Enski boltinn

Pep Guar­diola: Manchester United er það eina sem ég er að hugsa um núna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pep á hliðarlínunni í kvöld.
Pep á hliðarlínunni í kvöld. EPA-EFE/Paul Ellis

Pep Guardiola vildi lítið ræða ótrúlegu sigurgöngu Manchester City eftir 4-1 sigur liðsins á Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Við vorum frábærir. Við sköpuðum fjölda færa í lok leiksins eftir að hafa átt erfitt uppdráttar eftir að þeir jöfnuðu metin í 1-1,“ sagði Pep í viðtali við BT Sport að leik loknum.

„Manchester United, það er það eina sem ég er að hugsa um núna. Liverpool eru ríkjandi meistarar og krúnan er þeirra. Við erum í bestu stöðunni til að ná krúnunni og við munum gera okkar besta til þess en þeir eru meistarar sem stendur,“ sagði Pep aðspurður út í þá staðreynd að City hefði unnið 21 leik í röð.

Manchester City er sem stendur með 15 stiga forystu á toppi deildarinnar.

„Það eru 33 stig eftir í pottinum. Á morgun munu okkar næstu andstæðingar spila. Við tökum einn eða tvo daga í frí og förum svo að undirbúa okkur fyrir heimaleikinn gegn Manchester United,“ sagði Pep Guardiola að lokum við BT Sport. 

Spánverjinn hrósaði svo Gabriel Jesus í hástert í viðtali við félagið. Hann hrósaði Jesus fyrir pressuna sem hann setur á mótherjana og þá sagðist Pep vera einkar ánægður með það þegar Brassinn væri á skotskónum því þá fengi hann smá af því hrósi sem hann á skilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×