Erlent

Sendi­herra Ítalíu látinn eftir árás á bíla­lest í Austur-Kongó

Atli Ísleifsson skrifar
Luca Attanasio var sendiherra Ítalíu í Lýðveldinu Kongó.
Luca Attanasio var sendiherra Ítalíu í Lýðveldinu Kongó.

Sendiherra Ítalíu í Austur-Kongó, Luca Attanasio, er látinn eftir að hópur manna réðst á bílalest á vegum Sameinuðu þjóðanna í Goma í austurhluta landsins.

Erlendir fjölmiðlar segja að um tilraun til mannráns hafi verið að ræða, en auk Attanasio lést ítalskur lögreglumaður í árásinni. Lögreglumaðurinn ku hafa verið lífvörður sendiherrans.

ANSA segir frá því að eftir árásina hafi Attanasio verið fluttur á sjúkrahús í Goma þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Bílalesin var á vegum MONUSCO, friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó,  eða Austur-Kongó, en í bílalestinni var einnig að finna forstöðumann friðargæslusveitarinnar.

MONUSCO var sett á laggirnar 1999.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×