Mannréttindadómstóllinn að gefa Íslandi falleinkunn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. mars 2021 19:00 Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands. vísir/Vilhelm Lögmaður fyrrverandi bankastjóra Landsbankans segir kerfið hafa fengið falleinkunn hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimm manns hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í málaferlum eftir hrun bankakerfisins. Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði í morgun frá fimm málum þar sem íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Þessar sáttir snerta allmörg hrunmál. Sáttin við Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, byggir á dómi Mannréttindadómstólsins í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Þau hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð þar sem hæstaréttardómari átti hlutabréfaeign sem tapaðist við fall Landsbankans. Ívar Guðjónsson var dæmdur í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans en Karl Emil Werneson, Sigurþór Guðmundsson og Margrét Guðjónsdóttir í Milestone-málinu. Sátt þeirra byggir á dómi Mannréttindadómstólsins í máli Styrmis Þórs Bragasonar, sem var dæmdur í Exeter-málinu. Í þeirra máli hafi regla um milliliðalausa sönnunarfærslu verið brotin. Sönnunargildi framburða endurmetið og sýknudómi snúið við án þess að hlýtt væri á vitnisburði. „Þetta er ekki góð einkunn fyrir refsivörsluna, að hún hafi öll verið í molum og það sé eiginlega í hverju refsimálinu á fætur öðru fundið að því að menn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Árnasonar. Ríkið samþykkti að greiða öllum fimm miskabætur er nema 1,8 milljón króna. Þá eiga allir rétt á endurupptöku. Mál Sigurjóns hefur reyndar þegar verið endurupptekið samhliða máli Elínar og er niðurstöðu að vænta í því í næstu viku. Sigurður segir gott að taka málið aftur fyrir þegar lengra er liðið frá andrúmsloftinu eftir hrun. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimmenningarnir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð hér á landi. Hvernig horfir það andrúmsloft við þér í dag? „Það var þannig andrúm eftir hrun að það var stofnað þetta embætti sérstaks saksóknara og einhvern veginn töldu þeir að þeir hefðu ríkari heimildir en lög almennt gerðu ráð fyrir og tíðarandinn var dálítið með þeim,“ segir Sigurður. „Hleruðu grimmt símtöl sakborninga og verjenda og það er búið að setja ofan í við þá mörgum sinnum út af því. Fóru líka í massívar handtökur og húsleitir sem virtust í stórum huta algjörlega tilgangslausar til þess að sýna samfélaginu að það væri verið að taka á mönnum sem settu höfðu sett samfélagið á hausinn. En ég held að þegar uppi er staðið, og það er farið að viðurkenna það víðar en áður, að hrunið á Íslandi var bara angi af alþjóðlegu bankahruni og það voru örugglega ekki framin hér alvarlegri afbrot en gengist og gerist í fyrirtækjarekstri almennt,“ segir Sigurður. „Ég held að menn hafi ekki haft sérstakan áhuga á því, eða ásetning, að skaða íslenskt samfélag eða setja fyrirtækið sitt á hausinn. Allir held ég voru að reyna róa í rétta átt og bjarga því sem bjargað varð.“ Hrunið Efnahagsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Milestone-málið Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði í morgun frá fimm málum þar sem íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Þessar sáttir snerta allmörg hrunmál. Sáttin við Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, byggir á dómi Mannréttindadómstólsins í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Þau hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð þar sem hæstaréttardómari átti hlutabréfaeign sem tapaðist við fall Landsbankans. Ívar Guðjónsson var dæmdur í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans en Karl Emil Werneson, Sigurþór Guðmundsson og Margrét Guðjónsdóttir í Milestone-málinu. Sátt þeirra byggir á dómi Mannréttindadómstólsins í máli Styrmis Þórs Bragasonar, sem var dæmdur í Exeter-málinu. Í þeirra máli hafi regla um milliliðalausa sönnunarfærslu verið brotin. Sönnunargildi framburða endurmetið og sýknudómi snúið við án þess að hlýtt væri á vitnisburði. „Þetta er ekki góð einkunn fyrir refsivörsluna, að hún hafi öll verið í molum og það sé eiginlega í hverju refsimálinu á fætur öðru fundið að því að menn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Árnasonar. Ríkið samþykkti að greiða öllum fimm miskabætur er nema 1,8 milljón króna. Þá eiga allir rétt á endurupptöku. Mál Sigurjóns hefur reyndar þegar verið endurupptekið samhliða máli Elínar og er niðurstöðu að vænta í því í næstu viku. Sigurður segir gott að taka málið aftur fyrir þegar lengra er liðið frá andrúmsloftinu eftir hrun. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimmenningarnir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð hér á landi. Hvernig horfir það andrúmsloft við þér í dag? „Það var þannig andrúm eftir hrun að það var stofnað þetta embætti sérstaks saksóknara og einhvern veginn töldu þeir að þeir hefðu ríkari heimildir en lög almennt gerðu ráð fyrir og tíðarandinn var dálítið með þeim,“ segir Sigurður. „Hleruðu grimmt símtöl sakborninga og verjenda og það er búið að setja ofan í við þá mörgum sinnum út af því. Fóru líka í massívar handtökur og húsleitir sem virtust í stórum huta algjörlega tilgangslausar til þess að sýna samfélaginu að það væri verið að taka á mönnum sem settu höfðu sett samfélagið á hausinn. En ég held að þegar uppi er staðið, og það er farið að viðurkenna það víðar en áður, að hrunið á Íslandi var bara angi af alþjóðlegu bankahruni og það voru örugglega ekki framin hér alvarlegri afbrot en gengist og gerist í fyrirtækjarekstri almennt,“ segir Sigurður. „Ég held að menn hafi ekki haft sérstakan áhuga á því, eða ásetning, að skaða íslenskt samfélag eða setja fyrirtækið sitt á hausinn. Allir held ég voru að reyna róa í rétta átt og bjarga því sem bjargað varð.“
Hrunið Efnahagsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Milestone-málið Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira