Ragnar Þór hvorki sakborningur né vitni í veiðiþjófnaðarmáli Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 12:11 Ragnar Þór Ingólfsson krefur Fréttablaðið um afsökunarbeiðni vegna fréttaflutnings af meintum þætti hans í ólöglegri netalagningu. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur hvorki stöðu sakbornings né vitnis í rannsókn lögreglu á Suðurlandi á meintri ólöglegri netalögn, sem kærð hefur verið til embættisins. Hann krefst þess að Fréttablaðið dragi umfjöllun sína um málið tafarlaust til baka og biðji sig afsökunar. Fram kom í frétt Fréttablaðsins í morgun að veiðiþjófnaður á landi Seðlabanka Íslands á Suðurlandi hefði verið kærður til lögreglu fyrr í vetur. Blaðið hafði eftir heimildum sínum að Ragnar Þór hefði verið í hópi þriggja manna sem staðinn hefði verið að ólögregri netalögn. Ragnar Þór neitaði þó allri aðkomu að málinu í samtali við blaðið. Lögregla á Suðurlandi staðfesti við Fréttablaðið að kæra hefði borist vegna ólöglegrar netalagnar í Holtsá, sem fellur í Skaftá. Ragnar Þór hefur hvorki stöðu sakbornings né vitnis í tengslum við málið, að því er fram kemur í svari R. Brynju Sverrisdóttur, aðalvarðstjóra hjá lögreglu á Suðurlandi, við fyrirspurn Ragnars Þórs sjálfs í morgun. Daniel Isebarn Ágústsson lögmaður Ragnars sendi fjölmiðlum afrit af svari Brynju, sem sjá má í heild hér fyrir neðan. Vegna fyrirspurnar þinnar get ég svarað því til, að samkvæmt gögnum málsins er varðar meintan veiðiþjófnað og/eða ólöglega netaveiði í Holtsá, þá get ég staðfest, Ragnar Þór, að þú ert hvorki skráður sem sakborningur né vitni í tengslum við þetta mál. Krefst leiðréttingar og afsökunarbeiðni Í öðru bréfi sem Daníel sendi Torgi og öðrum fjölmiðlum fullyrðir hann að þessar upplýsingar frá lögreglu hafilegið fyrir þegar Fréttablaðsins var unnin. Ragnar Þór sé ranglega bendlaður við málið. Daníel telur að með fréttaflutningi sínum hafi Fréttablaðið brotið gegn siðareglum blaðamanna og ákvæði fjölmiðlalaga. Þess sé því krafist að allir miðlar Torgs fjarlægi umfjallanir sínar um að Ragnar Þór hafi staðið að ólöglegu netalögninni, leiðrétti og dragi þær til baka. Þá sé krafist að Ragnar Þór verði beðinn afsökunar á umfjölluninni. „Verði ekki orðið við framangreindum kröfum mun Ragnar Þór neyðast til þess að láta reyna á framangreind ákvæði um skyldur blaðamanna og fjölmiðla.“ Fjölmiðlar Lögreglumál Skaftárhreppur Formannskjör í VR Tengdar fréttir Hyggst svara forsíðufrétt Fréttablaðsins með stefnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hyggst stefna Fréttablaðinu vegna fréttar um meintan veiðiþjófnað sem birtist í blaðinu í morgun. Hann segir fréttaflutninginn „ófrægingarherferð“ gagnvart sér og telur tímasetningu birtingarinnar athyglisverða í ljósi væntanlegra formannskosninga hjá VR. 16. febrúar 2021 09:11 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Fram kom í frétt Fréttablaðsins í morgun að veiðiþjófnaður á landi Seðlabanka Íslands á Suðurlandi hefði verið kærður til lögreglu fyrr í vetur. Blaðið hafði eftir heimildum sínum að Ragnar Þór hefði verið í hópi þriggja manna sem staðinn hefði verið að ólögregri netalögn. Ragnar Þór neitaði þó allri aðkomu að málinu í samtali við blaðið. Lögregla á Suðurlandi staðfesti við Fréttablaðið að kæra hefði borist vegna ólöglegrar netalagnar í Holtsá, sem fellur í Skaftá. Ragnar Þór hefur hvorki stöðu sakbornings né vitnis í tengslum við málið, að því er fram kemur í svari R. Brynju Sverrisdóttur, aðalvarðstjóra hjá lögreglu á Suðurlandi, við fyrirspurn Ragnars Þórs sjálfs í morgun. Daniel Isebarn Ágústsson lögmaður Ragnars sendi fjölmiðlum afrit af svari Brynju, sem sjá má í heild hér fyrir neðan. Vegna fyrirspurnar þinnar get ég svarað því til, að samkvæmt gögnum málsins er varðar meintan veiðiþjófnað og/eða ólöglega netaveiði í Holtsá, þá get ég staðfest, Ragnar Þór, að þú ert hvorki skráður sem sakborningur né vitni í tengslum við þetta mál. Krefst leiðréttingar og afsökunarbeiðni Í öðru bréfi sem Daníel sendi Torgi og öðrum fjölmiðlum fullyrðir hann að þessar upplýsingar frá lögreglu hafilegið fyrir þegar Fréttablaðsins var unnin. Ragnar Þór sé ranglega bendlaður við málið. Daníel telur að með fréttaflutningi sínum hafi Fréttablaðið brotið gegn siðareglum blaðamanna og ákvæði fjölmiðlalaga. Þess sé því krafist að allir miðlar Torgs fjarlægi umfjallanir sínar um að Ragnar Þór hafi staðið að ólöglegu netalögninni, leiðrétti og dragi þær til baka. Þá sé krafist að Ragnar Þór verði beðinn afsökunar á umfjölluninni. „Verði ekki orðið við framangreindum kröfum mun Ragnar Þór neyðast til þess að láta reyna á framangreind ákvæði um skyldur blaðamanna og fjölmiðla.“
Vegna fyrirspurnar þinnar get ég svarað því til, að samkvæmt gögnum málsins er varðar meintan veiðiþjófnað og/eða ólöglega netaveiði í Holtsá, þá get ég staðfest, Ragnar Þór, að þú ert hvorki skráður sem sakborningur né vitni í tengslum við þetta mál.
Fjölmiðlar Lögreglumál Skaftárhreppur Formannskjör í VR Tengdar fréttir Hyggst svara forsíðufrétt Fréttablaðsins með stefnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hyggst stefna Fréttablaðinu vegna fréttar um meintan veiðiþjófnað sem birtist í blaðinu í morgun. Hann segir fréttaflutninginn „ófrægingarherferð“ gagnvart sér og telur tímasetningu birtingarinnar athyglisverða í ljósi væntanlegra formannskosninga hjá VR. 16. febrúar 2021 09:11 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Hyggst svara forsíðufrétt Fréttablaðsins með stefnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hyggst stefna Fréttablaðinu vegna fréttar um meintan veiðiþjófnað sem birtist í blaðinu í morgun. Hann segir fréttaflutninginn „ófrægingarherferð“ gagnvart sér og telur tímasetningu birtingarinnar athyglisverða í ljósi væntanlegra formannskosninga hjá VR. 16. febrúar 2021 09:11