Aldrei meira að gera á íbúðamarkaði og aldrei minna framboð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2021 07:05 Aldrei hefur verið meira að gera á fasteignamarkaði en í janúar síðastliðnum sé litið til útgefinna kaupsamninga. Vísir/Vilhelm Aldrei hefur verið meira að gera á fasteignamarkaði hér á landi en í janúar síðastliðnum og á sama tíma hefur framboð á íbúðum aldrei mælst minna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um húsnæðismarkaðinn sem birt er í dag. Í skýrslunni kemur fram að ef fjöldi útgefinna kaupsamninga sé skoðaður eftir mánuði hvers árs megi sjá að aldrei hafi verið jafn mikið að gera á íbúðamarkaði og í janúarmánuði. „Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins var metið bætt um 28% og annars staðar á landsbyggðinni var það bætt um tæp 10%,“ segir í skýrslunni. Þá hefur dregið hratt úr framboði á markaðnum. Í skýrslunni kemur fram að mun fleiri íbúðir hafi verið seldar en hafi verið settar á sölu frá því í byrjun síðasta sumars. Því hafi dregið nokkuð skarpt úr framboði, það er fjölda íbúða til sölu. Þá hefur framboðið aldrei verið eins lítið af íbúðum til sölu: „Nú í byrjun mars voru um 2.200 íbúðir til sölu þegar tekið hefur verið tillit til tvítalninga en í lok maí 2020 fór framboðið hæst í nær 4.000 íbúðir. Mesta minnkun framboðs hefur verið á höfuðborgarsvæðinu þar sem það fór úr rúmlega 2.200 í um 940 íbúðir, en það hefur aldrei mælst minna eins langt og gögn hagdeildar ná. Frá 1. febrúar hefur framboðið á höfuðborgarsvæðinu dregist saman um nær 13%. Einnig hefur dregið verulega úr framboði annars staðar á landinu, þótt samdrátturinn þar sé minni en á höfuðborgarsvæðinu. Athygli vekur að framboðið hefur dregist sérstaklega mikið saman á nýjum íbúðum en á höfuðborgarsvæðinu eru nú um 74% færri slíkar íbúðir til sölu en voru í lok maí. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur þeim fækkað um 55%. Öðrum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur hins vegar farið fjölgandi það sem af er ári,“ segir í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem lesa má í heild sinni hér. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um húsnæðismarkaðinn sem birt er í dag. Í skýrslunni kemur fram að ef fjöldi útgefinna kaupsamninga sé skoðaður eftir mánuði hvers árs megi sjá að aldrei hafi verið jafn mikið að gera á íbúðamarkaði og í janúarmánuði. „Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins var metið bætt um 28% og annars staðar á landsbyggðinni var það bætt um tæp 10%,“ segir í skýrslunni. Þá hefur dregið hratt úr framboði á markaðnum. Í skýrslunni kemur fram að mun fleiri íbúðir hafi verið seldar en hafi verið settar á sölu frá því í byrjun síðasta sumars. Því hafi dregið nokkuð skarpt úr framboði, það er fjölda íbúða til sölu. Þá hefur framboðið aldrei verið eins lítið af íbúðum til sölu: „Nú í byrjun mars voru um 2.200 íbúðir til sölu þegar tekið hefur verið tillit til tvítalninga en í lok maí 2020 fór framboðið hæst í nær 4.000 íbúðir. Mesta minnkun framboðs hefur verið á höfuðborgarsvæðinu þar sem það fór úr rúmlega 2.200 í um 940 íbúðir, en það hefur aldrei mælst minna eins langt og gögn hagdeildar ná. Frá 1. febrúar hefur framboðið á höfuðborgarsvæðinu dregist saman um nær 13%. Einnig hefur dregið verulega úr framboði annars staðar á landinu, þótt samdrátturinn þar sé minni en á höfuðborgarsvæðinu. Athygli vekur að framboðið hefur dregist sérstaklega mikið saman á nýjum íbúðum en á höfuðborgarsvæðinu eru nú um 74% færri slíkar íbúðir til sölu en voru í lok maí. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur þeim fækkað um 55%. Öðrum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur hins vegar farið fjölgandi það sem af er ári,“ segir í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem lesa má í heild sinni hér.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira