Veist þú fyrir hvað Svansmerkið stendur? Hildur Harðardóttir og Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir skrifa 15. febrúar 2021 20:00 Rúm þrjátíu ár eru nú síðan Ísland tók þátt í að stofna eitt þekktasta umhverfismerki Evrópu – norræna umhverfismerkið Svaninn. Segja má að Svanurinn hafi ef til vill ekki verið áberandi í umræðunni hér á landi. Síðustu ár hafa fyrirtæki og stofnanir þó lagt sitt lóð á vogarskálarnar og ljáð merkinu rödd sína í ört stækkandi hópi þeirra sem hlotið hafa Svansvottun. Í dag þekkja um 88% Íslendinga Svaninn. Samstarf Norðurlandanna um Svaninn hefur verið farsælt og er fyrirmynd umhverfismerkja um allan heim. En af hverju ættu fyrirtæki að velja Svansvottun? Svansvottuð vara og þjónusta tryggir að hugað er að umhverfinu og heilsu okkar. Umhverfisvitund hefur síðustu ár orðið sífellt mikilvægari þáttur í lífi okkar og teljum við nauðsynlegt að neytendur séu meðvitaðir um lífsferil vöru og þjónustu sem sótt er í. Hinsvegar getur vegferð fyrirtækja í umhverfismálum verið flókin og jafnvel óskýr. Svansvottun er því skýr og metnaðarfull leið fyrir fyrirtæki að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið með kerfisbundnum hætti. Svanurinn gerir ríkar umhverfiskröfur til þeirra sem sækjast eftir Svansvottun og þeim kröfum þarf að viðhalda til að missa ekki vottunina. Á Íslandi er Umhverfisstofnun umsjónaraðili Svansins og leiðbeinir umsækjendum í vottunarferlinu. Ávinningur fyrirtækja af því að fara í þetta ferli snýr ekki aðeins að því að lágmarka umhverfisáhrif, heldur fylgir innleiðingunni yfirleitt betri yfirsýn yfir innkaup, úrgang og aðra umhverfisþætti. Sömuleiðis fylgir þessari yfirsýn oft sparnaður í rekstri. Vottunin sendir líka ákveðin skilaboð sem gera fyrirtækið aðlaðandi fyrir starfsmenn sem hafa metnað fyrir umhverfismálum. Kröfur Svansins eru ólíkar, eftir því hvað verið er að votta. Kröfurnar fyrir matvöruverslanir snúast meðal annars um framboð á umhverfisvottuðum og lífrænum vörum, bættri orkunýtni, úrgangsflokkun og matarsóun. Svanurinn setur í viðmiðum sínum fram lágmarks árangur sem þarf að nást í mismunandi flokkum til að fyrirtækið geti hlotið vottun. Krónunni varð fljótt ljóst að kröfur Svansins voru í takt við áherslur sem unnið hafði verið eftir í rekstri fyrirtækisins. Þegar hafði verið lögð mikil áhersla á að minnka matarsóun í aðfangakeðjunni, en vottunin gerir bæði kröfur um að eftirfylgni árangurs sé með mælanlegum hætti og að gögnum sé reglulega miðlað til starfsfólks til stöðugra úrbóta. Svansvottaðar matvöruverslanir þurfa líka að hvetja viðskiptavininn til að nýta sér matvöru „á síðasta séns“ og um leið forðast magntilboð sem auka líkur á matarsóun á heimilum viðskiptavina. Í lok árs 2020 voru allar verslanir Krónunnar Svansvottaðar og er Krónan fyrsta matvöruverslunarkeðjan á Íslandi sem hlýtur Svansvottun. Vottunarferlið var krefjandi og lagði starfsfólk Krónunnar sig mikið fram við að ná þessu markmiði. Stærsta verkefnið var að bæta allt skráningarferli á vörum en ávinningur fyrir Krónuna og viðskiptavini snýr ekki einungis að umhverfismálum heldur jókst gagnsæi með aðgengilegri upplýsingum um vörurnar. Það er krafa um að vottaðar matvöruverslanir bjóði ákveðið vöruúrval af lífrænni og umhverfisvottaðri vöru og mun Krónan nýta sér þessa gagnaskráningu til að miðla til viðskiptavinarins á verðhillumiðum hvort varan sé t.d. lífrænt vottuð og/eða umhverfisvottuð. Hér á landi hafa 43 fyrirtæki hlotið Svansvottun. Það eru þó ekki bara fyrirtæki og vörur sem eru Svansvottaðar, í Urriðarholti í Garðabæ má til dæmis finna einbýlishús og fjölbýlishús sem hlotið hafa Svansvottun. Krónan og Umhverfisstofnun hvetja fyrirtæki og stofnanir, og í raun bara alla, til að skoða sitt nærumhverfi, leggja umhverfinu lið og kanna hvort Svansvottun sé mögulegt markmið fyrir árið 2021. Höfundar eru Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Svansins á Íslandi, og Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Umhverfismál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Rúm þrjátíu ár eru nú síðan Ísland tók þátt í að stofna eitt þekktasta umhverfismerki Evrópu – norræna umhverfismerkið Svaninn. Segja má að Svanurinn hafi ef til vill ekki verið áberandi í umræðunni hér á landi. Síðustu ár hafa fyrirtæki og stofnanir þó lagt sitt lóð á vogarskálarnar og ljáð merkinu rödd sína í ört stækkandi hópi þeirra sem hlotið hafa Svansvottun. Í dag þekkja um 88% Íslendinga Svaninn. Samstarf Norðurlandanna um Svaninn hefur verið farsælt og er fyrirmynd umhverfismerkja um allan heim. En af hverju ættu fyrirtæki að velja Svansvottun? Svansvottuð vara og þjónusta tryggir að hugað er að umhverfinu og heilsu okkar. Umhverfisvitund hefur síðustu ár orðið sífellt mikilvægari þáttur í lífi okkar og teljum við nauðsynlegt að neytendur séu meðvitaðir um lífsferil vöru og þjónustu sem sótt er í. Hinsvegar getur vegferð fyrirtækja í umhverfismálum verið flókin og jafnvel óskýr. Svansvottun er því skýr og metnaðarfull leið fyrir fyrirtæki að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið með kerfisbundnum hætti. Svanurinn gerir ríkar umhverfiskröfur til þeirra sem sækjast eftir Svansvottun og þeim kröfum þarf að viðhalda til að missa ekki vottunina. Á Íslandi er Umhverfisstofnun umsjónaraðili Svansins og leiðbeinir umsækjendum í vottunarferlinu. Ávinningur fyrirtækja af því að fara í þetta ferli snýr ekki aðeins að því að lágmarka umhverfisáhrif, heldur fylgir innleiðingunni yfirleitt betri yfirsýn yfir innkaup, úrgang og aðra umhverfisþætti. Sömuleiðis fylgir þessari yfirsýn oft sparnaður í rekstri. Vottunin sendir líka ákveðin skilaboð sem gera fyrirtækið aðlaðandi fyrir starfsmenn sem hafa metnað fyrir umhverfismálum. Kröfur Svansins eru ólíkar, eftir því hvað verið er að votta. Kröfurnar fyrir matvöruverslanir snúast meðal annars um framboð á umhverfisvottuðum og lífrænum vörum, bættri orkunýtni, úrgangsflokkun og matarsóun. Svanurinn setur í viðmiðum sínum fram lágmarks árangur sem þarf að nást í mismunandi flokkum til að fyrirtækið geti hlotið vottun. Krónunni varð fljótt ljóst að kröfur Svansins voru í takt við áherslur sem unnið hafði verið eftir í rekstri fyrirtækisins. Þegar hafði verið lögð mikil áhersla á að minnka matarsóun í aðfangakeðjunni, en vottunin gerir bæði kröfur um að eftirfylgni árangurs sé með mælanlegum hætti og að gögnum sé reglulega miðlað til starfsfólks til stöðugra úrbóta. Svansvottaðar matvöruverslanir þurfa líka að hvetja viðskiptavininn til að nýta sér matvöru „á síðasta séns“ og um leið forðast magntilboð sem auka líkur á matarsóun á heimilum viðskiptavina. Í lok árs 2020 voru allar verslanir Krónunnar Svansvottaðar og er Krónan fyrsta matvöruverslunarkeðjan á Íslandi sem hlýtur Svansvottun. Vottunarferlið var krefjandi og lagði starfsfólk Krónunnar sig mikið fram við að ná þessu markmiði. Stærsta verkefnið var að bæta allt skráningarferli á vörum en ávinningur fyrir Krónuna og viðskiptavini snýr ekki einungis að umhverfismálum heldur jókst gagnsæi með aðgengilegri upplýsingum um vörurnar. Það er krafa um að vottaðar matvöruverslanir bjóði ákveðið vöruúrval af lífrænni og umhverfisvottaðri vöru og mun Krónan nýta sér þessa gagnaskráningu til að miðla til viðskiptavinarins á verðhillumiðum hvort varan sé t.d. lífrænt vottuð og/eða umhverfisvottuð. Hér á landi hafa 43 fyrirtæki hlotið Svansvottun. Það eru þó ekki bara fyrirtæki og vörur sem eru Svansvottaðar, í Urriðarholti í Garðabæ má til dæmis finna einbýlishús og fjölbýlishús sem hlotið hafa Svansvottun. Krónan og Umhverfisstofnun hvetja fyrirtæki og stofnanir, og í raun bara alla, til að skoða sitt nærumhverfi, leggja umhverfinu lið og kanna hvort Svansvottun sé mögulegt markmið fyrir árið 2021. Höfundar eru Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Svansins á Íslandi, og Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun