Nýtir langþráð tækifæri til hins ítrasta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2021 10:00 Stefán Huldar Stefánsson, markvörður Gróttu og starfsmaður Trefja. vísir/vilhelm Stefán Huldar Stefánsson átti enn einn stórleikinn þegar Grótta vann óvæntan sex marka sigur á Íslandsmeisturum Selfoss, 20-26, á útivelli í Olís-deild karla í fyrradag. Stefán hefur verið besti markvörður deildarinnar á tímabilinu og nýtur þess að vera loksins í aðalhlutverki hjá liði í efstu deild. „Ég er hrikalega ánægður með frammistöðuna, líka hjá liðinu. Við sýndum góða liðsheild og samvinnu,“ sagði Stefán í samtali við Vísi í gær. Hann varði átján skot í marki Gróttu, eða 47,4 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum. Frammistaðan þurfti ekki að koma á óvart því Stefán hefur verið algjörlega magnaður í marki nýliðanna í vetur og er með bestu hlutfallsmarkvörslu allra í Olís-deildinni, eða 40,6 prósent. Næsti maður á lista, Vilius Rasimas hjá Selfossi, er með 37 prósent hlutfallsmarkvörslu. Eftir sárt tap fyrir Þór á Akureyri hefur Grótta nú unnið tvo góða sigra í röð, gegn Fram og Selfossi. „Þetta gekk ekki upp á móti Þór en leikáætlunin hefur gengið upp í síðustu tveimur leikjum. Allt sem við ætluðum að gera gekk eftir,“ sagði Stefán. Klippa: Markvörslur Stefáns Huldars gegn Selfossi Grótta er í 10. sæti deildarinnar með níu stig, fimm stigum frá fallsæti en bara tveimur stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Og þangað vilja Seltirningar fara. „Okkur langar í úrslitakeppnina. Við ætlum að gera allt sem við getum til að komast þangað,“ sagði Stefán. Eins og áður sagði er Grótta er nýliði í Olís-deildinni og eins og markmiðið er oft hjá þeim ætluðu Seltirningar fyrst og síðast að tryggja tilverurétt sinn í efstu deild. „Númer eitt var að halda okkur uppi en aukamarkmið var að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Stefán. Alltaf verið varamarkvörður Þrátt fyrir að hann sé í fyrsta sinn í sviðsljósinu núna á Stefán nokkuð langan feril að baki. Þessi þrítugi Hafnfirðingur hefur aðallega verið varamarkvörður hjá liðum í efstu deild eða aðalmarkvörður hjá liðum í B-deildinni. Eftir síðasta tímabil gekk Stefán í raðir uppeldisfélagsins Hauka frá HK. Hann var síðan lánaður til Gróttu þar sem hann nýtur sín vel. Stefán Huldar er þakklátur fyrir tækifærið sem hann hefur fengið hjá Gróttu.vísir/vilhelm „Ég er ánægður að fá traust og loksins tækifæri til að sýna mig. Ég hef alltaf verið varamarkvörður og aldrei fengið það mikið traust til að láta ljós mitt skína. Ég er mjög þakklátur þjálfurunum í Gróttu,“ sagði Stefán sem hefur, auk áðurnefndra liða, leikið með Víkingi og Fjölni. Þá hefur hann áður leikið með Gróttu, tímabilið 2014-15 þegar liðið vann B-deildina án þess að tapa leik. Meðal leikmanna í því liði var markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í dag, Viggó Kristjánsson. Vonsvikinn að fá ekki fleiri tækifæri með HK Stefán fer ekkert leynt með að hann hefði viljað spila meira með HK á síðasta tímabili. „Ég var mjög vonsvikinn að fá ekki fleiri tækifæri með HK í fyrra, sérstaklega þar sem markvarslan var ekki mikil,“ sagði Stefán. Stefán Huldar hefur varið 14,9 skot að meðaltali í leik í Olís-deildinni í vetur.vísir/hulda margrét Björgvin Páll Gústavsson og Andri Sigmarsson Scheving hafa varið mark Hauka í vetur en sem kunnugt er gengur sá fyrrnefndi í raðir Vals í sumar. „Ég er samningsbundinn Haukum næstu tvö árin. En þetta kemur allt í ljós þegar við ræðum saman,“ sagði Stefán aðspurður hvort hann vonaðist eftir því að fá tækifæri hjá Haukum á næsta tímabili. En hverju þakkar Stefán frábæra frammistöðu á þessu tímabili? „Mér líður vel og fylgi alltaf minni rútínu. Ég er vel tilbúinn í alla leiki og undirbúningurinn er ógeðslega góður,“ sagði Stefán sem eyðir talsverðum tíma í að skoða myndbönd af mótherjum sínum. Þá er hann duglegur að fara yfir eigin frammistöðu og horfa gagnrýnum augum á hana. Skoðar hvað hann gerir vitlaust „Ég skoða líka rosalega mikið hvað ég geri vitlaust í fyrri leikjunum og það hjálpar mér mjög mikið. Ég ætla að halda áfram að gera mitt besta fyrir liðið. Það er það eina sem ég get gert.“ Stefán Huldar ver vítakast.vísir/elín björg Meðfram handboltanum starfar Stefán hjá Trefjum í heimabænum, Hafnarfirði, og hefur gert í rúmt ár. „Við smíðum heita potta og báta. Ég kann mjög vel við mig þar og þetta er mjög góður vinnustaður,“ sagði Stefán að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Erum með ungt og nýtt lið svo það þýðir ekkert að vera spá í framhaldið Arnar Daði Arnarsson segir það leiðinlegt að tala í klisjum en það sé nákvæmlega það sem Gróttu liðið sé að gera. Taka einn leik fyrir í einu. Hann ræddi við Stöð 2 og Vísi í Sportpakkanum í gærkvöld. 24. febrúar 2021 07:46 „Þegar mótið er hálfnað erum við á fjandi góðum stað“ Gróttumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sex marka sigur á Selfyssingum, 26-20, sem eru með eitt best mannaða lið landsins. Í upphafi leiktíðar var það talið nánast vonlaust verk að gera Gróttu að samkeppnishæfu liði í deild þeirra bestu. 23. febrúar 2021 20:30 „Finnst það vera krísa að tapa með sex mörkum á heimavelli á móti Gróttu“ „Þetta er í raun og veru bara mjög dapurt, ég verð að segja það, þetta var klárlega ekki það sem við ætluðum okkur í kvöld,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfoss eftir tapið gegn Gróttu í kvöld. „Við eigum ekki að sætta okkur við að tapa með sex mörkum á heimavelli á móti Gróttu.“ 22. febrúar 2021 22:04 Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. 22. febrúar 2021 21:26 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Grótta 20-26 | Grótta skellti heimamönnum Grótta vann í kvöld sterkan sex marka sigur gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni, lokatölur 20-26. Stefán Huldar átti stórleik í marki Gróttu og var með 19 varin skot, eða um 49% markvörslu. Gestirnir voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og sigurinn verðskuldaður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. 22. febrúar 2021 20:53 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Ég er hrikalega ánægður með frammistöðuna, líka hjá liðinu. Við sýndum góða liðsheild og samvinnu,“ sagði Stefán í samtali við Vísi í gær. Hann varði átján skot í marki Gróttu, eða 47,4 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum. Frammistaðan þurfti ekki að koma á óvart því Stefán hefur verið algjörlega magnaður í marki nýliðanna í vetur og er með bestu hlutfallsmarkvörslu allra í Olís-deildinni, eða 40,6 prósent. Næsti maður á lista, Vilius Rasimas hjá Selfossi, er með 37 prósent hlutfallsmarkvörslu. Eftir sárt tap fyrir Þór á Akureyri hefur Grótta nú unnið tvo góða sigra í röð, gegn Fram og Selfossi. „Þetta gekk ekki upp á móti Þór en leikáætlunin hefur gengið upp í síðustu tveimur leikjum. Allt sem við ætluðum að gera gekk eftir,“ sagði Stefán. Klippa: Markvörslur Stefáns Huldars gegn Selfossi Grótta er í 10. sæti deildarinnar með níu stig, fimm stigum frá fallsæti en bara tveimur stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Og þangað vilja Seltirningar fara. „Okkur langar í úrslitakeppnina. Við ætlum að gera allt sem við getum til að komast þangað,“ sagði Stefán. Eins og áður sagði er Grótta er nýliði í Olís-deildinni og eins og markmiðið er oft hjá þeim ætluðu Seltirningar fyrst og síðast að tryggja tilverurétt sinn í efstu deild. „Númer eitt var að halda okkur uppi en aukamarkmið var að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Stefán. Alltaf verið varamarkvörður Þrátt fyrir að hann sé í fyrsta sinn í sviðsljósinu núna á Stefán nokkuð langan feril að baki. Þessi þrítugi Hafnfirðingur hefur aðallega verið varamarkvörður hjá liðum í efstu deild eða aðalmarkvörður hjá liðum í B-deildinni. Eftir síðasta tímabil gekk Stefán í raðir uppeldisfélagsins Hauka frá HK. Hann var síðan lánaður til Gróttu þar sem hann nýtur sín vel. Stefán Huldar er þakklátur fyrir tækifærið sem hann hefur fengið hjá Gróttu.vísir/vilhelm „Ég er ánægður að fá traust og loksins tækifæri til að sýna mig. Ég hef alltaf verið varamarkvörður og aldrei fengið það mikið traust til að láta ljós mitt skína. Ég er mjög þakklátur þjálfurunum í Gróttu,“ sagði Stefán sem hefur, auk áðurnefndra liða, leikið með Víkingi og Fjölni. Þá hefur hann áður leikið með Gróttu, tímabilið 2014-15 þegar liðið vann B-deildina án þess að tapa leik. Meðal leikmanna í því liði var markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í dag, Viggó Kristjánsson. Vonsvikinn að fá ekki fleiri tækifæri með HK Stefán fer ekkert leynt með að hann hefði viljað spila meira með HK á síðasta tímabili. „Ég var mjög vonsvikinn að fá ekki fleiri tækifæri með HK í fyrra, sérstaklega þar sem markvarslan var ekki mikil,“ sagði Stefán. Stefán Huldar hefur varið 14,9 skot að meðaltali í leik í Olís-deildinni í vetur.vísir/hulda margrét Björgvin Páll Gústavsson og Andri Sigmarsson Scheving hafa varið mark Hauka í vetur en sem kunnugt er gengur sá fyrrnefndi í raðir Vals í sumar. „Ég er samningsbundinn Haukum næstu tvö árin. En þetta kemur allt í ljós þegar við ræðum saman,“ sagði Stefán aðspurður hvort hann vonaðist eftir því að fá tækifæri hjá Haukum á næsta tímabili. En hverju þakkar Stefán frábæra frammistöðu á þessu tímabili? „Mér líður vel og fylgi alltaf minni rútínu. Ég er vel tilbúinn í alla leiki og undirbúningurinn er ógeðslega góður,“ sagði Stefán sem eyðir talsverðum tíma í að skoða myndbönd af mótherjum sínum. Þá er hann duglegur að fara yfir eigin frammistöðu og horfa gagnrýnum augum á hana. Skoðar hvað hann gerir vitlaust „Ég skoða líka rosalega mikið hvað ég geri vitlaust í fyrri leikjunum og það hjálpar mér mjög mikið. Ég ætla að halda áfram að gera mitt besta fyrir liðið. Það er það eina sem ég get gert.“ Stefán Huldar ver vítakast.vísir/elín björg Meðfram handboltanum starfar Stefán hjá Trefjum í heimabænum, Hafnarfirði, og hefur gert í rúmt ár. „Við smíðum heita potta og báta. Ég kann mjög vel við mig þar og þetta er mjög góður vinnustaður,“ sagði Stefán að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Erum með ungt og nýtt lið svo það þýðir ekkert að vera spá í framhaldið Arnar Daði Arnarsson segir það leiðinlegt að tala í klisjum en það sé nákvæmlega það sem Gróttu liðið sé að gera. Taka einn leik fyrir í einu. Hann ræddi við Stöð 2 og Vísi í Sportpakkanum í gærkvöld. 24. febrúar 2021 07:46 „Þegar mótið er hálfnað erum við á fjandi góðum stað“ Gróttumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sex marka sigur á Selfyssingum, 26-20, sem eru með eitt best mannaða lið landsins. Í upphafi leiktíðar var það talið nánast vonlaust verk að gera Gróttu að samkeppnishæfu liði í deild þeirra bestu. 23. febrúar 2021 20:30 „Finnst það vera krísa að tapa með sex mörkum á heimavelli á móti Gróttu“ „Þetta er í raun og veru bara mjög dapurt, ég verð að segja það, þetta var klárlega ekki það sem við ætluðum okkur í kvöld,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfoss eftir tapið gegn Gróttu í kvöld. „Við eigum ekki að sætta okkur við að tapa með sex mörkum á heimavelli á móti Gróttu.“ 22. febrúar 2021 22:04 Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. 22. febrúar 2021 21:26 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Grótta 20-26 | Grótta skellti heimamönnum Grótta vann í kvöld sterkan sex marka sigur gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni, lokatölur 20-26. Stefán Huldar átti stórleik í marki Gróttu og var með 19 varin skot, eða um 49% markvörslu. Gestirnir voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og sigurinn verðskuldaður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. 22. febrúar 2021 20:53 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Erum með ungt og nýtt lið svo það þýðir ekkert að vera spá í framhaldið Arnar Daði Arnarsson segir það leiðinlegt að tala í klisjum en það sé nákvæmlega það sem Gróttu liðið sé að gera. Taka einn leik fyrir í einu. Hann ræddi við Stöð 2 og Vísi í Sportpakkanum í gærkvöld. 24. febrúar 2021 07:46
„Þegar mótið er hálfnað erum við á fjandi góðum stað“ Gróttumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sex marka sigur á Selfyssingum, 26-20, sem eru með eitt best mannaða lið landsins. Í upphafi leiktíðar var það talið nánast vonlaust verk að gera Gróttu að samkeppnishæfu liði í deild þeirra bestu. 23. febrúar 2021 20:30
„Finnst það vera krísa að tapa með sex mörkum á heimavelli á móti Gróttu“ „Þetta er í raun og veru bara mjög dapurt, ég verð að segja það, þetta var klárlega ekki það sem við ætluðum okkur í kvöld,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfoss eftir tapið gegn Gróttu í kvöld. „Við eigum ekki að sætta okkur við að tapa með sex mörkum á heimavelli á móti Gróttu.“ 22. febrúar 2021 22:04
Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. 22. febrúar 2021 21:26
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Grótta 20-26 | Grótta skellti heimamönnum Grótta vann í kvöld sterkan sex marka sigur gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni, lokatölur 20-26. Stefán Huldar átti stórleik í marki Gróttu og var með 19 varin skot, eða um 49% markvörslu. Gestirnir voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og sigurinn verðskuldaður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. 22. febrúar 2021 20:53