Klopp vill banna sínum leikmönnum að fara í landsleikina í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 08:15 Jürgen Klopp talar við sína leikmenn í Liverpool en hann vill skiljanlega ekki missa landsliðsmennina í tíu daga sóttkví eftir landsleikjahléið. AP/Lawrence Griffiths Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur miklar áhyggjur af því að missa leikmenn í langa sóttkví eftir að þeir koma til baka úr landsliðsferðum í lok mánaðarins. Klopp vill hreinlega banna landsliðsmönnum Liverpool að fara í landsleikina í lok mars. Ástæðan er að samkvæmt sóttvarnarreglum í Bretlandi þá þurfa allir sem koma frá löndum á rauða listanum að fara í tíu daga sóttkví þegar þeir koma til landsins. Alþjóða knattspyrnusambandið segir að félögin megi banna leikmönnum að fara til móts við landsliðin sín ef þeirra bíður fimm daga eða lengri sóttkví við komuna til baka. Það er líklegt að Liverpool og fleiri lið nýti sér þetta. Klopp will ban Liverpool players from internationals if they face quarantine. By @AHunterGuardian https://t.co/K2pgjt00WE— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2021 „Ég skil vel þörfina hjá landsliðum mismunandi knattspyrnusambanda en nú er tíminn þar sem er ekki hægt að halda öllum ánægðum,“ sagði Jürgen Klopp. „Félögin borga leikmönnum launin og þeir hljóta því að setja liðin sín í forgang. Það er bara ekki hægt að gera alla ánægða, endurtók Klopp og talaði líka um mögulega óvissu með staðsetningu leikjanna. Liverpool boss Jurgen Klopp says clubs agree players should not be released to play in international matches this month if they then must quarantine on their return.— Sky Sports (@SkySports) March 3, 2021 „Við erum ekki hundrað prósent viss því þetta et ekki á hreinu. Sum lönd gætu jafnvel breytt um keppnisstað áður en þau spila. Þú þarft alltaf að bíða fram á síðustu stundu því fólk þarf tíma til að taka ákvörðun,“ sagði Klopp. „Ég held að allir séu sammála um það að við getum ekki leyft þessum leikmönnum að fara og þurfa síðan að dúsa á hóteli í tíu daga þegar þeir koma til baka. Það getur ekki verið lausnin,“ sagði Klopp. Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Klopp vill hreinlega banna landsliðsmönnum Liverpool að fara í landsleikina í lok mars. Ástæðan er að samkvæmt sóttvarnarreglum í Bretlandi þá þurfa allir sem koma frá löndum á rauða listanum að fara í tíu daga sóttkví þegar þeir koma til landsins. Alþjóða knattspyrnusambandið segir að félögin megi banna leikmönnum að fara til móts við landsliðin sín ef þeirra bíður fimm daga eða lengri sóttkví við komuna til baka. Það er líklegt að Liverpool og fleiri lið nýti sér þetta. Klopp will ban Liverpool players from internationals if they face quarantine. By @AHunterGuardian https://t.co/K2pgjt00WE— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2021 „Ég skil vel þörfina hjá landsliðum mismunandi knattspyrnusambanda en nú er tíminn þar sem er ekki hægt að halda öllum ánægðum,“ sagði Jürgen Klopp. „Félögin borga leikmönnum launin og þeir hljóta því að setja liðin sín í forgang. Það er bara ekki hægt að gera alla ánægða, endurtók Klopp og talaði líka um mögulega óvissu með staðsetningu leikjanna. Liverpool boss Jurgen Klopp says clubs agree players should not be released to play in international matches this month if they then must quarantine on their return.— Sky Sports (@SkySports) March 3, 2021 „Við erum ekki hundrað prósent viss því þetta et ekki á hreinu. Sum lönd gætu jafnvel breytt um keppnisstað áður en þau spila. Þú þarft alltaf að bíða fram á síðustu stundu því fólk þarf tíma til að taka ákvörðun,“ sagði Klopp. „Ég held að allir séu sammála um það að við getum ekki leyft þessum leikmönnum að fara og þurfa síðan að dúsa á hóteli í tíu daga þegar þeir koma til baka. Það getur ekki verið lausnin,“ sagði Klopp.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira