Koma fyrir mælitækjum vegna mögulegrar gasmengunar í Vogum Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2021 21:54 Fimm loftgæðamælar eru á höfuðborgarsvæðinu sem geta mælt brennisteinsdíoxíðmengun. Aðeins einn mælir hefur verið á Reykjanesskaga en Umhverfisstofnun hefur nú komið fyrir búnaði í Vogum vegna möguleikans á eldgosi. Vísir/Vilhelm Búnaður til að mæla styrk brennisteinsdíoxíðs hefur verið komið fyrir í Vogum vegna möguleikans á að gos hefjist í nágrenni Keilis á Reykjanesskaga. Umhverfisstofnun ætlar að setja upp mæla á fleiri stöðum á Reykjanesi eins fljótt og mögulegt er. Mögulegur gosórói hefur komið fram á jarðskjálftamælum sunnan við Keili í dag. Talið er að eldgos þar yrði hraungos úr sprungu. Gosi fylgdi líklega gasmengun, fyrst og fremst brennisteinsdíoxíðmengun líkt og í gosinu í Holuhrauni árið 2014. Þorsteinn Jóhannson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar í loftgæðum, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að brennisteinsdíoxíð væri óæskilegt fyrir fólk með öndunarfærasjúkdóma eins og astma en ekki lífshættulegt nema mögulega vísindamönnum að störfum alveg við eldstöð. Sagði Þorsteinn enga ástæðu fyrir fólk að kaupa gasgrímur til að verjast mögulegri gasmengun. Hefðbundnar grímur eins og þær sem fólk notar vegna kórónuveirufaraldursins væru gagnslausar gegn gasmengun. Höfuðborgarsvæðið væri ágætilega sett með fimm loftgæðamæla til að fylgjast með gasmengun ef gos hefst. Aðeins einn mælir væri hins vegar á Suðurnesum, mælir HS Orku í Grindavík. Verið væri að kanna hvernig þétta mætti net loftgæðamæla. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun í kvöld kemur fram að loftgæðamæli hafi verið komið fyrir í Vogum til að mæla brennisteinsdíoxíð og að slíkum tækjum verði komið fyrir í fleiri sveitarfélögum á svæðinu á næstunni. Á vef stofnunarinnar má finna frekari upplýsingar um áhrif gasmengunar á heilsufar fólks og ráðlegginar um viðbrögð við brennisteinsmengun frá eldgosum. Þorsteinn mælti með því í kvöldfréttum að fólk héldi sig innandyra ef gasmengunar yrði viðvart. Það ætti að forðast að reyna á sig utandyra. Vogar Umhverfismál Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Mögulegur gosórói hefur komið fram á jarðskjálftamælum sunnan við Keili í dag. Talið er að eldgos þar yrði hraungos úr sprungu. Gosi fylgdi líklega gasmengun, fyrst og fremst brennisteinsdíoxíðmengun líkt og í gosinu í Holuhrauni árið 2014. Þorsteinn Jóhannson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar í loftgæðum, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að brennisteinsdíoxíð væri óæskilegt fyrir fólk með öndunarfærasjúkdóma eins og astma en ekki lífshættulegt nema mögulega vísindamönnum að störfum alveg við eldstöð. Sagði Þorsteinn enga ástæðu fyrir fólk að kaupa gasgrímur til að verjast mögulegri gasmengun. Hefðbundnar grímur eins og þær sem fólk notar vegna kórónuveirufaraldursins væru gagnslausar gegn gasmengun. Höfuðborgarsvæðið væri ágætilega sett með fimm loftgæðamæla til að fylgjast með gasmengun ef gos hefst. Aðeins einn mælir væri hins vegar á Suðurnesum, mælir HS Orku í Grindavík. Verið væri að kanna hvernig þétta mætti net loftgæðamæla. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun í kvöld kemur fram að loftgæðamæli hafi verið komið fyrir í Vogum til að mæla brennisteinsdíoxíð og að slíkum tækjum verði komið fyrir í fleiri sveitarfélögum á svæðinu á næstunni. Á vef stofnunarinnar má finna frekari upplýsingar um áhrif gasmengunar á heilsufar fólks og ráðlegginar um viðbrögð við brennisteinsmengun frá eldgosum. Þorsteinn mælti með því í kvöldfréttum að fólk héldi sig innandyra ef gasmengunar yrði viðvart. Það ætti að forðast að reyna á sig utandyra.
Vogar Umhverfismál Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira