Segir af sér sem forseti eftir að hafa sagt að konur tali of mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 07:30 Yoshiro Mori hefur unnið í mörg ár að undirbúningi Ólympíuleikanna í Tókýó en stígur nú til hliðar nokkrum mánuðum fyrir leikanna. AP/Kim Kyung-hoon Yoshiro Mori, forseti undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna í Tókýó, hefur ákveðið að segja af sér aðeins nokkum mánuðum fyrir leikana. Ólympíuleikarnir í Tókýó áttu að fara fram í fyrra en var frestað til næsta sumars vegna kórónuveirufaraldursins. Það eru ummæli Yoshiro Mori um konur sem hafa vakið upp það sterk viðbrögð og mikla óánægju að hann er nauðbeygður til að segja af sér. Tokyo 2020 president Mori resigns after sexist remarks https://t.co/vxOCV6jrYm pic.twitter.com/HOZocdpHJ5— Reuters (@Reuters) February 12, 2021 Hann er 83 ára gamall og hefur verið þekktur fyrir misgáfuleg ummæli í gegnum tíðina. Yoshiro Mori lét þau orð falla í viðtali við japanskan fjölmiðil að að ef fjölga ætti konum í undirbúningsnefnd Ólympíuleikanna þá þyrfti að takmarka tímann sem þær fá að tala því þær töluðu of mikið á fundum. Ummælin hafa skiljanlega vakið upp mikla reiði og mótmæli í Japan. Nú er orðið ljóst að eina leiðin fyrir Yoshiro Mori var að segja þetta gott. Tokyo Games head Mori offers resignation https://t.co/4mMvuzLF6h— NHK WORLD News (@NHKWORLD_News) February 12, 2021 Alþjóðaólympíunefndin hefur fordæmt ummæli Mori og þá hafa yfir fjögur hundruð sjálfboðaliðar hætt við að bjóða fram aðstoð sýna á Ólympíuleikunum vegna ummælanna. Pressan var líka orðin mikil frá styrktaraðilum leikanna eins og dæmi japanska bílaframleiðandann Toyota sem er einn stærsti bakjarl Ólympíuleikanna. Mori var búinn að biðjast afsökunar á ummælum sínum en ætlaði þá ekki að segja af sér. Það dugði ekki til að lægja öldurnar og nú hefur hann látið undir pressunni og sagt af sér. Mori hafði sagt frá því í viðtali að kona sín hefði tekið hann í gegnum vegna ummælanna og að bæði dóttir sín og dótturdóttir hefði líka látið hann heyra það. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Valskonur unnu meistarana Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Sjá meira
Ólympíuleikarnir í Tókýó áttu að fara fram í fyrra en var frestað til næsta sumars vegna kórónuveirufaraldursins. Það eru ummæli Yoshiro Mori um konur sem hafa vakið upp það sterk viðbrögð og mikla óánægju að hann er nauðbeygður til að segja af sér. Tokyo 2020 president Mori resigns after sexist remarks https://t.co/vxOCV6jrYm pic.twitter.com/HOZocdpHJ5— Reuters (@Reuters) February 12, 2021 Hann er 83 ára gamall og hefur verið þekktur fyrir misgáfuleg ummæli í gegnum tíðina. Yoshiro Mori lét þau orð falla í viðtali við japanskan fjölmiðil að að ef fjölga ætti konum í undirbúningsnefnd Ólympíuleikanna þá þyrfti að takmarka tímann sem þær fá að tala því þær töluðu of mikið á fundum. Ummælin hafa skiljanlega vakið upp mikla reiði og mótmæli í Japan. Nú er orðið ljóst að eina leiðin fyrir Yoshiro Mori var að segja þetta gott. Tokyo Games head Mori offers resignation https://t.co/4mMvuzLF6h— NHK WORLD News (@NHKWORLD_News) February 12, 2021 Alþjóðaólympíunefndin hefur fordæmt ummæli Mori og þá hafa yfir fjögur hundruð sjálfboðaliðar hætt við að bjóða fram aðstoð sýna á Ólympíuleikunum vegna ummælanna. Pressan var líka orðin mikil frá styrktaraðilum leikanna eins og dæmi japanska bílaframleiðandann Toyota sem er einn stærsti bakjarl Ólympíuleikanna. Mori var búinn að biðjast afsökunar á ummælum sínum en ætlaði þá ekki að segja af sér. Það dugði ekki til að lægja öldurnar og nú hefur hann látið undir pressunni og sagt af sér. Mori hafði sagt frá því í viðtali að kona sín hefði tekið hann í gegnum vegna ummælanna og að bæði dóttir sín og dótturdóttir hefði líka látið hann heyra það.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Valskonur unnu meistarana Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Sjá meira