Telur hagstæðara fyrir ríkissjóð að eiga Íslandsbanka áfram Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. febrúar 2021 20:31 Gylfi Magnússon dósent við HÍ var efnahags-og viðskiptaráðherra á árunum 2009-2010. Hann telur ekki skynsamlegt að selja hlut í Islandsbanka við núverandi aðstæður. Vísir Fyrrverandi ráðherra og dósent við Háskóla Íslands segir að það sé hagstæðara fyrir ríkið að eiga Íslandsbanka og fá áfram arðgreiðslur en að selja hann og borga niður lán. Fjármála-og efnahagsráðherra tilkynnti í lok janúar að ákveðið hefði verið að selja um og yfir þriðjungshlut í Íslandsbanka. Fyrirhuguð sala er umdeild en meðal þeirra sem hefur gagnrýnt hana er Gylfi Magnússon dósent við Háskóla Íslands en hann var efnahags-og viðskiptaráðherra á fyrstu árunum eftir bankahrun. „Ég held að þjóðin sé komin með hnút í magann í ljósi forsögunnar. Hins vegar kemur þetta ekki á óvart. Það er skrítið að ríkisvaldið eigi 2/3 af bankakerfinu og og væntanlega verður það ekki þannig áfram. Það hefði verið betra að bíða aðeins svo fólk fái aðeins meira traust á bankakerfinu og ferlinu öllu. Menn óttast að núna fari þetta eins og síðast til vina og vandamanna,“ segir Gylfi. Bankasýslunni hefur verið falið að undirbúa söluferlið og á að taka tillit til ábendinga eins og að sett verði hámark á hlut hvers tilboðsgjafa, hver hlutur verið ekki meir en t.d. 2,5–3,0% af heildarhlutafé bankans. Aðspurður um hvort þetta tryggi ekki að einstakir aðilar eignist of stóra hluti segir Gylfi: „Það á eftir að útfæra þetta væntanlega verður sett þak á eignarhlutinntil að róa almenning. Þannig að fólk sjái ekki að skuldsettir ævintýramenn eignist bankann eins og síðast. Auðvitað þarf þetta ekki að fara illa. Væntanlega eru lífeyrissjóðir stórir meðal kaupenda og það eru engir ævintýramenn sem stjórna þeim, Þjóðin virðist hins vegar ekki alveg tilbúin í söluna miðað við undirtektirnar núna,“ segir Gylfi. Hann telur hagstæðara fyrir ríkið að eiga Íslandsbanka og fá áfram arðgreiðslur en að selja hann og borga niður lán. „Það er mjög hagstætt að taka lán núna. Ríkið þarf kannski að borga 0-1% raunvexti af lánunum þannig að það sparast ekki miklar vaxtagreiðslur með því að greiða upp lán. Það er nær öruggt að ef hlutur í Íslandsbanka verður seldur þá missir ríkissjóður af meiri arðgreiðslum en sparast með því að borga upp lán með afrakstrinum af bankasölunni,“ segir Gylfi. Getur skapað hættu að minnka eigið fé bankanna Gylfi telur hugmyndir um eiginfjárhlutfall bankanna á villigötum „Það er t.d. verið að taka eigið fé út úr Arion banka sem er eini bankinn í einkaeigu. Það hefur satt besta segja ekki sérstaklega góð áhrif á hagkerfið að minnka banka með því að tappa af eigið fé. Ef menn myndu gera eitthvað svipað með Íslandsbanka myndi það hafa slæm þjóðhagsleg áhrif. Auðvitað er bara verið að tala um að selja lítinn hluta af Íslandsbanka núna þannig að ekki væri hægt að þvinga þetta fram. En ef Íslandsbanki kæmist að meirihluta í eigu einkaaðila þá er veruleg hætta á að þeir myndu gera það sama og gert hefur verið í Arion banka undanfarin ár. Til dæmis hefur komið fram að Arion banki ætlar að fara að kaupa eigin hlutabréf fyrir háar upphæðir,“ segir Gylfi. Hann segir þetta geta skapað vissa hættu. „Rekstur bankans verður áhættusamari og honum er hættara við áföllum. Þá hefur það þjóðhagsleg áhrif að minnka eigið fé. Til að mynda eru útlán banka nauðsynlegt blóð fyrir hagkerfið og ef að það er staðið á þeirri dælu þá dregur úr umsvifum í hagkerfinu. Undanfarin ár hefur það einmitt verið þannig að ríkisbankarnir Landsbankinn og Íslandsbanki hafa tekið upp slakann þegar Arion banki hefur dregið úr