Stafrænt kynferðisofbeldi nú refsivert: Fjögur prósent landsmanna fórnarlömb slíks ofbeldis Elín Margrét Böðvarsdóttir, Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 17. febrúar 2021 20:07 Guðbjörg Bergsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti ríkislögreglustjóra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/samsett mynd Fjögur prósent landsmanna verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun um slíkt, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Aðeins fleiri karlar en konur verða fyrir slíkum brotum. Frumvarp sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra vonar að löggjöfin verði til þess að eyða því viðhorfi að slíkt sé í lagi. Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra, um niðurstöður könnunar sem unnin var fyrir embættið, kemur fram að 0,9 prósent landsmanna hafi orðið fyrir því að deilt var af þeim kynferðislegu myndefni án þeirra leyfis og 3,2 prósent fengu hótun um slíkt. Í báðum tilfellum var um aukningu að ræða frá árinu áður. Í úrtakinu voru fjögur þúsund landsmenn og svarhluttfall var 57 prósent. „Það eru sem sagt fjögur prósent landsmanna, 18 ára og eldri, að verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun. Það er yngsti aldurshópurinn 18 til 25 ára sem er helst að verða fyrir þessu,“ segir Guðbjörg Bergsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Samkvæmt könnuninni voru hlutfallslega fleiri karlar sem voru fórnarlömb. Karlar frekar beittir fjárkúgun „Það er náttúrulega búin að vera hávær umræða um að þegar þetta beinist gegn konum er það maki eða fyrrum maki eða kærasti, en við teljum líklegt að hluti af körlunum séu frekar í tengslum við konur eingöngu á netinu og er svo hótað myndbirtingu nema það sé greidd ákveðin upphæð, hreinlega bara fjárkúgun,“ segir Guðbjörg. Meirihluti mat það svo myndbirtingin hafði mikil áhrif. „Yfir sextíu prósent telur það hafa frekar eða mikil áhrif á sig og um þriðjungur mjög mikil áhrif á sig. Í könnuninni var enginn þessara aðila að tilkynna til lögreglunnar.“ Dreifing mynda getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi Hún segir að mögulega hafi skömm þau áhrif að fólk tilkynni ekki um málin til lögreglu. Þá bindur Guðbjörg vonir við frumvarp sem kveður á um refsingu fyrir að dreifa kynferðislegu myndefni, en frumvarpið, sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi, var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Nú er það svo að dreifing á kynferðislegum myndum getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi og einnig getur það varðað fangelsi eða sektum að hóta slíkri birtingu. „Ég býst við að þetta hafi þau áhrif að þetta sé orðið skýrlega refsivert brot að dreifa nektarmyndum án samþykkis og að viðhorf um að slíkt sé í lagi sé út af borðinu. Og löggjöfin okkar verður auðvitað að endurspegla samfélagið sem við búum í og þetta er veruleiki margs fólks, sérstaklega ungs fólks í dag, sem er að lenda í því að þessu sé hótað eða að áframsending sé sjálfsögð á efni sem þau hafa sent,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún segir að mikil þörf hafi verið fyrir lagabreytinguna. „Þetta hefur verið til umræðu um lengri tíma. Útfærslan hefur kannski verið flókin, núna var sett af stað sérstök vinna í kringum þetta og þetta er útkoman. Þannig að brot á kynferðislegri friðhelgi einstaklings, hvort sem það er að hóta eða falsa slíkt, er orðið refsivert,“ segir Áslaug. Kynferðisofbeldi Alþingi Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra, um niðurstöður könnunar sem unnin var fyrir embættið, kemur fram að 0,9 prósent landsmanna hafi orðið fyrir því að deilt var af þeim kynferðislegu myndefni án þeirra leyfis og 3,2 prósent fengu hótun um slíkt. Í báðum tilfellum var um aukningu að ræða frá árinu áður. Í úrtakinu voru fjögur þúsund landsmenn og svarhluttfall var 57 prósent. „Það eru sem sagt fjögur prósent landsmanna, 18 ára og eldri, að verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun. Það er yngsti aldurshópurinn 18 til 25 ára sem er helst að verða fyrir þessu,“ segir Guðbjörg Bergsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Samkvæmt könnuninni voru hlutfallslega fleiri karlar sem voru fórnarlömb. Karlar frekar beittir fjárkúgun „Það er náttúrulega búin að vera hávær umræða um að þegar þetta beinist gegn konum er það maki eða fyrrum maki eða kærasti, en við teljum líklegt að hluti af körlunum séu frekar í tengslum við konur eingöngu á netinu og er svo hótað myndbirtingu nema það sé greidd ákveðin upphæð, hreinlega bara fjárkúgun,“ segir Guðbjörg. Meirihluti mat það svo myndbirtingin hafði mikil áhrif. „Yfir sextíu prósent telur það hafa frekar eða mikil áhrif á sig og um þriðjungur mjög mikil áhrif á sig. Í könnuninni var enginn þessara aðila að tilkynna til lögreglunnar.“ Dreifing mynda getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi Hún segir að mögulega hafi skömm þau áhrif að fólk tilkynni ekki um málin til lögreglu. Þá bindur Guðbjörg vonir við frumvarp sem kveður á um refsingu fyrir að dreifa kynferðislegu myndefni, en frumvarpið, sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi, var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Nú er það svo að dreifing á kynferðislegum myndum getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi og einnig getur það varðað fangelsi eða sektum að hóta slíkri birtingu. „Ég býst við að þetta hafi þau áhrif að þetta sé orðið skýrlega refsivert brot að dreifa nektarmyndum án samþykkis og að viðhorf um að slíkt sé í lagi sé út af borðinu. Og löggjöfin okkar verður auðvitað að endurspegla samfélagið sem við búum í og þetta er veruleiki margs fólks, sérstaklega ungs fólks í dag, sem er að lenda í því að þessu sé hótað eða að áframsending sé sjálfsögð á efni sem þau hafa sent,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún segir að mikil þörf hafi verið fyrir lagabreytinguna. „Þetta hefur verið til umræðu um lengri tíma. Útfærslan hefur kannski verið flókin, núna var sett af stað sérstök vinna í kringum þetta og þetta er útkoman. Þannig að brot á kynferðislegri friðhelgi einstaklings, hvort sem það er að hóta eða falsa slíkt, er orðið refsivert,“ segir Áslaug.
Kynferðisofbeldi Alþingi Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira