Ber orðræðu Miðflokksins um útlendingamál saman við gyðingahatur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 21:02 Helgi Hrafn var harðorður í garð Miðflokksmanna á Alþingi í kvöld. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var harðorður í garð þingmanna Miðflokksins vegna umræðu um málefni innflytjenda sem fór fram á Alþingi í dag og kvöld. Sagði hann meðal annars orðræðu þeirra líkjast fordómafullri orðræðu um samkynhneigða á tíunda áratugi síðustu aldar og gyðingahatur. Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um breytingu á lögum um málefni innflytjenda var til umræðu í dag þegar hörð orðaskipti fóru fram milli þingmanna Miðflokksins og Pírata. Frumvarpið snýr að aukinni fjármögnun Fjölmenningarseturs og á með fjármagninu, 23,7 milljónum króna, að ráða inn fleira starfsfólk til þess að veita sveitarfélögum aukna ráðgjöf og leiðbeiningar vegna samræmdrar móttöku flóttafólks. Umræður stóðu yfir í fjóra klukkutíma, en þetta voru fyrstu umræður á þingi um frumvarpið. Helgi Hrafn sagði í pontu á sjöunda tímanum að málflutningur þingmanna Miðflokksins stæðist ekki skoðun og að þeir væru að ræða allt önnur mál en frumvarpið sjálft. „Hygg að áhorfendur skuldi meira í íbúðarhúsnæðinu sínu“ Ýjuðu þingmenn Miðflokksins meðal annars að því að kostnaður við framkvæmd frumvarpsins yrði mun meiri en lagt væri upp með. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði frumvarpið meðal annars ganga þvert á það sem önnur Norðurlönd geri, af biturri reynslu. „Íslensk stjórnvöld ráða ekkert við þetta verkefni eins og það stendur núna. Því þá að leggja til að það verði gert margfalt erfiðara en á sama tíma líta fram hjá áhrifunum, áhrifum eins og kostnaði, og halda því fram að það að veita margfalt fleirum sömu þjónustu og er tryggð afmörkuðum hópi núna, hópi kvótaflóttamanna, kosti ekkert?“ spurði Sigmundur Davíð. „Ísland hefur rýmkað mjög skilgreininguna á því hverjir eigi rétt á hæli hér á sama tíma og önnur Norðurlönd hafa farið í öfuga átt,“ sagði Sigmundur. „Nú er staðan orðin sú að það berast sexfalt fleiri hælisumsóknir til Íslands heldur en til Danmerkur og Noregs hlutfallslega.“ Helgi Hrafn mótmælti þessu. „Ég hygg nú að þokkalega stór hluti áhorfenda skuldi meira í íbúðarhúsnæðinu sínu en það [23,7 milljónir]. Þannig að þetta er ekki mikill peningur fyrir ríkissjóð. Það sem háttvirtir þingmenn Miðflokksins gera þá er að þeir fara að tala um allt annað en þetta frumvarp og vilja meina að það feli í sér kostnað eða fleiri umsækjendur um hæli og meiri kostnað samhliða því, eitthvað sem að kemur þessu máli ekkert við efnislega. Þetta mál er hægt að reikna út og hefur verið reiknað út hvað kostar mikið út frá efnisatriðum frumvarpsins sjálfs,“ sagði Helgi Hrafn. Hann benti á að frumvarpið fjalli einungis um að starfsfólki verði bætt við starfslið Fjölmenningarseturs til þess að samhæfa hluti sem þegar er verið að gera og sem fjármagn fer nú þegar til. „Það eina sem breytist ef þetta frumvarp fær ekki fram að ganga er að ríkissjóður sparar hátt í 23,7 milljónir og hitt er að það verður flóknara fyrir fjölmenningarsetur að sinna hlutverki sínu. Það er allt og sumt. Annað og meira er ekki í húfi hér,“ sagði Helgi. Segir Miðflokksmenn veiða atkvæði með málflutningnum Hann sagði að sér þætti málflutningur þingmanna Miðflokksins, sem nýttu sér hvert tækifæri til að fara upp í pontu og ræða útlendingamál, ekki í lagi. „Ég veit að þeir verða mjög sárir yfir því og finnst það ekki mjög málefnalegt þegar ég bendi þeim á hvað er að þeirra orðræðu í útlendingamálum, berjast við það á hæl og hnakka við að hneykslast sem mest á því að ég sé að ýja að því að það séu einhverjir annarlegir hvatar að baki,“ sagði Helgi. „Ég segi það bara beint út, það eru annarlegir hvatar að baki. Það er deginum ljósara að háttvirtir þingmenn Miðflokksins tala um útlendingamál á þann hátt sem þeir gera til að veiða atkvæði. Til þess að fá atkvæði frá fólki sem ýmist þekkir ekki málaflokkinn, sem er lang flest fólk reyndar, eða er hrætt við útlendinga, eða mikla fjölgun þeirra eða slíkt,“ sagði Helgi Hrafn. „Bara ekki hérna“ Hann sagði áberandi stef einkenna málflutninginn. „Það er allt í lagi að hafa útlendinga svo lengi sem þeir eru annars staðar en hérna. Og það er allt í lagi að hjálpa útlendingum, bara ef þeir eru ekki hérna. Og þeir mega aðlagast samfélaginu, bara ekki hérna. Slíkur málflutningur er bara vondur,“ sagði Helgi. Helgi Hrafn bar saman orðræðu þingmannanna um útlendinga við orðræðu um samkynhneigða á tíunda áratugnum. „Þá þekkti ég marga sem höfðu ekkert á móti hommum, svo lengi sem þeir voru ekki nálægt þeim. Svo lengi sem þeir væru einhvers staðar annars staðar.“ „Það er ekkert mál fyrir fólk með hvað verstu skoðanirnar í útlendingamálum og í málefnum minnihlutahópa almennt. Fólk sem er með verstu skoðanirnar, samkvæmt öllum þingmönnum hérna inni þori ég að fullyrða, eru þó alveg til í það að minnihlutahópurinn sé annars staðar. Stækustu gyðingahöturum finnst allt í lagi að gyðingar séu einhvers staðar annars staðar,“ sagði Helgi. „Ég geri ekkert fyrir þann málflutning sem er hérna að útlendingar megi alveg vera til, þeir megi alveg leita sér betra lífs, bara ekki hérna. Ekki nálægt okkur. Ég gef ekkert fyrir þennan málflutning.“ Miðflokkurinn segir í athugasemd, sem hann sendi á ellefta tímanum í kvöld, við fréttinni að hann hafni því að baki málflutningi sínum séu annarleg sjónarmið. Orðum Helga Hrafns muni flokkurinn ekki svara enda ekki svara verð að sögn flokksins. Jafnframt kemur fram í athugasemd Miðflokksins við orðum Helga Hrafns að að sjálfsögðu beri stjórnvöldum að standa vel að móttöku kvótaflóttafólks. Miðflokkurinn hafi hins vegar áhyggjur af því að með frumvarpinu séu stjórnvöld að taka sér of mikið á hendur. Umræðan hafi gengið út á að öll réttindi séu nú þegar til staðar sem Miðflokkurinn segir ekki rétt. „Stuðningsmönnum frumvarps um „breytingu á lögum um málefni innflytjenda“ virðist ekki ljóst samhengi hlutanna. Umræðan um fjárhagslega hlutann gengur ekki út á tvo starfsmenn fjölmenningaseturs og kostnað við þá heldur skiptir hinn afleiddi kostnaður þar höfuð máli. Ef menn líta svo á að enginn auka kostnaður hlýst af þarf að útskýra það,“ segir í athugasemd Miðflokksins. Fréttin hefur verið uppfærð með athugasemd Miðflokksins. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Píratar Miðflokkurinn Tengdar fréttir Til hamingju með Ráðgjafarstofu innflytjenda Það er mikið fagnaðarefni að loksins sé Ráðgjafarstofa innflytjenda orðin að veruleika. Hávært ákall hefur verið meðal þeirra sem sinna margskonar þjónustu við innflytjendur um að sárlega hafi vantað samræmda og aðgengilega þjónustu á einum stað. 10. febrúar 2021 14:00 Söguleg skipun forstöðumanns Fjölmenningarseturs Nichole Leigh Mosty hefur verið skipuð í embætti forstöðumanns Fjölmenningarseturs til fimm ára. Hún tekur til starfa þann 1. mars. Greint er frá skipun Ásmundar Einar Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, á vef stjórnarráðsins. 26. janúar 2021 16:18 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um breytingu á lögum um málefni innflytjenda var til umræðu í dag þegar hörð orðaskipti fóru fram milli þingmanna Miðflokksins og Pírata. Frumvarpið snýr að aukinni fjármögnun Fjölmenningarseturs og á með fjármagninu, 23,7 milljónum króna, að ráða inn fleira starfsfólk til þess að veita sveitarfélögum aukna ráðgjöf og leiðbeiningar vegna samræmdrar móttöku flóttafólks. Umræður stóðu yfir í fjóra klukkutíma, en þetta voru fyrstu umræður á þingi um frumvarpið. Helgi Hrafn sagði í pontu á sjöunda tímanum að málflutningur þingmanna Miðflokksins stæðist ekki skoðun og að þeir væru að ræða allt önnur mál en frumvarpið sjálft. „Hygg að áhorfendur skuldi meira í íbúðarhúsnæðinu sínu“ Ýjuðu þingmenn Miðflokksins meðal annars að því að kostnaður við framkvæmd frumvarpsins yrði mun meiri en lagt væri upp með. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði frumvarpið meðal annars ganga þvert á það sem önnur Norðurlönd geri, af biturri reynslu. „Íslensk stjórnvöld ráða ekkert við þetta verkefni eins og það stendur núna. Því þá að leggja til að það verði gert margfalt erfiðara en á sama tíma líta fram hjá áhrifunum, áhrifum eins og kostnaði, og halda því fram að það að veita margfalt fleirum sömu þjónustu og er tryggð afmörkuðum hópi núna, hópi kvótaflóttamanna, kosti ekkert?“ spurði Sigmundur Davíð. „Ísland hefur rýmkað mjög skilgreininguna á því hverjir eigi rétt á hæli hér á sama tíma og önnur Norðurlönd hafa farið í öfuga átt,“ sagði Sigmundur. „Nú er staðan orðin sú að það berast sexfalt fleiri hælisumsóknir til Íslands heldur en til Danmerkur og Noregs hlutfallslega.“ Helgi Hrafn mótmælti þessu. „Ég hygg nú að þokkalega stór hluti áhorfenda skuldi meira í íbúðarhúsnæðinu sínu en það [23,7 milljónir]. Þannig að þetta er ekki mikill peningur fyrir ríkissjóð. Það sem háttvirtir þingmenn Miðflokksins gera þá er að þeir fara að tala um allt annað en þetta frumvarp og vilja meina að það feli í sér kostnað eða fleiri umsækjendur um hæli og meiri kostnað samhliða því, eitthvað sem að kemur þessu máli ekkert við efnislega. Þetta mál er hægt að reikna út og hefur verið reiknað út hvað kostar mikið út frá efnisatriðum frumvarpsins sjálfs,“ sagði Helgi Hrafn. Hann benti á að frumvarpið fjalli einungis um að starfsfólki verði bætt við starfslið Fjölmenningarseturs til þess að samhæfa hluti sem þegar er verið að gera og sem fjármagn fer nú þegar til. „Það eina sem breytist ef þetta frumvarp fær ekki fram að ganga er að ríkissjóður sparar hátt í 23,7 milljónir og hitt er að það verður flóknara fyrir fjölmenningarsetur að sinna hlutverki sínu. Það er allt og sumt. Annað og meira er ekki í húfi hér,“ sagði Helgi. Segir Miðflokksmenn veiða atkvæði með málflutningnum Hann sagði að sér þætti málflutningur þingmanna Miðflokksins, sem nýttu sér hvert tækifæri til að fara upp í pontu og ræða útlendingamál, ekki í lagi. „Ég veit að þeir verða mjög sárir yfir því og finnst það ekki mjög málefnalegt þegar ég bendi þeim á hvað er að þeirra orðræðu í útlendingamálum, berjast við það á hæl og hnakka við að hneykslast sem mest á því að ég sé að ýja að því að það séu einhverjir annarlegir hvatar að baki,“ sagði Helgi. „Ég segi það bara beint út, það eru annarlegir hvatar að baki. Það er deginum ljósara að háttvirtir þingmenn Miðflokksins tala um útlendingamál á þann hátt sem þeir gera til að veiða atkvæði. Til þess að fá atkvæði frá fólki sem ýmist þekkir ekki málaflokkinn, sem er lang flest fólk reyndar, eða er hrætt við útlendinga, eða mikla fjölgun þeirra eða slíkt,“ sagði Helgi Hrafn. „Bara ekki hérna“ Hann sagði áberandi stef einkenna málflutninginn. „Það er allt í lagi að hafa útlendinga svo lengi sem þeir eru annars staðar en hérna. Og það er allt í lagi að hjálpa útlendingum, bara ef þeir eru ekki hérna. Og þeir mega aðlagast samfélaginu, bara ekki hérna. Slíkur málflutningur er bara vondur,“ sagði Helgi. Helgi Hrafn bar saman orðræðu þingmannanna um útlendinga við orðræðu um samkynhneigða á tíunda áratugnum. „Þá þekkti ég marga sem höfðu ekkert á móti hommum, svo lengi sem þeir voru ekki nálægt þeim. Svo lengi sem þeir væru einhvers staðar annars staðar.