útlánum. Ef tveir bankar færu að draga úr útlánum þá er bara Landsbankinn eftir sem þyrfti þá að auka útlán sín verulega,“ segir Gylfi. Bankasýslan á villigötum Hann telur að til að koma í veg fyrir þetta þurfi að breyta því hvernig eiginfjárhlutfall banka er skilgreint. „Það þarf að horfa öðruvísi á eiginfjárkröfur banka og möguleika eigenda þeirra til að ná fjármagni út úr þeim. Mér finnst það sem Bankasýslan hefur sagt um þessi mál ekki skynsamleg nálgun á vandann. Ýmsir fræðimenn hafa talað um að bankar ættu að vera með einum fjórða fjármagnaðir með eigin fjármagni. Það er tvöfalt á við það sem er í íslensku bönkunum í dag. Það er líka villandi að tala um eiginfjárhlutfall banka þegar í reynd er verið að tala um allt annað. Eigiðfjárhlutfall Íslandsbanka er t.d. 14% í raun en það er talað um að það sé 20%, ekki af því menn séu að falsa tölur heldur vegna staðla í bankakerfinu, þetta er alþjóðleg talnaleikfimi. Þetta er hins vegar talnaleikfimi í þeim skilningi að eigið fé bankanna er miklu minna hlutfall af heildareignum en það er svo í raun,“ segir Gylfi. Aðspurður um hvað hann telji að eiginfjárhlutfall Arion banka lækki mikið eftir að arður til eigenda hefur verið greiddur út svarar Gylfi: „Ég hef ekki reiknað það út en væntanlega er eiginfjárhlutfall þar núna svipað og hjá Íslandsbanka eða um 14%. Það er talað um að eigið fé í Arion banka sé um 40 milljarðar króna. Ef þeir væru greiddir út færi eiginfjárhlutfallið niður í 10%. En væntanlega verður ekki tekið svo mikið fé út úr bankanum. Það er ekki beinlínis stefnan að fara með eiginfjárhlutfallið niður í svo glannalegt hlutfall,“ segir Gylfi. Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skóla - og menntamál Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Glannaleg umræða“ um eigið fé bankanna Umræða um eigið fé bankanna er á köflum mjög glannaleg að mati Gylfa Magnússonar hagfræðiprófessors. Þá telur hann vert að spyrja að því hvort rétt sé að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka þegar tortryggni ríkir gagnvart því í samfélaginu. 21. febrúar 2021 13:00 Bjarni vonar að almenningur sýni hlutum í Íslandsbanka mikinn áhuga Fjármálaráðherra vonar að almenningur sýni hlutabréfakaupum í Íslandsbanka svipaðan áhuga og í hlutfjárútboði Icelandair í haust. Tryggt verði að ríkið fái viðunandi verð fyrir hlutinn og stærð hlutarins fari eftir áhuga markaðarins. 2. febrúar 2021 12:11 Vonast eftir aðkomu lífeyrissjóða að Sundabraut Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna skýrslu um gerð Sundabrautar og hvernig hægt verði að fara í þær framkvæmdir. Þetta sagði Sigurður í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þegar hann var spurður um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að stórum samgönguframkvæmdum hér á landi. 24. janúar 2021 11:40 Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar mælir með sölu á allt að 35 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur rétt að hefja sölu á allt að þrjátíu og fimm prósentum af eign ríkisins í Íslandsbanka. Setti verði takmörk á hvað hver og einn geti eignast stóran hlut í bankanum. 21. janúar 2021 11:29 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Fjármála-og efnahagsráðherra tilkynnti í lok janúar að ákveðið hefði verið að selja um og yfir þriðjungshlut í Íslandsbanka. Fyrirhuguð sala er umdeild en meðal þeirra sem hefur gagnrýnt hana er Gylfi Magnússon dósent við Háskóla Íslands en hann var efnahags-og viðskiptaráðherra á fyrstu árunum eftir bankahrun. „Ég held að þjóðin sé komin með hnút í magann í ljósi forsögunnar. Hins vegar kemur þetta ekki á óvart. Það er skrítið að ríkisvaldið eigi 2/3 af bankakerfinu og og væntanlega verður það ekki þannig áfram. Það hefði verið betra að bíða aðeins svo fólk fái aðeins meira traust á bankakerfinu og ferlinu öllu. Menn óttast að núna fari þetta eins og síðast til vina og vandamanna,“ segir Gylfi. Bankasýslunni hefur verið falið að undirbúa söluferlið og á að taka tillit til ábendinga eins og að sett verði hámark á hlut hvers tilboðsgjafa, hver hlutur verið ekki meir en t.d. 2,5–3,0% af heildarhlutafé bankans. Aðspurður um hvort þetta tryggi ekki að einstakir aðilar eignist of stóra hluti segir Gylfi: „Það á eftir að útfæra þetta væntanlega verður sett þak á eignarhlutinntil að róa almenning. Þannig að fólk sjái ekki að skuldsettir ævintýramenn eignist bankann eins og síðast. Auðvitað þarf þetta ekki að fara illa. Væntanlega eru lífeyrissjóðir stórir meðal kaupenda og það eru engir ævintýramenn sem stjórna þeim, Þjóðin virðist hins vegar ekki alveg tilbúin í söluna miðað við undirtektirnar núna,“ segir Gylfi. Hann telur hagstæðara fyrir ríkið að eiga Íslandsbanka og fá áfram arðgreiðslur en að selja hann og borga niður lán. „Það er mjög hagstætt að taka lán núna. Ríkið þarf kannski að borga 0-1% raunvexti af lánunum þannig að það sparast ekki miklar vaxtagreiðslur með því að greiða upp lán. Það er nær öruggt að ef hlutur í Íslandsbanka verður seldur þá missir ríkissjóður af meiri arðgreiðslum en sparast með því að borga upp lán með afrakstrinum af bankasölunni,“ segir Gylfi. Getur skapað hættu að minnka eigið fé bankanna Gylfi telur hugmyndir um eiginfjárhlutfall bankanna á villigötum „Það er t.d. verið að taka eigið fé út úr Arion banka sem er eini bankinn í einkaeigu. Það hefur satt besta segja ekki sérstaklega góð áhrif á hagkerfið að minnka banka með því að tappa af eigið fé. Ef menn myndu gera eitthvað svipað með Íslandsbanka myndi það hafa slæm þjóðhagsleg áhrif. Auðvitað er bara verið að tala um að selja lítinn hluta af Íslandsbanka núna þannig að ekki væri hægt að þvinga þetta fram. En ef Íslandsbanki kæmist að meirihluta í eigu einkaaðila þá er veruleg hætta á að þeir myndu gera það sama og gert hefur verið í Arion banka undanfarin ár. Til dæmis hefur komið fram að Arion banki ætlar að fara að kaupa eigin hlutabréf fyrir háar upphæðir,“ segir Gylfi. Hann segir þetta geta skapað vissa hættu. „Rekstur bankans verður áhættusamari og honum er hættara við áföllum. Þá hefur það þjóðhagsleg áhrif að minnka eigið fé. Til að mynda eru útlán banka nauðsynlegt blóð fyrir hagkerfið og ef að það er staðið á þeirri dælu þá dregur úr umsvifum í hagkerfinu. Undanfarin ár hefur það einmitt verið þannig að ríkisbankarnir Landsbankinn og Íslandsbanki hafa tekið upp slakann þegar Arion banki hefur dregið úr útlánum. Ef tveir bankar færu að draga úr útlánum þá er bara Landsbankinn eftir sem þyrfti þá að auka útlán sín verulega,“ segir Gylfi. Bankasýslan á villigötum Hann telur að til að koma í veg fyrir þetta þurfi að breyta því hvernig eiginfjárhlutfall banka er skilgreint. „Það þarf að horfa öðruvísi á eiginfjárkröfur banka og möguleika eigenda þeirra til að ná fjármagni út úr þeim. Mér finnst það sem Bankasýslan hefur sagt um þessi mál ekki skynsamleg nálgun á vandann. Ýmsir fræðimenn hafa talað um að bankar ættu að vera með einum fjórða fjármagnaðir með eigin fjármagni. Það er tvöfalt á við það sem er í íslensku bönkunum í dag. Það er líka villandi að tala um eiginfjárhlutfall banka þegar í reynd er verið að tala um allt annað. Eigiðfjárhlutfall Íslandsbanka er t.d. 14% í raun en það er talað um að það sé 20%, ekki af því menn séu að falsa tölur heldur vegna staðla í bankakerfinu, þetta er alþjóðleg talnaleikfimi. Þetta er hins vegar talnaleikfimi í þeim skilningi að eigið fé bankanna er miklu minna hlutfall af heildareignum en það er svo í raun,“ segir Gylfi. Aðspurður um hvað hann telji að eiginfjárhlutfall Arion banka lækki mikið eftir að arður til eigenda hefur verið greiddur út svarar Gylfi: „Ég hef ekki reiknað það út en væntanlega er eiginfjárhlutfall þar núna svipað og hjá Íslandsbanka eða um 14%. Það er talað um að eigið fé í Arion banka sé um 40 milljarðar króna. Ef þeir væru greiddir út færi eiginfjárhlutfallið niður í 10%. En væntanlega verður ekki tekið svo mikið fé út úr bankanum. Það er ekki beinlínis stefnan að fara með eiginfjárhlutfallið niður í svo glannalegt hlutfall,“ segir Gylfi.
Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skóla - og menntamál Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Glannaleg umræða“ um eigið fé bankanna Umræða um eigið fé bankanna er á köflum mjög glannaleg að mati Gylfa Magnússonar hagfræðiprófessors. Þá telur hann vert að spyrja að því hvort rétt sé að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka þegar tortryggni ríkir gagnvart því í samfélaginu. 21. febrúar 2021 13:00 Bjarni vonar að almenningur sýni hlutum í Íslandsbanka mikinn áhuga Fjármálaráðherra vonar að almenningur sýni hlutabréfakaupum í Íslandsbanka svipaðan áhuga og í hlutfjárútboði Icelandair í haust. Tryggt verði að ríkið fái viðunandi verð fyrir hlutinn og stærð hlutarins fari eftir áhuga markaðarins. 2. febrúar 2021 12:11 Vonast eftir aðkomu lífeyrissjóða að Sundabraut Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna skýrslu um gerð Sundabrautar og hvernig hægt verði að fara í þær framkvæmdir. Þetta sagði Sigurður í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þegar hann var spurður um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að stórum samgönguframkvæmdum hér á landi. 24. janúar 2021 11:40 Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar mælir með sölu á allt að 35 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur rétt að hefja sölu á allt að þrjátíu og fimm prósentum af eign ríkisins í Íslandsbanka. Setti verði takmörk á hvað hver og einn geti eignast stóran hlut í bankanum. 21. janúar 2021 11:29 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
„Glannaleg umræða“ um eigið fé bankanna Umræða um eigið fé bankanna er á köflum mjög glannaleg að mati Gylfa Magnússonar hagfræðiprófessors. Þá telur hann vert að spyrja að því hvort rétt sé að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka þegar tortryggni ríkir gagnvart því í samfélaginu. 21. febrúar 2021 13:00
Bjarni vonar að almenningur sýni hlutum í Íslandsbanka mikinn áhuga Fjármálaráðherra vonar að almenningur sýni hlutabréfakaupum í Íslandsbanka svipaðan áhuga og í hlutfjárútboði Icelandair í haust. Tryggt verði að ríkið fái viðunandi verð fyrir hlutinn og stærð hlutarins fari eftir áhuga markaðarins. 2. febrúar 2021 12:11
Vonast eftir aðkomu lífeyrissjóða að Sundabraut Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna skýrslu um gerð Sundabrautar og hvernig hægt verði að fara í þær framkvæmdir. Þetta sagði Sigurður í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þegar hann var spurður um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að stórum samgönguframkvæmdum hér á landi. 24. janúar 2021 11:40
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar mælir með sölu á allt að 35 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur rétt að hefja sölu á allt að þrjátíu og fimm prósentum af eign ríkisins í Íslandsbanka. Setti verði takmörk á hvað hver og einn geti eignast stóran hlut í bankanum. 21. janúar 2021 11:29