Sport

Brady segir frænku sína yfir­burðar­í­þrótta­mann fjöl­skyldunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tom Brady með Mayu frænku sína í fanginu fyrir allmörgum árum síðan.
Tom Brady með Mayu frænku sína í fanginu fyrir allmörgum árum síðan. getty/Michael Seamans

Sjöfaldi Super Bowl meistarinn Tom Brady segir að frænka sín sé besti íþróttamaðurinn í fjölskyldunni.

Brady er langt því frá eini íþróttamaðurinn í stórfjölskyldunni þótt hann sé auðvitað sá langþekktasti. Eldri systur hans voru í íþróttum og þá hefur Brady sagt að eiginkona sín, Gisele Bündchen sé meiri íþróttamaður en hann.

Nú er dóttir elstu systurs Bradys, Maya, farinn að vekja athygli fyrir vaska framgöngu með UCLA háskólanum í svokölluðum softbolta.

Á dögunum deildi Brady myndbandi af frænku sinni hitta boltann glæsilega. „Maya Brady, langsamlega mesti yfirburðaíþróttamaðurinn í Brady-fjölskyldunni,“ skrifaði Brady við myndbandið.

Maya Brady var valin leikmaður ársins í softboltanum á síðasta ári og var með flest hlaup í heimahöfn í liði UCLA.

Mamma hennar, Maureen, keppti í softball fyrir Fresno State en starfar í dag sem hjúkrunarfræðingur.


NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×