“ „Það er ekkert mál fyrir fólk með hvað verstu skoðanirnar í útlendingamálum og í málefnum minnihlutahópa almennt. Fólk sem er með verstu skoðanirnar, samkvæmt öllum þingmönnum hérna inni þori ég að fullyrða, eru þó alveg til í það að minnihlutahópurinn sé annars staðar. Stækustu gyðingahöturum finnst allt í lagi að gyðingar séu einhvers staðar annars staðar,“ sagði Helgi. „Ég geri ekkert fyrir þann málflutning sem er hérna að útlendingar megi alveg vera til, þeir megi alveg leita sér betra lífs, bara ekki hérna. Ekki nálægt okkur. Ég gef ekkert fyrir þennan málflutning.“ Miðflokkurinn segir í athugasemd, sem hann sendi á ellefta tímanum í kvöld, við fréttinni að hann hafni því að baki málflutningi sínum séu annarleg sjónarmið. Orðum Helga Hrafns muni flokkurinn ekki svara enda ekki svara verð að sögn flokksins. Jafnframt kemur fram í athugasemd Miðflokksins við orðum Helga Hrafns að að sjálfsögðu beri stjórnvöldum að standa vel að móttöku kvótaflóttafólks. Miðflokkurinn hafi hins vegar áhyggjur af því að með frumvarpinu séu stjórnvöld að taka sér of mikið á hendur. Umræðan hafi gengið út á að öll réttindi séu nú þegar til staðar sem Miðflokkurinn segir ekki rétt. „Stuðningsmönnum frumvarps um „breytingu á lögum um málefni innflytjenda“ virðist ekki ljóst samhengi hlutanna. Umræðan um fjárhagslega hlutann gengur ekki út á tvo starfsmenn fjölmenningaseturs og kostnað við þá heldur skiptir hinn afleiddi kostnaður þar höfuð máli. Ef menn líta svo á að enginn auka kostnaður hlýst af þarf að útskýra það,“ segir í athugasemd Miðflokksins. Fréttin hefur verið uppfærð með athugasemd Miðflokksins.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Píratar Miðflokkurinn Tengdar fréttir Til hamingju með Ráðgjafarstofu innflytjenda Það er mikið fagnaðarefni að loksins sé Ráðgjafarstofa innflytjenda orðin að veruleika. Hávært ákall hefur verið meðal þeirra sem sinna margskonar þjónustu við innflytjendur um að sárlega hafi vantað samræmda og aðgengilega þjónustu á einum stað. 10. febrúar 2021 14:00 Söguleg skipun forstöðumanns Fjölmenningarseturs Nichole Leigh Mosty hefur verið skipuð í embætti forstöðumanns Fjölmenningarseturs til fimm ára. Hún tekur til starfa þann 1. mars. Greint er frá skipun Ásmundar Einar Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, á vef stjórnarráðsins. 26. janúar 2021 16:18 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Til hamingju með Ráðgjafarstofu innflytjenda Það er mikið fagnaðarefni að loksins sé Ráðgjafarstofa innflytjenda orðin að veruleika. Hávært ákall hefur verið meðal þeirra sem sinna margskonar þjónustu við innflytjendur um að sárlega hafi vantað samræmda og aðgengilega þjónustu á einum stað. 10. febrúar 2021 14:00
Söguleg skipun forstöðumanns Fjölmenningarseturs Nichole Leigh Mosty hefur verið skipuð í embætti forstöðumanns Fjölmenningarseturs til fimm ára. Hún tekur til starfa þann 1. mars. Greint er frá skipun Ásmundar Einar Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, á vef stjórnarráðsins. 26. janúar 2021 16:18