Ísak eins dýr og Norrköping kýs Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2021 14:00 Ísak Bergmann Jóhannesson er leikmaður U21-landsliðs Íslands og lék sinn fyrsta A-landsleik í nóvember. vísir/vilhelm Fyrrverandi formaður sænska knattspyrnufélagsins IFK Norrköping segir ekkert hæft í því að Ísak Bergmann Jóhannesson sé með klásúlu í samningi sínum við félagið, sem geri honum kleyft að yfirgefa það fyrir ákveðna upphæð. Ísak hefur verið leikmaður Norrköping í tvö ár og er með samning við félagið sem gildir til sumarsins 2023. Orðrómur hefur verið uppi um að hann gæti verið á förum frá félaginu og hefur hvert stórliðið á fætur öðru, þar á meðal Real Madrid og Manchester United, verið sagt fylgjast með honum. Peter Hunt er nýhættur eftir tólf ár sem formaður IFK Norrköping. Hann kveðst eiga von á því að árið 2021 verði stórkostlegt ár fyrir félagið hvað fjárhaginn snerti, og bindur vonir við að á næstu átján mánuðum verði félagið það næstbest stæða í sænsku íþróttalífi, á eftir Malmö FF. Þetta segir Hunt í viðtali við Aftonbladet. Norrköping geti orðið næstríkasta félag Svíþjóðar Aðspurður hvort að þessi fullyrðing sé tilkomin vegna þess að Ísak, sem verður 18 ára í næsta mánuði, verði seldur fyrir metupphæð svarar Hunt: „Það er margt sem spilar inn í en við höfum skilað hagnaði vegna leikmannamála síðustu fimm árin og ég hef ekki trú á að það breytist árið 2021.“ Hunt segir jafnframt að ekkert komi í veg fyrir að Norrköping geti einfaldlega samþykkt hæsta tilboð sem býðst í Ísak, og hafnað öðrum: „Við erum ekki háðir einhverri kauphæðarklásúlu. Þannig störfum við ekki. Við forðumst það í næstum 100 prósentum tilfella. Það er í okkar vinnureglum að gera ekki slíka samninga. Slíkt gerist alla vega ekki nema í algjörum undantekningartilfellum,“ segir Hunt. Hann er þá spurður hvort að slíkt undantekningartilfelli eigi við í tilviki Ísaks: „Nei, því get ég hafnað,“ segir Hunt. Sænski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann áfram í Svíþjóð þrátt fyrir tilboð Úlfanna Hjörvar Hafliðason sagði í hlaðvarpi sínu Dr. Football í gær að enska úrvalsdeildarfélagið Wolves hefði boðið í ungstirnið Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmann Norrköping í Svíþjóð, á lokadegi félagaskiptagluggans. 5. febrúar 2021 07:00 „Maður ætti ekki að trúa öllu sem að maður les“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson þvertekur fyrir það að ljóst sé að hann muni fara frá sænska knattspyrnufélaginu Norrköping í janúar. 4. janúar 2021 17:01 Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01 Ísak Bergmann um Norrköping, félagaskipti og peningana: „Ekkert draumalið en ég held með Man. United“ Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er eitt heitasta unga nafnið í Evrópufótboltanum í dag. Fjölmiðlar ytra segja Juventus, Liverpool og fleiri stórlið fylgjast með kappanum sem er einungis sautján ára gamall. 18. desember 2020 19:01 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Sjá meira
Ísak hefur verið leikmaður Norrköping í tvö ár og er með samning við félagið sem gildir til sumarsins 2023. Orðrómur hefur verið uppi um að hann gæti verið á förum frá félaginu og hefur hvert stórliðið á fætur öðru, þar á meðal Real Madrid og Manchester United, verið sagt fylgjast með honum. Peter Hunt er nýhættur eftir tólf ár sem formaður IFK Norrköping. Hann kveðst eiga von á því að árið 2021 verði stórkostlegt ár fyrir félagið hvað fjárhaginn snerti, og bindur vonir við að á næstu átján mánuðum verði félagið það næstbest stæða í sænsku íþróttalífi, á eftir Malmö FF. Þetta segir Hunt í viðtali við Aftonbladet. Norrköping geti orðið næstríkasta félag Svíþjóðar Aðspurður hvort að þessi fullyrðing sé tilkomin vegna þess að Ísak, sem verður 18 ára í næsta mánuði, verði seldur fyrir metupphæð svarar Hunt: „Það er margt sem spilar inn í en við höfum skilað hagnaði vegna leikmannamála síðustu fimm árin og ég hef ekki trú á að það breytist árið 2021.“ Hunt segir jafnframt að ekkert komi í veg fyrir að Norrköping geti einfaldlega samþykkt hæsta tilboð sem býðst í Ísak, og hafnað öðrum: „Við erum ekki háðir einhverri kauphæðarklásúlu. Þannig störfum við ekki. Við forðumst það í næstum 100 prósentum tilfella. Það er í okkar vinnureglum að gera ekki slíka samninga. Slíkt gerist alla vega ekki nema í algjörum undantekningartilfellum,“ segir Hunt. Hann er þá spurður hvort að slíkt undantekningartilfelli eigi við í tilviki Ísaks: „Nei, því get ég hafnað,“ segir Hunt.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann áfram í Svíþjóð þrátt fyrir tilboð Úlfanna Hjörvar Hafliðason sagði í hlaðvarpi sínu Dr. Football í gær að enska úrvalsdeildarfélagið Wolves hefði boðið í ungstirnið Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmann Norrköping í Svíþjóð, á lokadegi félagaskiptagluggans. 5. febrúar 2021 07:00 „Maður ætti ekki að trúa öllu sem að maður les“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson þvertekur fyrir það að ljóst sé að hann muni fara frá sænska knattspyrnufélaginu Norrköping í janúar. 4. janúar 2021 17:01 Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01 Ísak Bergmann um Norrköping, félagaskipti og peningana: „Ekkert draumalið en ég held með Man. United“ Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er eitt heitasta unga nafnið í Evrópufótboltanum í dag. Fjölmiðlar ytra segja Juventus, Liverpool og fleiri stórlið fylgjast með kappanum sem er einungis sautján ára gamall. 18. desember 2020 19:01 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Sjá meira
Ísak Bergmann áfram í Svíþjóð þrátt fyrir tilboð Úlfanna Hjörvar Hafliðason sagði í hlaðvarpi sínu Dr. Football í gær að enska úrvalsdeildarfélagið Wolves hefði boðið í ungstirnið Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmann Norrköping í Svíþjóð, á lokadegi félagaskiptagluggans. 5. febrúar 2021 07:00
„Maður ætti ekki að trúa öllu sem að maður les“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson þvertekur fyrir það að ljóst sé að hann muni fara frá sænska knattspyrnufélaginu Norrköping í janúar. 4. janúar 2021 17:01
Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01
Ísak Bergmann um Norrköping, félagaskipti og peningana: „Ekkert draumalið en ég held með Man. United“ Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er eitt heitasta unga nafnið í Evrópufótboltanum í dag. Fjölmiðlar ytra segja Juventus, Liverpool og fleiri stórlið fylgjast með kappanum sem er einungis sautján ára gamall. 18. desember 2020 19:01