Tugir látnir vegna kuldakastsins og marga skortir neysluvatn Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 10:19 Íbúar Houston bíða í röð eftir gastönkum. AP/David J. Phillip Minnst 56 Bandaríkjamenn hafa dáið í vikunni vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir mið- og suðurríki Bandaríkjanna. Þar af bjuggu minnst þrjátíu í Texas, þar sem rafmagnsleysi hefur leikið íbúa grátt. Rafmagn er nú að mestu komið á aftur. Um 325 þúsund heimili og fyrirtæki voru án rafmagns í gærkvöldi en daginn áður var þessi tala þrjár milljónir. Þó segja embættismenn að enn gæti rafmagnsnotkun verið takmörkuðu, reynist álagið á kerfið of mikið. Hundruð þúsunda eru einnig án rafmagns í öðrum ríkjum og þar á meðal hundrað þúsund manns í Oregon, sem hafa búið við rafmagnsleysi alla vikuna vegna gífurlegrar snjókomu þar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Íbúar Texas þurfa að takast á við annað vandamál þar sem veðrið hefur valdið skaða á vatnskerfum ríkisins. Leiðslur hafa sprungið víða og vatn hefur flætt inn í fjölda húsa og um götur. Þá hefur vatnsþrýtingur lækkað víða einnig og þá oftast vegna sprunginna leiðsla. Sú lækkun hefur komið niður á störfum slökkviliðsmanna. Þeir hafa víða staðið í ströngu þar sem margir hafa kveikt elda á heimilum sínum til að halda á sér hita. Ráðlagt að sjóða neysluvatn Um sjö milljónum manna, um fjórðungi íbúa Texas, hefur verið gert að sjóða neysluvatn sitt. Fólki hefur í vikunni einnig verið ráðlagt að slökkva á flæði vatns til húsa sinna til að koma í veg fyrir að leiðslur springi. AP segir forsvarsmenn vatnshreinsunarstöðva víða um Texas hafa tilkynnt veðurtengd vandræði eða í rúmlega þúsund stöðvum í 177 af 254 sýslum ríkisins. Svipaða sögu er að segja frá öðrum ríkjum eins og Mississippi og Tennessee þar sem fjölmörgum íbúum hefur einnig verið ráðlagt að sjóða neysluvatn og skemmdir hafa orðið á leiðslum. Óttast að fleiri hafi dáið Þó vitað sé að tugir hafi látið lífið vegna kuldakastsins og óveðra er óttast að raunveruleg tala látinna sé mun hærri. Í frétt Washingtno Post er haft eftir viðbragðsaðilum í Texas að þeir óttist hvað nánari kannanir munu leiða í ljós. Fógeti einnar sýslu í Texas segir að starfsmenn sínir hafi heimsótt fjölmarga íbúa og kannað ástand þeirra. Þeir hafi fundið þrjá látna aðila og óttast fógetinn að þeir verði fleiri á næstu dögum. Fjölmargir hafa orðið fyrir eitrunum eftir að hafa kveikt elda á heimilum sínum, eða jafnvel kveikt á bílum til að hita bílskúra, og er óttast að fleiri hafi kafnað en vitað sé. Þá er sömuleiðis óttast að kuldinn hafi dregið fólk til dauða. Ljósavélar hafa rokið úr hillum verslana í Texas og víðar.AP/Rogelio V. Solis Bandaríkin Veður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01 Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Rafmagn er nú að mestu komið á aftur. Um 325 þúsund heimili og fyrirtæki voru án rafmagns í gærkvöldi en daginn áður var þessi tala þrjár milljónir. Þó segja embættismenn að enn gæti rafmagnsnotkun verið takmörkuðu, reynist álagið á kerfið of mikið. Hundruð þúsunda eru einnig án rafmagns í öðrum ríkjum og þar á meðal hundrað þúsund manns í Oregon, sem hafa búið við rafmagnsleysi alla vikuna vegna gífurlegrar snjókomu þar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Íbúar Texas þurfa að takast á við annað vandamál þar sem veðrið hefur valdið skaða á vatnskerfum ríkisins. Leiðslur hafa sprungið víða og vatn hefur flætt inn í fjölda húsa og um götur. Þá hefur vatnsþrýtingur lækkað víða einnig og þá oftast vegna sprunginna leiðsla. Sú lækkun hefur komið niður á störfum slökkviliðsmanna. Þeir hafa víða staðið í ströngu þar sem margir hafa kveikt elda á heimilum sínum til að halda á sér hita. Ráðlagt að sjóða neysluvatn Um sjö milljónum manna, um fjórðungi íbúa Texas, hefur verið gert að sjóða neysluvatn sitt. Fólki hefur í vikunni einnig verið ráðlagt að slökkva á flæði vatns til húsa sinna til að koma í veg fyrir að leiðslur springi. AP segir forsvarsmenn vatnshreinsunarstöðva víða um Texas hafa tilkynnt veðurtengd vandræði eða í rúmlega þúsund stöðvum í 177 af 254 sýslum ríkisins. Svipaða sögu er að segja frá öðrum ríkjum eins og Mississippi og Tennessee þar sem fjölmörgum íbúum hefur einnig verið ráðlagt að sjóða neysluvatn og skemmdir hafa orðið á leiðslum. Óttast að fleiri hafi dáið Þó vitað sé að tugir hafi látið lífið vegna kuldakastsins og óveðra er óttast að raunveruleg tala látinna sé mun hærri. Í frétt Washingtno Post er haft eftir viðbragðsaðilum í Texas að þeir óttist hvað nánari kannanir munu leiða í ljós. Fógeti einnar sýslu í Texas segir að starfsmenn sínir hafi heimsótt fjölmarga íbúa og kannað ástand þeirra. Þeir hafi fundið þrjá látna aðila og óttast fógetinn að þeir verði fleiri á næstu dögum. Fjölmargir hafa orðið fyrir eitrunum eftir að hafa kveikt elda á heimilum sínum, eða jafnvel kveikt á bílum til að hita bílskúra, og er óttast að fleiri hafi kafnað en vitað sé. Þá er sömuleiðis óttast að kuldinn hafi dregið fólk til dauða. Ljósavélar hafa rokið úr hillum verslana í Texas og víðar.AP/Rogelio V. Solis
Bandaríkin Veður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01 Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18
Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01
Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55