Erlent

Bjóða bólusettum kórónuvegabréf

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hér má sjá svona kórónuvegabréf sem hægt er að prenta út af Sundhed.dk.
Hér má sjá svona kórónuvegabréf sem hægt er að prenta út af Sundhed.dk. EPA/Ida Maria Odgård

Danir undirbúa nú útgáfu sérstakra kórónuvegabréfa í von um að geta opnað landamærin og samfélagið á ný.

Hér heima býðst bólusettum að sækja sér vottorð á heilsuvera.is. Þessi vottorð eru í samræmi við evrópska staðla og eiga að greiða för fólks á milli landa. Á næstu mánuðum ætla Danir að gefa út svokölluð kórónuvegabréf sem fólk getur sótt í símann.

Undirbúningur við útgáfu þessara vegabréfa stendur nú yfir í samstarfi við einkageirann. Samkvæmt fjármálaráðherra landsins munu kórónuvegabréfin hjálpa til við að opna landamærin og samfélagið allt. Þau verði tilbúin eftir þrjá til fjóra mánuði.

„Faraldurinn er enn á siglingu í samfélaginu og þess vegna er mikilvægt að standa saman og huga að sóttvörnum. En danskt samfélag þarf að horfa fram á veginn. Fólk í viðskiptalífinu þarf að geta ferðast og því gleður það mig að kynna nýtt samstarf,“ sagði Morten Bødskov ráðherra.

Framkvæmdastjóri Dansk industri sagði samstarfið mikilvægan þátt í baráttunni við faraldurinn.

„Bæði fyrir samfélagið sjálft og ferðir til og frá landinu, sem viðskiptalífið er háð. Við getum notað stafrænt forskot Danmerkur til að þróa stafræn kórónuvegabréf,“ sagði framkvæmdastjórinn Lars Sandahl Sørensen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×