Katrín Sif vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. febrúar 2021 11:16 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi formaður kjaranefndar ljósmæðrafélags Íslands vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi formaður kjaranefndar ljósmæðrafélags Íslands vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi. Katrín Sif, 45 ára hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, var formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands og sat í stjórn félagsins á árunum 2017-2019. Katrín leiddi á þeim tíma mjög harða kjarabaráttu þar sem áhersla var lögð á að allt skyldi vera uppi á borðum, á gagnsætt ferli með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi. Hún var einnig í samstarfsnefnd BHM og Ljósmæðrafélags Íslands um endurnýjun stofnanasamninga á heilbrigðisstofnunum frá ársbyrjun 2017-2020. Áhersla á nýja stjórnarskrá Félagsmál hafa verið Katrínu Sif hugleikin og hefur hún verið ötul í baráttu fyrir lögleiðingu nýrrar stjórnarskrár, og er þátttakandi í Samtökum kvenna um nýja stjórnarskrá sem og í Stjórnarskráfélaginu. „Ég býð mig fram í Norðvesturkjördæmi vegna þess að ég tel að reynsla mín og kraftar muni nýtast því kjördæmi einna best á næsta kjörtímabili. Ég á ættir að rekja vestur og hef starfað þar sem ljósmóðir með hléum undanfarin ár bæði á Patreksfirði og á Ísafirði. Ég veit því hversu mikilvægt það er fyrir íbúa kjördæmisins að fá öflugan talsmann fyrir traustu aðgengi að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni til liðs við sig,“ segir í tilkynningu sem send var á fjölmiðla. „Ég hef komið víða að í heilbrigðiskerfinu, bæði sem þjónustuveitandi, þjónustuþegi og aðstandandi. Ég hef staðið ölduna í því kerfi í gegnum súrt og sætt, hrun og faraldur og þannig séð, heyrt og lært. Allt er þetta dýrmæt reynsla sem ég er tilbúin að nýta mér á vettvangi Alþingis til að vinna að góðu og skilvirku heilbrigðiskerfi.“ „Píratar á Íslandi eru ungt afl sem hefur tekið út mikinn þroska og vöxt á stuttum tíma. Þetta er afl sem er í stöðugri þróun og getur þar af leiðandi boðið upp á mikilvæga aðlögunarhæfni og lestur í nútímaþarfir samfélagsins. Píratar byggja á góðum þverskurði samfélagsins og grunnstefna þeirra stendur vörð um réttindi allra hópa.“ „Áhersla Pírata á að efla og vernda réttindi jaðarsettra hópa í samfélaginu höfðar sérstaklega vel til mín því ég brenn fyrir samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til að sitja við sama borð. Ég trúi því að ef grunnurinn er traustur, þ.e. ef við hlúum vel að börnunum okkar og veitum þeim öryggi og fullnægjandi vaxtar- og þroskaskilyrði, andleg, félagsleg og líkamleg, þá komum við í veg fyrir ansi víðtæka þjónustuþörf í heilbrigðiskerfinu þegar fram í sækir.“ „Ég tel að ég sé vel til þess fallin að geta verið þessum málaflokkum góður málsvari, ég hef til þess traustan grunn, reynslu, þekkingu og þroska.“ Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Píratar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Katrín Sif, 45 ára hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, var formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands og sat í stjórn félagsins á árunum 2017-2019. Katrín leiddi á þeim tíma mjög harða kjarabaráttu þar sem áhersla var lögð á að allt skyldi vera uppi á borðum, á gagnsætt ferli með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi. Hún var einnig í samstarfsnefnd BHM og Ljósmæðrafélags Íslands um endurnýjun stofnanasamninga á heilbrigðisstofnunum frá ársbyrjun 2017-2020. Áhersla á nýja stjórnarskrá Félagsmál hafa verið Katrínu Sif hugleikin og hefur hún verið ötul í baráttu fyrir lögleiðingu nýrrar stjórnarskrár, og er þátttakandi í Samtökum kvenna um nýja stjórnarskrá sem og í Stjórnarskráfélaginu. „Ég býð mig fram í Norðvesturkjördæmi vegna þess að ég tel að reynsla mín og kraftar muni nýtast því kjördæmi einna best á næsta kjörtímabili. Ég á ættir að rekja vestur og hef starfað þar sem ljósmóðir með hléum undanfarin ár bæði á Patreksfirði og á Ísafirði. Ég veit því hversu mikilvægt það er fyrir íbúa kjördæmisins að fá öflugan talsmann fyrir traustu aðgengi að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni til liðs við sig,“ segir í tilkynningu sem send var á fjölmiðla. „Ég hef komið víða að í heilbrigðiskerfinu, bæði sem þjónustuveitandi, þjónustuþegi og aðstandandi. Ég hef staðið ölduna í því kerfi í gegnum súrt og sætt, hrun og faraldur og þannig séð, heyrt og lært. Allt er þetta dýrmæt reynsla sem ég er tilbúin að nýta mér á vettvangi Alþingis til að vinna að góðu og skilvirku heilbrigðiskerfi.“ „Píratar á Íslandi eru ungt afl sem hefur tekið út mikinn þroska og vöxt á stuttum tíma. Þetta er afl sem er í stöðugri þróun og getur þar af leiðandi boðið upp á mikilvæga aðlögunarhæfni og lestur í nútímaþarfir samfélagsins. Píratar byggja á góðum þverskurði samfélagsins og grunnstefna þeirra stendur vörð um réttindi allra hópa.“ „Áhersla Pírata á að efla og vernda réttindi jaðarsettra hópa í samfélaginu höfðar sérstaklega vel til mín því ég brenn fyrir samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til að sitja við sama borð. Ég trúi því að ef grunnurinn er traustur, þ.e. ef við hlúum vel að börnunum okkar og veitum þeim öryggi og fullnægjandi vaxtar- og þroskaskilyrði, andleg, félagsleg og líkamleg, þá komum við í veg fyrir ansi víðtæka þjónustuþörf í heilbrigðiskerfinu þegar fram í sækir.“ „Ég tel að ég sé vel til þess fallin að geta verið þessum málaflokkum góður málsvari, ég hef til þess traustan grunn, reynslu, þekkingu og þroska.“
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Píratar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira