undanförnu hefur umræða um stöðu drengja innan skólakerfisins verið áberandi þar sem fólk úr ýmsum áttum hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu þeirra. Áhyggjurnar sem hæst fara eru að lestrarfærni þeirra sé óviðunandi hjá nokkuð stórum hluta þeirra. Ástæðurnar eru vafalaust margvíslegar en vert er þó að minna á að 2000 börn eru à biðlista eftir þjónustu talmeinafræðings sem einmitt hefur töluvert með stuðning barna í vanda með m.a. málskilning að gera. Í 11 ár starfaði ég sem drengjakennari og síðar skólastjóri í skóla sem hefur skapað sér sérstöðu í íslensku skólakerfi með kynjaskiptu skólastarfi. Með þá reynslu á bakinu get ég tekið undir mikilvægi þess að staðan sé rýnd og horft til þess hvaða aðferðum er beitt til þess að nálgast stöðu drengja. Nálgunin hefur áhrif bæði á frammistöðu og líðanina og er forsenda þess að ná árangri. Ólík nálgun en sama markmið Í öllu skólastarfi þess skóla sem ég starfaði við og stýrði voru samskipti, virðing og vellíðan rauði þráðurinn í öllu starfi og átti við um börn jafnt sem starfsfólk. Þrátt fyrir að kynjaskipting hafi verið einkenni og meginforsenda starfsins er sá þáttur bara ein leið af fjölmörgum til að nálgast skólastarf með það að markmiði að mæta forsendum allra barna. Ótal aðrar leiðir eru jafngildar en fyrst og fremst skiptir máli að hafa trú á því að leiðin sem farin er virki fyrir öll börn. Staða drengja fær alla jafna nokkuð mikla athygli í umræðunni ekki síst vegna útkomu þeirra í PISA mælingum og er það vissulega áhyggjuefni. Mikilvægt er að rýna ástæðu þess að þeir skora lægra en stúlkur og bæta stöðu þeirra. Staða stúlkna hefur fengið nokkuð minni athygli. Þær virðast standa sig námslega almennt betur en drengir í því námsumhverfi sem íslenskt skólakerfi býður upp á. En við höfum hins vegar vísbendingar um að stúlkum líði ekki nógu vel. Þær mælast frekar með kvíðaeinkenni en drengir og halda sig almennt meira til hlés. Án þess að það hafi í för með sér áhyggjufulla umræðu. Hvað þá staða barna af erlendum uppruna eða fatlaðra ungmenna. Barnahóparnir í skólakerfinu eru fjölmargir og ólíkir. Heildarmyndin og leiðin til árangurs Það er almennt mat skólafólks, jafnt kennara sem stjórnenda, að innleiðing aðalnámskrár grunnskóla hafi ekki tekist sem skyldi. Þetta var niðurstaða nýlegrar skýrslu mennta- og menningarmálaráðuneytis um mat á innleiðingunni. Í skýrslunni kemur fram að vantað hafi upp á alla eftirfylgni ráðuneytisins, allan faglegan stuðning skorti sem og leiðbeiningar fyrir skólafólk um framkvæmdina. Skýrslan verður að teljast áfellisdómur um framkvæmdina. Við þessu ætlar ráðuneytið að bregðast við með ákveðnum leiðum sem kynntar eru í sömu skýrslu. Kallað er eftir einfaldari aðalnámskrá og fækkun hæfniviðmiða. Ekki er síður kallað eftir skilvirkara námsumsjónarkerfi, sem leiðir af sér hagræðingu í vinnuumhverfi kennara og auknu frelsi þeirra sem fara fyrir skólastarfi. Í ákalli um aukið frelsi felst m.a. krafa um meiri sveigjanleika í viðmiðunarstundaskrá til að mæta markmiðum og ná þeim. Fjölbreytt námsframboð er forsenda þess að eiga möguleika á að ná til ólíkra nemenda af hvaða kyni sem þeir eru. Þar verður viðmiðunarstundaskrá að vísa veginn. Allt hefur þetta áhrif á þá leið sem valin er til að skapa sem farsælast námsumhverfi fyrir öll börn. Það er hægt að gera betur. Bara ef. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það ekki eitthvað eitt sem skýrir óásættanlega stöðu drengja eða annarra barna innan skólakerfisins. Skólakerfið er samþætt af alls kyns breytum og hver og ein þeirra hefur áhrif á árangur, líðan og ánægju. Það er grunnforsenda farsæls skólastarfs að umgjörð starfsins sé skýr og að aðstæður kennara og stjórnenda séu hvetjandi og styðjandi til að ástríðan í hverju skólasamfélagi fái að blómstra. Að kerfið sé sveigjanlegt og hreyfanlegt. Þegar ég horfi til baka, þá var það mikilvægast fyrir farsælt skólastarf að hafa upplifað frelsi til þess að fylgja ástríðunni og finna traust á þeirri leið sem var valin. Vellíðan mældist í hæstu hæðum meðal barna og færni í námi hvort heldur sem var lestur, stærðfræði eða samskiptafærni mældust framúrskarandi meðal allra kynja. Hitt er síðan að það eru allir að gera sitt besta en það dugar ekki til. Kennarar og stjórnendur keppast við að finna leiðir til að gera betur innan veggja kerfis sem löngu er orðið tímabært taka til stórfelldrar endurskoðunar. Við þurfum kerfi sem byggir stoðir sínar til framtíðar en ekki á fortíð. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur umræða um stöðu drengja innan skólakerfisins verið áberandi þar sem fólk úr ýmsum áttum hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu þeirra. Áhyggjurnar sem hæst fara eru að lestrarfærni þeirra sé óviðunandi hjá nokkuð stórum hluta þeirra. Ástæðurnar eru vafalaust margvíslegar en vert er þó að minna á að 2000 börn eru à biðlista eftir þjónustu talmeinafræðings sem einmitt hefur töluvert með stuðning barna í vanda með m.a. málskilning að gera. Í 11 ár starfaði ég sem drengjakennari og síðar skólastjóri í skóla sem hefur skapað sér sérstöðu í íslensku skólakerfi með kynjaskiptu skólastarfi. Með þá reynslu á bakinu get ég tekið undir mikilvægi þess að staðan sé rýnd og horft til þess hvaða aðferðum er beitt til þess að nálgast stöðu drengja. Nálgunin hefur áhrif bæði á frammistöðu og líðanina og er forsenda þess að ná árangri. Ólík nálgun en sama markmið Í öllu skólastarfi þess skóla sem ég starfaði við og stýrði voru samskipti, virðing og vellíðan rauði þráðurinn í öllu starfi og átti við um börn jafnt sem starfsfólk. Þrátt fyrir að kynjaskipting hafi verið einkenni og meginforsenda starfsins er sá þáttur bara ein leið af fjölmörgum til að nálgast skólastarf með það að markmiði að mæta forsendum allra barna. Ótal aðrar leiðir eru jafngildar en fyrst og fremst skiptir máli að hafa trú á því að leiðin sem farin er virki fyrir öll börn. Staða drengja fær alla jafna nokkuð mikla athygli í umræðunni ekki síst vegna útkomu þeirra í PISA mælingum og er það vissulega áhyggjuefni. Mikilvægt er að rýna ástæðu þess að þeir skora lægra en stúlkur og bæta stöðu þeirra. Staða stúlkna hefur fengið nokkuð minni athygli. Þær virðast standa sig námslega almennt betur en drengir í því námsumhverfi sem íslenskt skólakerfi býður upp á. En við höfum hins vegar vísbendingar um að stúlkum líði ekki nógu vel. Þær mælast frekar með kvíðaeinkenni en drengir og halda sig almennt meira til hlés. Án þess að það hafi í för með sér áhyggjufulla umræðu. Hvað þá staða barna af erlendum uppruna eða fatlaðra ungmenna. Barnahóparnir í skólakerfinu eru fjölmargir og ólíkir. Heildarmyndin og leiðin til árangurs Það er almennt mat skólafólks, jafnt kennara sem stjórnenda, að innleiðing aðalnámskrár grunnskóla hafi ekki tekist sem skyldi. Þetta var niðurstaða nýlegrar skýrslu mennta- og menningarmálaráðuneytis um mat á innleiðingunni. Í skýrslunni kemur fram að vantað hafi upp á alla eftirfylgni ráðuneytisins, allan faglegan stuðning skorti sem og leiðbeiningar fyrir skólafólk um framkvæmdina. Skýrslan verður að teljast áfellisdómur um framkvæmdina. Við þessu ætlar ráðuneytið að bregðast við með ákveðnum leiðum sem kynntar eru í sömu skýrslu. Kallað er eftir einfaldari aðalnámskrá og fækkun hæfniviðmiða. Ekki er síður kallað eftir skilvirkara námsumsjónarkerfi, sem leiðir af sér hagræðingu í vinnuumhverfi kennara og auknu frelsi þeirra sem fara fyrir skólastarfi. Í ákalli um aukið frelsi felst m.a. krafa um meiri sveigjanleika í viðmiðunarstundaskrá til að mæta markmiðum og ná þeim. Fjölbreytt námsframboð er forsenda þess að eiga möguleika á að ná til ólíkra nemenda af hvaða kyni sem þeir eru. Þar verður viðmiðunarstundaskrá að vísa veginn. Allt hefur þetta áhrif á þá leið sem valin er til að skapa sem farsælast námsumhverfi fyrir öll börn. Það er hægt að gera betur. Bara ef. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það ekki eitthvað eitt sem skýrir óásættanlega stöðu drengja eða annarra barna innan skólakerfisins. Skólakerfið er samþætt af alls kyns breytum og hver og ein þeirra hefur áhrif á árangur, líðan og ánægju. Það er grunnforsenda farsæls skólastarfs að umgjörð starfsins sé skýr og að aðstæður kennara og stjórnenda séu hvetjandi og styðjandi til að ástríðan í hverju skólasamfélagi fái að blómstra. Að kerfið sé sveigjanlegt og hreyfanlegt. Þegar ég horfi til baka, þá var það mikilvægast fyrir farsælt skólastarf að hafa upplifað frelsi til þess að fylgja ástríðunni og finna traust á þeirri leið sem var valin. Vellíðan mældist í hæstu hæðum meðal barna og færni í námi hvort heldur sem var lestur, stærðfræði eða samskiptafærni mældust framúrskarandi meðal allra kynja. Hitt er síðan að það eru allir að gera sitt besta en það dugar ekki til. Kennarar og stjórnendur keppast við að finna leiðir til að gera betur innan veggja kerfis sem löngu er orðið tímabært taka til stórfelldrar endurskoðunar. Við þurfum kerfi sem byggir stoðir sínar til framtíðar en ekki á fortíð. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar