„Ég veit alveg hvaða umbi þetta er og hann hefur mikið af vafasömum leikmönnum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 11:30 Shawn Glover sést hér lengst til vinstri í vörn á móti Stjörnunni í síðasta leik. Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur Domino´s Körfuboltakvölds, þekkir til umboðsmannsins sem er að gera Tindastólsmönnum lífið leitt með því að reyna að selja stjörnuleikmanninn þeirra til annars liðs á miðju tímabili. Tindastólsmenn eru líklega að missa sinn besta mann á miðju tímabili og mál Shawn Derrick Glover var til umræðu í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. Stólarnir hafa samið við Flenard Whitfield af því að Shawn Glover vildi ekki taka það út úr samningi sínum að hann gæti yfirgefið félagið hvenær sem er svo framarlega sem annað félag væri tilbúið að borga ákveðna upphæð. „Shawn Glover er að fara frá hliðinu, eða það halda allir,“ hóf Kjartan Atli Kjartansson umræðuna um framtíð Bandaríkjamannsins á Króknum. Shawn Derrick Glover skoraði 29 stig á móti Stjörnunni í síðasta leik og er með 27,5 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í tíu deildarleikjum í vetur. „Það er óstaðfest en ég held að það lesi það allir á milli línanna að hann verði ekki áfram. Whitfield verður kominn og þeir eru að missa þarna þvílíkan skorara. Stólarnir vilja halda honum, það er ekki málið,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Umræða um mál Shawn Glover hjá Tindastól „Þetta snerist um uppsegjanlegt ákvæði af beggja hálfu. Báðir aðilar gátu sagt samningnum upp með mánaðarfyrirvara,“ sagði Kjartan Atli. „Ég hef verið að eiga við þessa andskotans umboðsmenn í áratugi. Þegar maður er að taka svona leikmann eins og Glover sem hefur sannað sig í stærri deildum heldur en á Íslandi, þá þarf maður í fyrsta lagi að borga þeim vel og svo biðja þeir oftast um klásúlu eða það sé hægt að kaupa þá út. Þannig að þeir geti farið í eitthvað stærra ef það býðst,“ sagði Benedikt. „Ég persónulega segi alltaf nei. Ég hef ekki áhuga á því að fá leikmann sem er að spila fyrir mig á meðan hann er að leita að einhverju öðru. Auðvitað er freistandi að taka svona leikmann og vona síðan bara að þeir verði ekkert keyptir,“ sagði Benedikt. „Þetta er alltaf hættan og sérstaklega þar sem að reglan er að þú megir ekki skipta út Bandaríkjamanni eftir 1. mars sem er þó oftast 1. febrúar. Það er seinna núna af því að mótið byrjaði miklu seinna,“ sagði Benedikt. „Þú ert þá að taka ákveðna áhættu og Stólarnir eru að tryggja sig fyrir þessari áhættu að hann verði bara keyptur út eftir að þeir geti ekki tekið nýjan leikmann í staðinn. Þá ná þeir í Flenard Whitfield og ég skil það að þeir vilji tryggja sig,“ sagði Benedikt. Umboðsmaður Shawn Glover er búinn að bjóða leikmanninn út um allt og líka til liða hér á landi. „Hann er búinn að bjóða hann út um allt og líka hérna. Þetta er galið. Ég veit alveg hvaða umbi þetta er og hann hefur mikið af vafasömum leikmönnum. Hann var til dæmis með Valsarann sem hingað og gerði allt vitlaust síðasta vetur. Hann hætti í hálfleik,“ sagði Benedikt. „Glover er örugglega fínasti náungi en hann sé ekki tilbúinn til að segja. Gleymum þessu ákvæði, ég ætla að vinna titilinn með ykkur. Það segir mér líka svolítið um hann,“ sagði Benedikt. Það má finna allt spjallið um Shawn Glover framtíð á Króknum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira
Tindastólsmenn eru líklega að missa sinn besta mann á miðju tímabili og mál Shawn Derrick Glover var til umræðu í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. Stólarnir hafa samið við Flenard Whitfield af því að Shawn Glover vildi ekki taka það út úr samningi sínum að hann gæti yfirgefið félagið hvenær sem er svo framarlega sem annað félag væri tilbúið að borga ákveðna upphæð. „Shawn Glover er að fara frá hliðinu, eða það halda allir,“ hóf Kjartan Atli Kjartansson umræðuna um framtíð Bandaríkjamannsins á Króknum. Shawn Derrick Glover skoraði 29 stig á móti Stjörnunni í síðasta leik og er með 27,5 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í tíu deildarleikjum í vetur. „Það er óstaðfest en ég held að það lesi það allir á milli línanna að hann verði ekki áfram. Whitfield verður kominn og þeir eru að missa þarna þvílíkan skorara. Stólarnir vilja halda honum, það er ekki málið,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Umræða um mál Shawn Glover hjá Tindastól „Þetta snerist um uppsegjanlegt ákvæði af beggja hálfu. Báðir aðilar gátu sagt samningnum upp með mánaðarfyrirvara,“ sagði Kjartan Atli. „Ég hef verið að eiga við þessa andskotans umboðsmenn í áratugi. Þegar maður er að taka svona leikmann eins og Glover sem hefur sannað sig í stærri deildum heldur en á Íslandi, þá þarf maður í fyrsta lagi að borga þeim vel og svo biðja þeir oftast um klásúlu eða það sé hægt að kaupa þá út. Þannig að þeir geti farið í eitthvað stærra ef það býðst,“ sagði Benedikt. „Ég persónulega segi alltaf nei. Ég hef ekki áhuga á því að fá leikmann sem er að spila fyrir mig á meðan hann er að leita að einhverju öðru. Auðvitað er freistandi að taka svona leikmann og vona síðan bara að þeir verði ekkert keyptir,“ sagði Benedikt. „Þetta er alltaf hættan og sérstaklega þar sem að reglan er að þú megir ekki skipta út Bandaríkjamanni eftir 1. mars sem er þó oftast 1. febrúar. Það er seinna núna af því að mótið byrjaði miklu seinna,“ sagði Benedikt. „Þú ert þá að taka ákveðna áhættu og Stólarnir eru að tryggja sig fyrir þessari áhættu að hann verði bara keyptur út eftir að þeir geti ekki tekið nýjan leikmann í staðinn. Þá ná þeir í Flenard Whitfield og ég skil það að þeir vilji tryggja sig,“ sagði Benedikt. Umboðsmaður Shawn Glover er búinn að bjóða leikmanninn út um allt og líka til liða hér á landi. „Hann er búinn að bjóða hann út um allt og líka hérna. Þetta er galið. Ég veit alveg hvaða umbi þetta er og hann hefur mikið af vafasömum leikmönnum. Hann var til dæmis með Valsarann sem hingað og gerði allt vitlaust síðasta vetur. Hann hætti í hálfleik,“ sagði Benedikt. „Glover er örugglega fínasti náungi en hann sé ekki tilbúinn til að segja. Gleymum þessu ákvæði, ég ætla að vinna titilinn með ykkur. Það segir mér líka svolítið um hann,“ sagði Benedikt. Það má finna allt spjallið um Shawn Glover framtíð á Króknum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira