RKÍ og Landsbjörg vilja að spilakort verði tekin upp hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 10:14 Félag áhugafólks um spilafíkn berst fyrir því að spilakössum verði lokað. Vísir/Baldur Bæði Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) og Landsbjörg, eigendur Íslandsspila, vilja að tekin verði upp svokölluð spilakort hér á landi. Íslandsspil reka spilakassa sem var lokað í kórónuveirufaraldrinum í þágu sóttvarnaráðstafana. Einstaklingar sem glíma við spilavanda fögnuðu lokuninni og berjast Samtök áhugafólks um spilafíkn nú fyrir því að spilakössum verði lokað til frambúðar undir merkjum herferðarinnar lokum.is. Í yfirlýsingu sem Rauði krossinn sendi frá sér í morgun óska samtökin eftir auknu samtali við stjórnvöld í von um að finna leiðir „til að reka verkefni Rauða krossins á annan hátt og kallar eftir stefnu stjórnvalda um innleiðingu spilakorta.“ Spilakort eru notuð á Norðurlöndunum en um er að ræða nokkurs aðgangskort sem eiga að hjálpa fólki í spilavanda að takmarka spilaútgjöld. Allir myndu þurfa að hafa slík spilakort til að geta tekið þátt í peningaspilum. „Það nýtist til að halda fjárhæð spilunar innan ákveðinna marka sem spilarinn ákveður fyrirfram og getur ekki breytt strax. Hann getur líka lokað fyrir aðganginn. Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa mælt með upptöku á slíku spilakorti,“ segir á vef RKÍ um spilakort í umfjöllun sem birt var í fyrrasumar. Í yfirlýsingu Rauða krossins í morgun segir að viðræður hafi staðið yfir við stjórnvöld í um áratug að kerfinu í kringum spilakassa verði breytt. Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar, talaði á sömu nótum í Reykjavík síðdegis í gær og bætti við að það hefði gengið illa að ná eyrum stjórnvalda í gegnum tíðina. Nú væri hins vegar ákveðin bjartsýni í gangi þar sem núverandi dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefði sýnt málinu mikinn skilning. Sagðist Þór telja að ráðherrann væri tilbúinn til að fara í ákveðnar aðgerðir til að koma böndum á þetta. Yfirlýsingu Rauða krossins á Íslandi vegna umræðu um spilakassa má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Í tilefni af umfjöllun um spilakassa á Íslandi og þeirri umræðu sem uppi hefur verið um rekstur Íslandsspila, sem er í eigu Rauða krossins og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, óskar Rauði krossinn á Íslandi eftir auknu samtali við stjórnvöld í von um að finna leiðir til að reka verkefni Rauða krossins á annan hátt og kallar eftir stefnu stjórnvalda um innleiðingu spilakorta. Viðræður hafa staðið yfir við stjórnvöld í um áratug að kerfinu í kringum spilakassa verði breytt, eins og formaður Landsbjargar sagði í viðtali við RÚV fyrr í vikunni. Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa bent á að taka eigi upp aðgangs- eða spilakort og ræddi formaður samtakanna það í Kastljósviðtali fyrr í mánuðinum og tekur Rauði krossinn heilshugar undir þá nálgun. Árum saman hefur Rauði krossinn óskað eftir því að markviss skref verði tekin í aðstoð við hóp fólks í spilavanda með því að taka upp spilakort hér á landi að norrænni fyrirmynd. Hefur Rauði krossinn, ásamt öðrum eigendum Íslandsspila, átt fjölmarga fundi með stjórnvöldum til að ítreka þá ósk, síðast á árinu 2020. Rauði krossinn á Íslandi vill því beina þeim tilmælum til stjórnvalda að brugðist verði við ítrekaðri beiðni um að spilakort verði tekin upp hér á landi eins fljótt og auðið er. „Upphaf þessarar fjáröflunar var á áttunda áratug síðustu aldar með svokölluðum „tíkallaspilum“ sem á þeim tíma fjármögnuðu aðstoð við þá sem lentu í gosinu í Vestmannaeyjum. Ef verið væri að ráðast í fjáröflun í dag þá yrði önnur leið valin. Við þurfum hinsvegar samtal um hvernig hægt sé að fjármagna verkefnin okkar áfram. Við sinnum mikilvægum lífsbjargandi verkefnum hér á landi en rekstur okkar reiðir sig algjörlega á framlög fólks og fyrirtækja, auk samninga við stjórnvöld. Það hafa verið í gildi lög um söfnunarkassa síðan 1994, en nú er unnið að því að breyta lagalegum þáttum vegna brotthvarfs SÁÁ. Lagasetning er á hendi stjórnvalda og nú er mikilvægt að skoða lögin í heild sinni og innleiða spilakort eins og gert hefur verið í löndunum í kringum okkur“ segir Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi. Framlög frá Íslandsspilum hafa fjármagnað stóran hluta af því mikilvæga mannúðar- og neyðarstarfi sem Rauði krossinn sinnir. Framlögin hafa gert okkur kleift að bregðast við neyð vegna hamfara og áfalla á Íslandi, styðja við alþjóðlegt hjálparstarf og veita öflugan stuðning um land allt við fjölmarga hópa sem standa höllum fæti. Á árinu 2020 jókst verkefnastaða Rauða krossins til muna, með viðbrögðum við heimsfaraldrinum, uppsetningu farsóttarhúsa, auka þurfti til muna sjálfboðaliðun Hjálparsímans, sem og vegna snjóflóða, óveðurs og aurskriða t.d. á Seyðisfirði. „Rauði krossinn hefur markvisst unnið að því að byggja upp nýja tekjustofna á síðustu árum. Það er markviss vinna í gangi við fjáröflun hjá félaginu en til að geta mætt og tekist á við tekjutap þá þarf félagið að endurskipuleggja alla starfsemi sína. Rauði krossinn er óhræddur við að takast á við slíkar breytingar en mikilvægt er að allir hagsmunaaðilar taki þátt í því samtali sem slík breyting hefði í för með sér fyrir almenning sem stólar á verkefni okkar um allt land“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri. Félagsmál Fjárhættuspil Fíkn Félagasamtök Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Einstaklingar sem glíma við spilavanda fögnuðu lokuninni og berjast Samtök áhugafólks um spilafíkn nú fyrir því að spilakössum verði lokað til frambúðar undir merkjum herferðarinnar lokum.is. Í yfirlýsingu sem Rauði krossinn sendi frá sér í morgun óska samtökin eftir auknu samtali við stjórnvöld í von um að finna leiðir „til að reka verkefni Rauða krossins á annan hátt og kallar eftir stefnu stjórnvalda um innleiðingu spilakorta.“ Spilakort eru notuð á Norðurlöndunum en um er að ræða nokkurs aðgangskort sem eiga að hjálpa fólki í spilavanda að takmarka spilaútgjöld. Allir myndu þurfa að hafa slík spilakort til að geta tekið þátt í peningaspilum. „Það nýtist til að halda fjárhæð spilunar innan ákveðinna marka sem spilarinn ákveður fyrirfram og getur ekki breytt strax. Hann getur líka lokað fyrir aðganginn. Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa mælt með upptöku á slíku spilakorti,“ segir á vef RKÍ um spilakort í umfjöllun sem birt var í fyrrasumar. Í yfirlýsingu Rauða krossins í morgun segir að viðræður hafi staðið yfir við stjórnvöld í um áratug að kerfinu í kringum spilakassa verði breytt. Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar, talaði á sömu nótum í Reykjavík síðdegis í gær og bætti við að það hefði gengið illa að ná eyrum stjórnvalda í gegnum tíðina. Nú væri hins vegar ákveðin bjartsýni í gangi þar sem núverandi dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefði sýnt málinu mikinn skilning. Sagðist Þór telja að ráðherrann væri tilbúinn til að fara í ákveðnar aðgerðir til að koma böndum á þetta. Yfirlýsingu Rauða krossins á Íslandi vegna umræðu um spilakassa má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Í tilefni af umfjöllun um spilakassa á Íslandi og þeirri umræðu sem uppi hefur verið um rekstur Íslandsspila, sem er í eigu Rauða krossins og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, óskar Rauði krossinn á Íslandi eftir auknu samtali við stjórnvöld í von um að finna leiðir til að reka verkefni Rauða krossins á annan hátt og kallar eftir stefnu stjórnvalda um innleiðingu spilakorta. Viðræður hafa staðið yfir við stjórnvöld í um áratug að kerfinu í kringum spilakassa verði breytt, eins og formaður Landsbjargar sagði í viðtali við RÚV fyrr í vikunni. Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa bent á að taka eigi upp aðgangs- eða spilakort og ræddi formaður samtakanna það í Kastljósviðtali fyrr í mánuðinum og tekur Rauði krossinn heilshugar undir þá nálgun. Árum saman hefur Rauði krossinn óskað eftir því að markviss skref verði tekin í aðstoð við hóp fólks í spilavanda með því að taka upp spilakort hér á landi að norrænni fyrirmynd. Hefur Rauði krossinn, ásamt öðrum eigendum Íslandsspila, átt fjölmarga fundi með stjórnvöldum til að ítreka þá ósk, síðast á árinu 2020. Rauði krossinn á Íslandi vill því beina þeim tilmælum til stjórnvalda að brugðist verði við ítrekaðri beiðni um að spilakort verði tekin upp hér á landi eins fljótt og auðið er. „Upphaf þessarar fjáröflunar var á áttunda áratug síðustu aldar með svokölluðum „tíkallaspilum“ sem á þeim tíma fjármögnuðu aðstoð við þá sem lentu í gosinu í Vestmannaeyjum. Ef verið væri að ráðast í fjáröflun í dag þá yrði önnur leið valin. Við þurfum hinsvegar samtal um hvernig hægt sé að fjármagna verkefnin okkar áfram. Við sinnum mikilvægum lífsbjargandi verkefnum hér á landi en rekstur okkar reiðir sig algjörlega á framlög fólks og fyrirtækja, auk samninga við stjórnvöld. Það hafa verið í gildi lög um söfnunarkassa síðan 1994, en nú er unnið að því að breyta lagalegum þáttum vegna brotthvarfs SÁÁ. Lagasetning er á hendi stjórnvalda og nú er mikilvægt að skoða lögin í heild sinni og innleiða spilakort eins og gert hefur verið í löndunum í kringum okkur“ segir Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi. Framlög frá Íslandsspilum hafa fjármagnað stóran hluta af því mikilvæga mannúðar- og neyðarstarfi sem Rauði krossinn sinnir. Framlögin hafa gert okkur kleift að bregðast við neyð vegna hamfara og áfalla á Íslandi, styðja við alþjóðlegt hjálparstarf og veita öflugan stuðning um land allt við fjölmarga hópa sem standa höllum fæti. Á árinu 2020 jókst verkefnastaða Rauða krossins til muna, með viðbrögðum við heimsfaraldrinum, uppsetningu farsóttarhúsa, auka þurfti til muna sjálfboðaliðun Hjálparsímans, sem og vegna snjóflóða, óveðurs og aurskriða t.d. á Seyðisfirði. „Rauði krossinn hefur markvisst unnið að því að byggja upp nýja tekjustofna á síðustu árum. Það er markviss vinna í gangi við fjáröflun hjá félaginu en til að geta mætt og tekist á við tekjutap þá þarf félagið að endurskipuleggja alla starfsemi sína. Rauði krossinn er óhræddur við að takast á við slíkar breytingar en mikilvægt er að allir hagsmunaaðilar taki þátt í því samtali sem slík breyting hefði í för með sér fyrir almenning sem stólar á verkefni okkar um allt land“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri.
Félagsmál Fjárhættuspil Fíkn Félagasamtök Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira