„Ekki fallegt ásýndar“ að reyna að svindla sér framar, segir Kári Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2021 17:19 Að sögn Kára vinnur deCODE enn hörðum höndum að því að raðgreina þá veiru sem greinist hér. Vísir/Vilhelm „Það er sérstaklega ógnvekjandi að vita af þessum tveimur sem greindust utan sóttkvíar en ég hef fulla trú á því að okkur takist að ná utan um þetta og ég reikna ekki með að þetta verði stór bylgja,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri deCODE, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Ég held það væri skynsamlegt að grípa í taumana,“ sagði Kári spurður að því hvort honum þætti tilefni til að herða sóttvarnaaðgerðir. Hann segði betra að sætta sig við stífar takmarkanir í nokkra daga, frekar en að missa ástandið úr böndunum. Hvað varðar stöðu bólusetninga á landinu, sem sumum finnst hafa gengið hægt, gaf Kári lítið fyrir hugmyndir um að reyna að „komast fram fyrir“ í röðinni. „Eins og stendur erum við á betri stað heldur en öll, að minnsta kosti flest, lönd í heiminum þanngi að það er mjög erfitt fyrir okkur að halda því fram að það væri eðlilegt að við svindluðum okkur fram fyrir í röðinni,“ sagði Kári. „Ég held að við ættum bara að sætta okkur við það sem við fáum þegar við fáum það núna, vegna þess að þangað til á laugardaginn þá hafði ekki greinst nýtt tilfelli utan sóttkvíar í mjög langan tíma. Þannig að ég held það væri ekki fallegt ásýndar ef við færum að hamast af miklum krafti að komast fram fyrir.“ „Ég held við getum verið montin“ Hvað varðar framhaldið á faraldrinum sagði Kári næstu daga myndu leiða í ljós hvaða stefnu mál tækju en hann sagðist telja um það bil helmings líkur á að mörg tilvik greindust í dag og á morgun. Því væri mikilvægt að skoða að grípa til harðra aðgerða í skamman tíma. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég er að verða gamall en einhvern veginn er ég býsna sáttur við það hvernig yfirvöld hafa höndlað þetta upp á síðkastið og reikna með að þau geti séð um þetta nokkuð vel.“ Kári sagði að full ástæða hefði verið til að létta á takmörkunum þegar það var gert og sá sem bar smit inni í landið virtist hafa gert allt rétt. „Engu að síður barst þetta út, þannig hlutir gerast,“ sagði hann. Hann sagði Íslendinga mega vera montna af því hversu vel hefði heppnast í baráttunni við faraldurinn. Þá væri von á niðurstöðum þriggja rannsókna deCODE í tengslum við SARS-CoV-2 á næstu tveimur til þremur vikum en hann vildi ekki tjá sig nánar um þær að svo stöddu. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
„Ég held það væri skynsamlegt að grípa í taumana,“ sagði Kári spurður að því hvort honum þætti tilefni til að herða sóttvarnaaðgerðir. Hann segði betra að sætta sig við stífar takmarkanir í nokkra daga, frekar en að missa ástandið úr böndunum. Hvað varðar stöðu bólusetninga á landinu, sem sumum finnst hafa gengið hægt, gaf Kári lítið fyrir hugmyndir um að reyna að „komast fram fyrir“ í röðinni. „Eins og stendur erum við á betri stað heldur en öll, að minnsta kosti flest, lönd í heiminum þanngi að það er mjög erfitt fyrir okkur að halda því fram að það væri eðlilegt að við svindluðum okkur fram fyrir í röðinni,“ sagði Kári. „Ég held að við ættum bara að sætta okkur við það sem við fáum þegar við fáum það núna, vegna þess að þangað til á laugardaginn þá hafði ekki greinst nýtt tilfelli utan sóttkvíar í mjög langan tíma. Þannig að ég held það væri ekki fallegt ásýndar ef við færum að hamast af miklum krafti að komast fram fyrir.“ „Ég held við getum verið montin“ Hvað varðar framhaldið á faraldrinum sagði Kári næstu daga myndu leiða í ljós hvaða stefnu mál tækju en hann sagðist telja um það bil helmings líkur á að mörg tilvik greindust í dag og á morgun. Því væri mikilvægt að skoða að grípa til harðra aðgerða í skamman tíma. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég er að verða gamall en einhvern veginn er ég býsna sáttur við það hvernig yfirvöld hafa höndlað þetta upp á síðkastið og reikna með að þau geti séð um þetta nokkuð vel.“ Kári sagði að full ástæða hefði verið til að létta á takmörkunum þegar það var gert og sá sem bar smit inni í landið virtist hafa gert allt rétt. „Engu að síður barst þetta út, þannig hlutir gerast,“ sagði hann. Hann sagði Íslendinga mega vera montna af því hversu vel hefði heppnast í baráttunni við faraldurinn. Þá væri von á niðurstöðum þriggja rannsókna deCODE í tengslum við SARS-CoV-2 á næstu tveimur til þremur vikum en hann vildi ekki tjá sig nánar um þær að svo stöddu.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira