„Myndin af Kára seldist á núll einni“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 23. febrúar 2021 11:55 Bakarinn og listamaðurinn Jói Fel segist finna fyrir miklum áhuga og meðbyr í myndlistinni. „Ég sagði alltaf að þegar ég væri orðinn eldri að þá myndi ég leggja listina fyrir mig, svo er það spurning hvort að þetta „eldri“ sé komið núna?“, segir bakarinn og listamaðurinn Jói Fel í samtali við Vísi. „Þetta hefur alltaf blundað í mér og ég hef málað alla ævi. Síðan ég man eftir mér hef ég verið með blýant í hönd en ég var bara fjórtán ára þegar ég kláraði mitt fyrsta málverk.“ Myndlistardraumurinn hefur fylgt Jóa lengi og segist hann á tíma hafa verið efins um það hvora leiðina hann ætti að taka í lífinu, myndlistina eða baksturinn. Þegar ég var átján ára og var að byrja að læra bakarann þá sótti ég líka um í Mynd og handíðaskóla Íslands. Ég komst alla leið í lokaúrtakið, sem var mjög gott, en náði svo ekki alla leið inn. „Ég var samt alltaf í myndlistartengdum námskeiðum og rúmlega tvítugur fór ég í kvöldskóla í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Það hét Frjáls málun og ég hef lært hvað mest af því. Fyrir utan þetta má segja að ég sé bara sjálflærður.“ Jói segir myndlistina alltaf fylgt sér þó svo að tíminn til að sinna henni hafi verið lítill í gegnum tíðina. Myndin af Kára dýrasta myndin Er myndlistin eitthvað sem þú hefur jafnvel áhuga á að helga þig alfarið? „Þetta hefur alltaf verið svona eitthvað sem ég hafði til hliðar, svona auka. Núna hef ég allavega tímann,“ segir Jói og hlær. „Ég er orðinn eldri og þroskaðri og bara spurning hvort að ég fari ekki að leggja þetta bara alveg fyrir mig.“ Nýlega stofnaði Jói Instagram síðuna Jói Fel art þar sem hann hefur sett inn myndir af því efni sem hann hefur verið að vinna í síðustu tvö til þrjú árin. „Ég er undir miklum áhrifum af íslensku landslagi og hef málað það alla ævi. Mér finnst íslenskt landslag stórkostlegt.“ Nýlegar portrait myndir af Kára Stefánssyni hafa vakið mikla athygli og segir Jói þá Kára vera góða kunningja. „Fyrsta myndin af Kára vakti þvílíka lukku og hún seldist á núll einni. Þetta er reyndar lang dýrasta myndin sem ég hef selt.“ View this post on Instagram A post shared by Jo i Fel Art (@joifel_art) Hvernig leist Kára sjálfum á myndina? Hann skildi reyndar ekkert í þessu og furðaði sig á því að nokkur einasti maður myndi vilja kaupa mynd af sér. Nokkur verk eftir Jóa er hægt að nálgast á sýningu sem er í myndlistargalleríinu Art-67 á Laugavegi 61. „Það eru nokkrar myndir þarna til sölu en annars er alltaf hægt að hafa samband beint við mig í gegnum Instagram ef fólk vill skoða fleiri verk." Finnur þú fyrir miklum áhuga hjá fólki? „Já, mjög miklum áhuga sem er góð tilfinning. Þar sem ég hef mikinn tíma núna og er duglegur að mála má segja að nánast önnur hver mynd seljist áður en hún er kláruð. Þetta gefur mér alveg ótrúlega mikið, að mála. Besta við þetta er sæluvíman sem ég finn fyrir þegar mynd er tilbúin og ég er sáttur,“ segir Jói að lokum. Myndlist Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira
„Þetta hefur alltaf blundað í mér og ég hef málað alla ævi. Síðan ég man eftir mér hef ég verið með blýant í hönd en ég var bara fjórtán ára þegar ég kláraði mitt fyrsta málverk.“ Myndlistardraumurinn hefur fylgt Jóa lengi og segist hann á tíma hafa verið efins um það hvora leiðina hann ætti að taka í lífinu, myndlistina eða baksturinn. Þegar ég var átján ára og var að byrja að læra bakarann þá sótti ég líka um í Mynd og handíðaskóla Íslands. Ég komst alla leið í lokaúrtakið, sem var mjög gott, en náði svo ekki alla leið inn. „Ég var samt alltaf í myndlistartengdum námskeiðum og rúmlega tvítugur fór ég í kvöldskóla í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Það hét Frjáls málun og ég hef lært hvað mest af því. Fyrir utan þetta má segja að ég sé bara sjálflærður.“ Jói segir myndlistina alltaf fylgt sér þó svo að tíminn til að sinna henni hafi verið lítill í gegnum tíðina. Myndin af Kára dýrasta myndin Er myndlistin eitthvað sem þú hefur jafnvel áhuga á að helga þig alfarið? „Þetta hefur alltaf verið svona eitthvað sem ég hafði til hliðar, svona auka. Núna hef ég allavega tímann,“ segir Jói og hlær. „Ég er orðinn eldri og þroskaðri og bara spurning hvort að ég fari ekki að leggja þetta bara alveg fyrir mig.“ Nýlega stofnaði Jói Instagram síðuna Jói Fel art þar sem hann hefur sett inn myndir af því efni sem hann hefur verið að vinna í síðustu tvö til þrjú árin. „Ég er undir miklum áhrifum af íslensku landslagi og hef málað það alla ævi. Mér finnst íslenskt landslag stórkostlegt.“ Nýlegar portrait myndir af Kára Stefánssyni hafa vakið mikla athygli og segir Jói þá Kára vera góða kunningja. „Fyrsta myndin af Kára vakti þvílíka lukku og hún seldist á núll einni. Þetta er reyndar lang dýrasta myndin sem ég hef selt.“ View this post on Instagram A post shared by Jo i Fel Art (@joifel_art) Hvernig leist Kára sjálfum á myndina? Hann skildi reyndar ekkert í þessu og furðaði sig á því að nokkur einasti maður myndi vilja kaupa mynd af sér. Nokkur verk eftir Jóa er hægt að nálgast á sýningu sem er í myndlistargalleríinu Art-67 á Laugavegi 61. „Það eru nokkrar myndir þarna til sölu en annars er alltaf hægt að hafa samband beint við mig í gegnum Instagram ef fólk vill skoða fleiri verk." Finnur þú fyrir miklum áhuga hjá fólki? „Já, mjög miklum áhuga sem er góð tilfinning. Þar sem ég hef mikinn tíma núna og er duglegur að mála má segja að nánast önnur hver mynd seljist áður en hún er kláruð. Þetta gefur mér alveg ótrúlega mikið, að mála. Besta við þetta er sæluvíman sem ég finn fyrir þegar mynd er tilbúin og ég er sáttur,“ segir Jói að lokum.
Myndlist Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira