Úthýst vegna rafíþróttamóts: „Brýtur mann svolítið mikið niður“ Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2021 11:01 Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þá ákvörðun að loka á frjálsíþróttaæfingar í Laugardalshöll í sex vikur í vor. Stöð 2 Frjálsíþróttafólk í Reykjavík, sem sumt hefur Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu, missir einu viðunandi aðstöðu sína til æfinga í borginni í sex vikur í vor vegna stórs rafíþróttamóts í Laugardalshöll. Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Von er á um 400 gestum til landsins sem alls kaupa 8.000 gistinætur, samkvæmt tilkynningu mótshaldara. Þetta bitnar á reykvísku frjálsíþróttafólki, sem lengi hefur beðið eftir góðri æfingaaðstöðu utanhúss. ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi, segir að með þessu dvíni vonir hennar um að komast á Ólympíuleikana í sumar. „Þetta leggst bara mjög illa í mig og alla þá sem æfa í Laugardalshöll,“ sagði Guðbjörg Jóna við RÚV. „Það er mjög flott að þetta rafíþróttamót sé að koma en það er alls ekki gott að þau séu að koma og taka æfingaaðstöðuna mína, og okkar sem æfum í Laugardalshöll, í sex vikur. Þetta er alveg út í hött. Maður er bara sjokkeraður,“ sagði Guðbjörg Jóna. Æfir á grasi á meðan keppinautarnir æfa við toppaðstæður Vegna kórónuveirufaraldursins var Laugardalshöll lokuð í um 12 vikur í vetur en æfingar gátu hafist að nýju í janúar. Guðbjörg Jóna segir alla hafa glaðst mikið yfir því en fréttirnar núna hafi mikil áhrif á ólympíudrauminn: „Þegar það er lokað þá get ég ekki náð gæðaæfingunum. Hinar sem æfa og ætla að ná Ólympíuleikunum eru með toppaðstæður og þær ná að æfa á meðan ég er að reyna að æfa á einhverju grasi einhvers staðar af því ég fæ ekki að komast á einhvern völl eða æfa inni. Þannig að þetta er mjög leiðinlegt og þetta brýtur mann bara svolítið mikið niður,“ sagði Guðbjörg Jóna við RÚV. Frjálsar íþróttir Rafíþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Sjá meira
Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Von er á um 400 gestum til landsins sem alls kaupa 8.000 gistinætur, samkvæmt tilkynningu mótshaldara. Þetta bitnar á reykvísku frjálsíþróttafólki, sem lengi hefur beðið eftir góðri æfingaaðstöðu utanhúss. ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi, segir að með þessu dvíni vonir hennar um að komast á Ólympíuleikana í sumar. „Þetta leggst bara mjög illa í mig og alla þá sem æfa í Laugardalshöll,“ sagði Guðbjörg Jóna við RÚV. „Það er mjög flott að þetta rafíþróttamót sé að koma en það er alls ekki gott að þau séu að koma og taka æfingaaðstöðuna mína, og okkar sem æfum í Laugardalshöll, í sex vikur. Þetta er alveg út í hött. Maður er bara sjokkeraður,“ sagði Guðbjörg Jóna. Æfir á grasi á meðan keppinautarnir æfa við toppaðstæður Vegna kórónuveirufaraldursins var Laugardalshöll lokuð í um 12 vikur í vetur en æfingar gátu hafist að nýju í janúar. Guðbjörg Jóna segir alla hafa glaðst mikið yfir því en fréttirnar núna hafi mikil áhrif á ólympíudrauminn: „Þegar það er lokað þá get ég ekki náð gæðaæfingunum. Hinar sem æfa og ætla að ná Ólympíuleikunum eru með toppaðstæður og þær ná að æfa á meðan ég er að reyna að æfa á einhverju grasi einhvers staðar af því ég fæ ekki að komast á einhvern völl eða æfa inni. Þannig að þetta er mjög leiðinlegt og þetta brýtur mann bara svolítið mikið niður,“ sagði Guðbjörg Jóna við RÚV.
Frjálsar íþróttir Rafíþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Sjá meira