„Almennt yfir stóðu starfsmenn veitingastaða sig vel en þó þurfti lögregla að leiðbeina starfsmönnum í einhverjum tilfellum meðal annars varðandi lokunartíma, sem er klukkan 22:00, hvenær gestir þurfa að yfirgefa veitingastaðina, klukkan 23:00, og að þjóna þurfi gestum til borðs,“ segir í dagbókarfærslu lögreglu um heimsóknir á veitingastaði miðborgarinnar.
Þá segir að starfsmenn veitingastaða hafi almennt tekið lögreglu vel, sem og ábendingum hennar. Þó nokkur fjöldi fólks hafi verið í bænum og því oft myndast hópar við nokkra veitingastaði. Sú hópamyndun var þó ekki þannig að farið væri yfir leyfileg fjöldatakmörk, sem samkvæmt núverandi reglugerð standa í fimmtíu.