Háskólanemi situr uppi með einkunnina 0,0 eftir ritstuld Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2021 11:29 Nemandinn fékk einkunnina 0,0 í fyrir ritgerð sína um straum flóttafólks á landamærum Grikklands og Tyrklands á tímum kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema hefur hafnað kröfu nemenda við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands um að ógilda ákvörðun deildarforseta um að gefa nemendanum einkunnina 0,0 í námskeiði vegna ritstuldar við ritgerðarsmið. Kröfu nemandans um að ógilda áminningu sem forseti Félagsvísindadeildar skólans veitti honum síðasta sumar var sömuleiðis hafnað. Úrskurður nefndarinnar var birtur í gær, en nemandinn fékk einkunnina 0,0 í námskeiðinu The Role and Policymaking of International Institutions á vormisseri 2020 þar sem nemendur fræðast um hlutverk og stefnumótun innan alþjóðastofnana. Nemandinn vildi meina að hann hafi ekki fengið tækifæri til þess að tjá sig um ásakanir um meintan ritstuld áður en ákvarðanir voru teknar um að hann fengi 0,0 í einkunn og í framhaldi áður en ákvörðun var tekin um áminningu. Heilsuleysi, tímaskortur og vankunnátta Nemendanum var í apríl síðastliðinn tilkynnt í tölvupósti deildarforseta Stjórnmálafræðideildar skólans að grunur hafi vaknað um ætlaðan ritstuld í ritgerð sem bar titilinn „Covid 19 Crisis in border of Turkey-Greece between Migrants influx”. Var meginhluti ritgerðarinnar sagður byggður á texta skrifuðum af öðrum án þess að heimilda væri getið. Skólinn notaðist þar við niðurstöður úr forritinu Turnitin sem hafi sýnt að texti ritgerðarinnar væri að stórum hluta fenginn úr ýmsum heimildum á internetinu án þess að heimilda væri getið í samræmi við vönduð akademísk vinnubrögð. Í svörum nemendans á fjarfundi og síðar tölvupósti sagði hann meðal annars að hann hefði ekki vísvitandi brotið reglur skólans. Brotin hefði verið afleiðing af fötlun og heilsuleysi, tímaskorti og vankunnáttu um reglur skólans. Ekki trúverðugar skýringar Nemandanum var svo tilkynnt í tölvupósti frá deildarforseta um þá ákvörðun að hann fengi einkunnina 0,0 fyrir ritgerðina þar sem hann hefði brotið gegn lögum um opinbera háskóla. Í júní sendi forseti Félagsvísindasviðs nemandanum svo póst þar sem honum var veitt tækifæri til að tjá sig um ætluð brot áður en ákvörðun yrði tekin um agaviðurlög. Engin andmæli bárust og var nemandanum í kjölfarið veitt áminning. Í niðurstöðukafla úrskurðar áfrýjunarnefndarinnar segir að ekki hafa komið fram trúverðugar skýringar af hálfu nemendans á því hvers vegna meginhluti ritgerðar hans hafi verið byggður á texta skrifuðum af öðrum án þess að heimilda sé getið. Ekki sé því rétt að verða við kröfu að ógilda einkunnina 0,0. Sömuleiðis hafi ekki verið talin efni til að fallast á að andmælaréttur nemandans verið brotinn áður en ákvörðun um áminningu var tekin. Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Höfundaréttur Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Kröfu nemandans um að ógilda áminningu sem forseti Félagsvísindadeildar skólans veitti honum síðasta sumar var sömuleiðis hafnað. Úrskurður nefndarinnar var birtur í gær, en nemandinn fékk einkunnina 0,0 í námskeiðinu The Role and Policymaking of International Institutions á vormisseri 2020 þar sem nemendur fræðast um hlutverk og stefnumótun innan alþjóðastofnana. Nemandinn vildi meina að hann hafi ekki fengið tækifæri til þess að tjá sig um ásakanir um meintan ritstuld áður en ákvarðanir voru teknar um að hann fengi 0,0 í einkunn og í framhaldi áður en ákvörðun var tekin um áminningu. Heilsuleysi, tímaskortur og vankunnátta Nemendanum var í apríl síðastliðinn tilkynnt í tölvupósti deildarforseta Stjórnmálafræðideildar skólans að grunur hafi vaknað um ætlaðan ritstuld í ritgerð sem bar titilinn „Covid 19 Crisis in border of Turkey-Greece between Migrants influx”. Var meginhluti ritgerðarinnar sagður byggður á texta skrifuðum af öðrum án þess að heimilda væri getið. Skólinn notaðist þar við niðurstöður úr forritinu Turnitin sem hafi sýnt að texti ritgerðarinnar væri að stórum hluta fenginn úr ýmsum heimildum á internetinu án þess að heimilda væri getið í samræmi við vönduð akademísk vinnubrögð. Í svörum nemendans á fjarfundi og síðar tölvupósti sagði hann meðal annars að hann hefði ekki vísvitandi brotið reglur skólans. Brotin hefði verið afleiðing af fötlun og heilsuleysi, tímaskorti og vankunnáttu um reglur skólans. Ekki trúverðugar skýringar Nemandanum var svo tilkynnt í tölvupósti frá deildarforseta um þá ákvörðun að hann fengi einkunnina 0,0 fyrir ritgerðina þar sem hann hefði brotið gegn lögum um opinbera háskóla. Í júní sendi forseti Félagsvísindasviðs nemandanum svo póst þar sem honum var veitt tækifæri til að tjá sig um ætluð brot áður en ákvörðun yrði tekin um agaviðurlög. Engin andmæli bárust og var nemandanum í kjölfarið veitt áminning. Í niðurstöðukafla úrskurðar áfrýjunarnefndarinnar segir að ekki hafa komið fram trúverðugar skýringar af hálfu nemendans á því hvers vegna meginhluti ritgerðar hans hafi verið byggður á texta skrifuðum af öðrum án þess að heimilda sé getið. Ekki sé því rétt að verða við kröfu að ógilda einkunnina 0,0. Sömuleiðis hafi ekki verið talin efni til að fallast á að andmælaréttur nemandans verið brotinn áður en ákvörðun um áminningu var tekin.
Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Höfundaréttur Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira