„Ég veit alveg hvaða umbi þetta er og hann hefur mikið af vafasömum leikmönnum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 11:30 Shawn Glover sést hér lengst til vinstri í vörn á móti Stjörnunni í síðasta leik. Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur Domino´s Körfuboltakvölds, þekkir til umboðsmannsins sem er að gera Tindastólsmönnum lífið leitt með því að reyna að selja stjörnuleikmanninn þeirra til annars liðs á miðju tímabili. Tindastólsmenn eru líklega að missa sinn besta mann á miðju tímabili og mál Shawn Derrick Glover var til umræðu í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. Stólarnir hafa samið við Flenard Whitfield af því að Shawn Glover vildi ekki taka það út úr samningi sínum að hann gæti yfirgefið félagið hvenær sem er svo framarlega sem annað félag væri tilbúið að borga ákveðna upphæð. „Shawn Glover er að fara frá hliðinu, eða það halda allir,“ hóf Kjartan Atli Kjartansson umræðuna um framtíð Bandaríkjamannsins á Króknum. Shawn Derrick Glover skoraði 29 stig á móti Stjörnunni í síðasta leik og er með 27,5 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í tíu deildarleikjum í vetur. „Það er óstaðfest en ég held að það lesi það allir á milli línanna að hann verði ekki áfram. Whitfield verður kominn og þeir eru að missa þarna þvílíkan skorara. Stólarnir vilja halda honum, það er ekki málið,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Umræða um mál Shawn Glover hjá Tindastól „Þetta snerist um uppsegjanlegt ákvæði af beggja hálfu. Báðir aðilar gátu sagt samningnum upp með mánaðarfyrirvara,“ sagði Kjartan Atli. „Ég hef verið að eiga við þessa andskotans umboðsmenn í áratugi. Þegar maður er að taka svona leikmann eins og Glover sem hefur sannað sig í stærri deildum heldur en á Íslandi, þá þarf maður í fyrsta lagi að borga þeim vel og svo biðja þeir oftast um klásúlu eða það sé hægt að kaupa þá út. Þannig að þeir geti farið í eitthvað stærra ef það býðst,“ sagði Benedikt. „Ég persónulega segi alltaf nei. Ég hef ekki áhuga á því að fá leikmann sem er að spila fyrir mig á meðan hann er að leita að einhverju öðru. Auðvitað er freistandi að taka svona leikmann og vona síðan bara að þeir verði ekkert keyptir,“ sagði Benedikt. „Þetta er alltaf hættan og sérstaklega þar sem að reglan er að þú megir ekki skipta út Bandaríkjamanni eftir 1. mars sem er þó oftast 1. febrúar. Það er seinna núna af því að mótið byrjaði miklu seinna,“ sagði Benedikt. „Þú ert þá að taka ákveðna áhættu og Stólarnir eru að tryggja sig fyrir þessari áhættu að hann verði bara keyptur út eftir að þeir geti ekki tekið nýjan leikmann í staðinn. Þá ná þeir í Flenard Whitfield og ég skil það að þeir vilji tryggja sig,“ sagði Benedikt. Umboðsmaður Shawn Glover er búinn að bjóða leikmanninn út um allt og líka til liða hér á landi. „Hann er búinn að bjóða hann út um allt og líka hérna. Þetta er galið. Ég veit alveg hvaða umbi þetta er og hann hefur mikið af vafasömum leikmönnum. Hann var til dæmis með Valsarann sem hingað og gerði allt vitlaust síðasta vetur. Hann hætti í hálfleik,“ sagði Benedikt. „Glover er örugglega fínasti náungi en hann sé ekki tilbúinn til að segja. Gleymum þessu ákvæði, ég ætla að vinna titilinn með ykkur. Það segir mér líka svolítið um hann,“ sagði Benedikt. Það má finna allt spjallið um Shawn Glover framtíð á Króknum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Tindastólsmenn eru líklega að missa sinn besta mann á miðju tímabili og mál Shawn Derrick Glover var til umræðu í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. Stólarnir hafa samið við Flenard Whitfield af því að Shawn Glover vildi ekki taka það út úr samningi sínum að hann gæti yfirgefið félagið hvenær sem er svo framarlega sem annað félag væri tilbúið að borga ákveðna upphæð. „Shawn Glover er að fara frá hliðinu, eða það halda allir,“ hóf Kjartan Atli Kjartansson umræðuna um framtíð Bandaríkjamannsins á Króknum. Shawn Derrick Glover skoraði 29 stig á móti Stjörnunni í síðasta leik og er með 27,5 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í tíu deildarleikjum í vetur. „Það er óstaðfest en ég held að það lesi það allir á milli línanna að hann verði ekki áfram. Whitfield verður kominn og þeir eru að missa þarna þvílíkan skorara. Stólarnir vilja halda honum, það er ekki málið,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Umræða um mál Shawn Glover hjá Tindastól „Þetta snerist um uppsegjanlegt ákvæði af beggja hálfu. Báðir aðilar gátu sagt samningnum upp með mánaðarfyrirvara,“ sagði Kjartan Atli. „Ég hef verið að eiga við þessa andskotans umboðsmenn í áratugi. Þegar maður er að taka svona leikmann eins og Glover sem hefur sannað sig í stærri deildum heldur en á Íslandi, þá þarf maður í fyrsta lagi að borga þeim vel og svo biðja þeir oftast um klásúlu eða það sé hægt að kaupa þá út. Þannig að þeir geti farið í eitthvað stærra ef það býðst,“ sagði Benedikt. „Ég persónulega segi alltaf nei. Ég hef ekki áhuga á því að fá leikmann sem er að spila fyrir mig á meðan hann er að leita að einhverju öðru. Auðvitað er freistandi að taka svona leikmann og vona síðan bara að þeir verði ekkert keyptir,“ sagði Benedikt. „Þetta er alltaf hættan og sérstaklega þar sem að reglan er að þú megir ekki skipta út Bandaríkjamanni eftir 1. mars sem er þó oftast 1. febrúar. Það er seinna núna af því að mótið byrjaði miklu seinna,“ sagði Benedikt. „Þú ert þá að taka ákveðna áhættu og Stólarnir eru að tryggja sig fyrir þessari áhættu að hann verði bara keyptur út eftir að þeir geti ekki tekið nýjan leikmann í staðinn. Þá ná þeir í Flenard Whitfield og ég skil það að þeir vilji tryggja sig,“ sagði Benedikt. Umboðsmaður Shawn Glover er búinn að bjóða leikmanninn út um allt og líka til liða hér á landi. „Hann er búinn að bjóða hann út um allt og líka hérna. Þetta er galið. Ég veit alveg hvaða umbi þetta er og hann hefur mikið af vafasömum leikmönnum. Hann var til dæmis með Valsarann sem hingað og gerði allt vitlaust síðasta vetur. Hann hætti í hálfleik,“ sagði Benedikt. „Glover er örugglega fínasti náungi en hann sé ekki tilbúinn til að segja. Gleymum þessu ákvæði, ég ætla að vinna titilinn með ykkur. Það segir mér líka svolítið um hann,“ sagði Benedikt. Það má finna allt spjallið um Shawn Glover framtíð á Króknum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum