Real Madrid er með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn gegn Atalanta í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en liðin mættust í Bergamó.
Madrídingar voru án lykilmanna en Sergio Ramos og Karim Benzema voru ekki með Madrídarliðinu vegna meiðsla.
Þeir fengu hins vegar góða byrjun því á sautjándu mínútu fékk Remo Freuler að líta rauða spjaldið fyrir brot á Ferland Mendy.
Eftir flott samspil Real var Mendy við það að sleppa einn í gegn og dómari leiksins sendi miðjumanninn í bað.
Heimamenn voru þar af leiðandi einum færri í rúmlega 75 mínútur. Real stýrði eðlilega ferðinni án þess að skapa sér afgerandi marktækifæri.
Það var svo á 86. mínútu sem fyrsta og eina mark leiksins leit dagsins ljós en þá skoraði vinstri bakvörðurinn Ferland Mendy með frábæru skoti og lokatölur 1-0.
Liðin mætast aftur í Madríd í mars mánuði.
FT: Atalanta 0-1 Real Madrid
— BBC Sport (@BBCSport) February 24, 2021
Ten-man Atalanta held on until the 86th minute, until Ferland Mendy found the back of the net with a very special goal.
The tie is still alive but Gian Piero Gasperini's men will have to score in Madrid! #UCL #bbcfootball