Svandís um viðræður við Pfizer: „Ekkert sem að hægt er að segja frá“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2021 13:33 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafa staðið í ströngu undanfarið ár. Tæplega ár er liðið frá fyrsta Covid-19 smitinu sem greindist hér á landi. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir boltann hjá lyfjaframleiðandanum Pfizer varðandi mögulegan samning við Ísland um mikið magn bóluefnis sem gæti borist til Íslands í rannsóknarskyni. Þannig mætti bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á skömmum tíma. Svandís var að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu spurð að því hvort eitthvað væri að frétta af viðræðunum við Pfizer. „Ekkert sem að hægt er að segja frá,“ sagði Svandís. Mikið hefur verið hvíslað og hávær orðrómur um að vel miði í viðræðum við lyfjaframleiðandann. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafa farið fyrir viðræðunum við Pfizer sem staðið hafa í nokkurn tíma nú. Kári hefur ekki talið tímabært að ræða málið undanfarna daga. Þórólfur sagði á upplýsingafundi í gær að von væri á skilaboðum frá lyfjafyrirtækinu á næstu dögum. „Það er ekki kominn samningur og boltinn er ennþá hjá Pfizer,“ sagði Þórólfur í gær. Hann sagðist þó telja heilsugæsluna hér á landi vel í stakk búna til að bólusetja landsmenn hratt og örugglega ef til þess kæmi að mikið magn bóluefnis bærist hingað á skömmum tíma. „Ég held að við verðum tilbúin i hvaða leik sem er.“ Þórólfur sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni að ef samningar náist sé ekki um að ræða kaup á bóluefni heldur verði bóluefnið sent hingað í þágu rannsóknar. Með rannsókninni eigi að svara rannsóknarspurningu um það hvernig svona bóluefni virki á samfélag, hvernig það virki á svona faraldur innanlands. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26 Mat sóttvarnalæknis að ráðast megi í vægar afléttingar sem fyrst Ríkisstjórnin fundar nú um tillögur sóttvarnalæknis að vægum afléttingum innanlands í ljósi batnandi stöðu í faraldrinum. Ætla má að heilbrigðisráðherra bregðist við tillögunum að loknum fundi. 5. febrúar 2021 12:10 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Svandís var að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu spurð að því hvort eitthvað væri að frétta af viðræðunum við Pfizer. „Ekkert sem að hægt er að segja frá,“ sagði Svandís. Mikið hefur verið hvíslað og hávær orðrómur um að vel miði í viðræðum við lyfjaframleiðandann. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafa farið fyrir viðræðunum við Pfizer sem staðið hafa í nokkurn tíma nú. Kári hefur ekki talið tímabært að ræða málið undanfarna daga. Þórólfur sagði á upplýsingafundi í gær að von væri á skilaboðum frá lyfjafyrirtækinu á næstu dögum. „Það er ekki kominn samningur og boltinn er ennþá hjá Pfizer,“ sagði Þórólfur í gær. Hann sagðist þó telja heilsugæsluna hér á landi vel í stakk búna til að bólusetja landsmenn hratt og örugglega ef til þess kæmi að mikið magn bóluefnis bærist hingað á skömmum tíma. „Ég held að við verðum tilbúin i hvaða leik sem er.“ Þórólfur sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni að ef samningar náist sé ekki um að ræða kaup á bóluefni heldur verði bóluefnið sent hingað í þágu rannsóknar. Með rannsókninni eigi að svara rannsóknarspurningu um það hvernig svona bóluefni virki á samfélag, hvernig það virki á svona faraldur innanlands.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26 Mat sóttvarnalæknis að ráðast megi í vægar afléttingar sem fyrst Ríkisstjórnin fundar nú um tillögur sóttvarnalæknis að vægum afléttingum innanlands í ljósi batnandi stöðu í faraldrinum. Ætla má að heilbrigðisráðherra bregðist við tillögunum að loknum fundi. 5. febrúar 2021 12:10 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26
Mat sóttvarnalæknis að ráðast megi í vægar afléttingar sem fyrst Ríkisstjórnin fundar nú um tillögur sóttvarnalæknis að vægum afléttingum innanlands í ljósi batnandi stöðu í faraldrinum. Ætla má að heilbrigðisráðherra bregðist við tillögunum að loknum fundi. 5. febrúar 2021 12:10