Fyrirsjáanlegur skortur á nýjum íbúðum og verðhækkanir í kortunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 19:33 Húsnæðis-og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og Félag fasteignasala segja brýnt að auka byggingarframkvæmdir ella sé hætta á talsverðum hækkunum á fasteignaverði. Met var slegið í veltu á fasteignamarkaði á síðasta ári. Aðeins árið 2007 voru fleiri kaupsamningar gerðir en á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. Ekki sé útilokað að fasteignaverð geti hækkað enn meira vegna þess að mikið hafi dregið úr framboði eigna. Karlotta Halldórsdóttir sérfræðingur hjá hagdeild Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar segir að ef framboð á nýbyggingum taki ekki mikið við sér á næstunni sé áframhaldandi þrýstingur á húsnæðisverð. „Það var mikill samdráttur á nýbyggingum á fyrstu byggingastigum sem þýðir að það verður ekki nægt framboð á markaðnum. Við teljum að það þurfi að byggja um 3.000 nýjar íbúðir á landinu á hverju ári næstu tíu ár. En nú eru aðeins 2.300 byggingar á fyrstu stigum,“ segir Karlotta. Lítið framboð framundan Kjartan Hallgeirsson formaður félags Fasteignasala er á sömu skoðun. „Það er alltaf þannig þegar það er meiri eftirspurn en framboð þá leiðir það til þess að fasteignaverð hækkar. Það kemur ekki á óvart að það komi fram í spánni. Staðan er auðvitað sú að það hefur alltaf verið annað hvort til of mikið af eignum eða of lítið. Núna er staðan sú að það er lítið framboð framundan en ekki kannski næstu misserin þannig að tímabundið getum við horft fram á það að það verði einhver vöntun á markaðnum sem þrýstir á verð en svo ætti það að jafna sig sig á næsta og þarnæsta ári,“ segir Kjartan. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir brýnt að bregðast við. „Ef það verður ekki gert núna er hætt við því að við lendum í verulegum vandræðum að nokkrum árum liðnum. Vegna þess að ef framboð íbúða mun ekki aukast þá getur stefnt í óefni á fasteignamarkaði,“ segir Sigurður. Brýnt að stjórnvöld og einkageirinn vinni saman Sigurður segir að opinberir aðilar og einkageirinn þurfi að vinna saman að þessum málum. „Það þurfa allir aðilar að koma að lausn vandans, stjórnvöld þegar kemur að regluverki og yfirsýn, sveitarfélög hafa í hendi sér hvað mikið er byggt og hvar. Þar þarf að breyta ferlum og menningu í einhverjum tilvikum og einkageirinn sjálfur þarf að gera það sem hann getur til að hraða uppbyggingunni,“ segir Sigurður, Karlotta hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir stofnunina vinna í þessa átt. „Við hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun viljum gjarnan samræma þessa hluti betur og höfum til dæmis þegar rætt við sveitarfélögin. Við viljum vinna að meira jafnvægi á þessum markaði,“ segir hún. Húsnæðismál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Fasteignamarkaður Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira
Aðeins árið 2007 voru fleiri kaupsamningar gerðir en á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. Ekki sé útilokað að fasteignaverð geti hækkað enn meira vegna þess að mikið hafi dregið úr framboði eigna. Karlotta Halldórsdóttir sérfræðingur hjá hagdeild Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar segir að ef framboð á nýbyggingum taki ekki mikið við sér á næstunni sé áframhaldandi þrýstingur á húsnæðisverð. „Það var mikill samdráttur á nýbyggingum á fyrstu byggingastigum sem þýðir að það verður ekki nægt framboð á markaðnum. Við teljum að það þurfi að byggja um 3.000 nýjar íbúðir á landinu á hverju ári næstu tíu ár. En nú eru aðeins 2.300 byggingar á fyrstu stigum,“ segir Karlotta. Lítið framboð framundan Kjartan Hallgeirsson formaður félags Fasteignasala er á sömu skoðun. „Það er alltaf þannig þegar það er meiri eftirspurn en framboð þá leiðir það til þess að fasteignaverð hækkar. Það kemur ekki á óvart að það komi fram í spánni. Staðan er auðvitað sú að það hefur alltaf verið annað hvort til of mikið af eignum eða of lítið. Núna er staðan sú að það er lítið framboð framundan en ekki kannski næstu misserin þannig að tímabundið getum við horft fram á það að það verði einhver vöntun á markaðnum sem þrýstir á verð en svo ætti það að jafna sig sig á næsta og þarnæsta ári,“ segir Kjartan. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir brýnt að bregðast við. „Ef það verður ekki gert núna er hætt við því að við lendum í verulegum vandræðum að nokkrum árum liðnum. Vegna þess að ef framboð íbúða mun ekki aukast þá getur stefnt í óefni á fasteignamarkaði,“ segir Sigurður. Brýnt að stjórnvöld og einkageirinn vinni saman Sigurður segir að opinberir aðilar og einkageirinn þurfi að vinna saman að þessum málum. „Það þurfa allir aðilar að koma að lausn vandans, stjórnvöld þegar kemur að regluverki og yfirsýn, sveitarfélög hafa í hendi sér hvað mikið er byggt og hvar. Þar þarf að breyta ferlum og menningu í einhverjum tilvikum og einkageirinn sjálfur þarf að gera það sem hann getur til að hraða uppbyggingunni,“ segir Sigurður, Karlotta hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir stofnunina vinna í þessa átt. „Við hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun viljum gjarnan samræma þessa hluti betur og höfum til dæmis þegar rætt við sveitarfélögin. Við viljum vinna að meira jafnvægi á þessum markaði,“ segir hún.
Húsnæðismál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Fasteignamarkaður Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira