Norðmenn flytja fyrsta heimaleik sinn í undankeppni HM til Malaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 11:02 Erling Braut Haaland og félagar í norska landsliðinu eru að reyna að komast á sitt fyrsta stórmót síðan á EM 2000. Getty/Trond Tandberg Fyrsti heimaleikur eftirmanns Lars Lagerbäck með norska fótboltalandsliðinu fer ekki fram á norskri grundu. Kórónuveiran er þegar farin að hafa áhrif á komandi leiki í undankeppni HM 2022 sem fer af stað í lok næsta mánaðar. Ståle Solbakken tók við landsliðsþjálfarastöðu Norðmanna þegar þeir losuðu sig við Lars Lagerbäck í lok síðasta árs. Fyrsti heimaleikur norska landsliðsins undir stjórn Solbakken verður þó ekki spilaður á Ullevaal leikvanginum í Osló heldur á Malaga á Spáni. Norska knattspyrnusambandið staðfestir þetta á heimasíðu sinni. Grunnet usikkerheten rundt koronasituasjonen har NFF besluttet at Norge - Tyrkia skal spilles i Spania. https://t.co/PO4jNacZa2— Fotballandslaget (@nff_landslag) February 23, 2021 Norðmenn mæta Tyrkjum 27. mars næstkomandi en norska knattspyrnusambandið varð að færa leikinn suður til Spánar vegna strangra sóttvarnarreglna í Noregi. Þetta verður annar leikur norska landsliðsins í undankeppninni því Norðmenn byrja keppnina á útileik á Gíbraltar. Það verður því ekki langt fyrir þá að fara á milli leikja enda aðeins tæplega tveggja klukkutíma akstur á milli Gíbraltar og borgarinnar Malaga á suður Spáni. Pål Bjerketvedt, framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, fagnar þessari niðurstöðu þó að hann segir það vera synd að leikurinn geti ekki farið fram í Noregi. Lausnin á vandamálinu er aftur á móti mjög hagstæð fyrir norska liðið sem fær að halda kyrru fyrir í blíðunni á suður Spáni í viku. Norska landsliðið mun koma saman í Marbella fyrir Gíbraltarleikinn og getur verið þar áfram á milli leikja enda er bærinn Marbella mitt á milli Gíbraltar og Málaga. Lokaleikur norska landsliðsins í þessum landsleikjaglugga er síðan á útivelli í Svartfjallalandi 30. mars. Það hefur gengið illa hjá Svartfellingum í baráttunni við kórónuveiruna að undanförnu og því er ekki alveg öruggt að sá leikur fari fram í landinu. HM 2022 í Katar Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
Kórónuveiran er þegar farin að hafa áhrif á komandi leiki í undankeppni HM 2022 sem fer af stað í lok næsta mánaðar. Ståle Solbakken tók við landsliðsþjálfarastöðu Norðmanna þegar þeir losuðu sig við Lars Lagerbäck í lok síðasta árs. Fyrsti heimaleikur norska landsliðsins undir stjórn Solbakken verður þó ekki spilaður á Ullevaal leikvanginum í Osló heldur á Malaga á Spáni. Norska knattspyrnusambandið staðfestir þetta á heimasíðu sinni. Grunnet usikkerheten rundt koronasituasjonen har NFF besluttet at Norge - Tyrkia skal spilles i Spania. https://t.co/PO4jNacZa2— Fotballandslaget (@nff_landslag) February 23, 2021 Norðmenn mæta Tyrkjum 27. mars næstkomandi en norska knattspyrnusambandið varð að færa leikinn suður til Spánar vegna strangra sóttvarnarreglna í Noregi. Þetta verður annar leikur norska landsliðsins í undankeppninni því Norðmenn byrja keppnina á útileik á Gíbraltar. Það verður því ekki langt fyrir þá að fara á milli leikja enda aðeins tæplega tveggja klukkutíma akstur á milli Gíbraltar og borgarinnar Malaga á suður Spáni. Pål Bjerketvedt, framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, fagnar þessari niðurstöðu þó að hann segir það vera synd að leikurinn geti ekki farið fram í Noregi. Lausnin á vandamálinu er aftur á móti mjög hagstæð fyrir norska liðið sem fær að halda kyrru fyrir í blíðunni á suður Spáni í viku. Norska landsliðið mun koma saman í Marbella fyrir Gíbraltarleikinn og getur verið þar áfram á milli leikja enda er bærinn Marbella mitt á milli Gíbraltar og Málaga. Lokaleikur norska landsliðsins í þessum landsleikjaglugga er síðan á útivelli í Svartfjallalandi 30. mars. Það hefur gengið illa hjá Svartfellingum í baráttunni við kórónuveiruna að undanförnu og því er ekki alveg öruggt að sá leikur fari fram í landinu.
HM 2022 í Katar Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira