Enski boltinn

Sterling sér­stak­lega á­nægður með skalla­markið og hrósaði spila­mennsku Arsenal

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sterling í leik dagsins.
Sterling í leik dagsins. Shaun Botterill/Getty Images

Raheem Sterling skoraði eina mark Manchester City í 1-0 útisigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann sagði leikinn hafa verið erfiðan en að City hefði átt sigurinn skilið.

„Mér fannst við færa boltann vel. Riyad [Mahrez] var mjög öflugur á fyrstu fimm mínutum leiksins og við héldum pressunni vel. Þeir eru með gott lið, þú sérð hvernig þeir spila undir stjórn Mikel [Arteta] og við áttum erfitt á köflum, en við héldum einbeitingu og náðum í góð úrslit,“ sagði Sterling að leik loknum.

„Mikel vann með okkur til fjölda ára, hann veit því styrkleika okkar sem og veikleika. Það kæmi mér ekki á óvart ef þeir myndu reyna finna veikleika í liði okkar.“

„Við byrjuðum tímabilið illa, eitthvað sem við erum ekki vanir. Það þarf því að hrósa liðinu því við byrjuðum að ná í úrslit. Núverðum við að gera það þegar það virkilega skiptir máli, það er það sem býr til meistaralið.“

„Þetta er ekki það sjaldgæft, ég hef skorað nokkur í gegnum árin en ekki það mörg. Það er sérstakt þegar ég næ að skora með höfðinu svo ég er virkilega ánægður með markið,“ sagði Sterling um sigurmark dagsins.

„Ég vissi ekki hvar boltinn myndi enda en maður verður að skila sér inn í teig og það var það sem ég gerði. Ég reyndi að reikna út hvert Riyad myndi setja hann og í dag var það beint á höfuðið á mér,“ sagði Sterling að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×