Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 21-21 | Allt í járnum á Ásvöllum Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 10. mars 2021 20:27 vísir/hulda margrét Það má segja að allt hafi verið í járnum þegar Haukar tók á móti ÍBV í 12. umferð Olís-deildar kvenna á Ásvöllum í dag. Lokatölur leiksins 21-21. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínutu. Bæði liðin voru að spila gríðarlega sterka varnarleiki. Nokkrir tapaðir boltar hjá báðum liðum en aðeins meira áberandi hjá Haukaliðinu. Þjálfarar beggja liða reyndu að taka leikhlé til að stappa stálinu og koma sér yfir en það gekk ekki í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Hnífjafn, varnarleikurinn ennþá gríðarlega öflugur hjá báðum liðum. Það dró til tíðinda þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum þegar að ÍBV komu sér í þriggja marka forystu. Þá tekur Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka leikhlé og Hauka-stúlkur jafna leikinn. Það verður ekki logið þegar sagt er að leikurinn hafi verið jafn allan tímann fyrir utan þessar mínútur þar sem ÍBV kom sér í forystu og lokatölur leiksins 21-21. Af hverju varð jafntefli? Bæði lið voru að spila gríðarlega sterkan varnarleik og með góða markvörslu. Einnig var hökt í sóknarleik beggja liða og ansi mikið um tapaða bolta og klaufaleg mistök. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Haukum var það Sara Odden sem var atkvæðamest í Haukaliðinu með 6 mörk. Berta Rut Harðardóttir var með 5 mörk. Annika Friðheim Petersen var gríðarlega öflug í marki Hauka með 17 bolta varða, 45% markvarsla. Hjá ÍBV var það Sunna Jónsdóttir sem bar sóknarleik ÍBV og var með 5 mörk. Darija Zecevic var öflug í markinu með 13 bolta varða, 50% markvarsla Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða gekk brösulega. Mikið af töpuðum boltum sem settu strik í reikningin og illa farið með færi. Hvað gerist næst? Nú tekur við smá pása og 20 dagar í næsta leik. Þriðjudaginn 30. mars sækja Haukar, HK heim í Kórinn kl 19:30. ÍBV er einnig að spila 30. mars kl 19:30 og sækja þær Stjörnuna heim. Hilmar: Eitthvað sem við verðum að skoða „Stig en þetta var mjög svekkjandi. Við vorum komin í góða stöðu í lok seinni hálfleik og spilum bara ekki nógu góða sókn síðustu 5-6 sóknirnar og fáum varla færi,“ sagði Hilmar Ágúst Björnsson, annar þjálfari ÍBV eftir jafntefli gegn Haukum í kvöld. Varnarleikur ÍBV var gríðarlega góður í leiknum en það var aðeins hik á sóknarleiknum og var það Sunna Jónsdóttir sem bar hann uppi og kom lítið sem ekkert frá hornamönnum ÍBV. „Við skorum 1 mark úr hægra horninu. Það er eitthvað sem við verðum að skoða. Við erum að nýta línuspilið og er Elísa að standa sig vel, 16 ára stelpa á línunni. En þetta er eitthvað sem við að skoða og laga.“ Nú er að koma smá pása í deildinni og því góður tími til að laga það sem þarf. „Það eru reyndar fjórar úr liðinu að fara í landsliðsverkefni en við bætum tæknilega hlutan á meðan og tökum lyftingar,“ sagði Hilmar að lokum. Olís-deild kvenna Haukar ÍBV
Það má segja að allt hafi verið í járnum þegar Haukar tók á móti ÍBV í 12. umferð Olís-deildar kvenna á Ásvöllum í dag. Lokatölur leiksins 21-21. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínutu. Bæði liðin voru að spila gríðarlega sterka varnarleiki. Nokkrir tapaðir boltar hjá báðum liðum en aðeins meira áberandi hjá Haukaliðinu. Þjálfarar beggja liða reyndu að taka leikhlé til að stappa stálinu og koma sér yfir en það gekk ekki í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Hnífjafn, varnarleikurinn ennþá gríðarlega öflugur hjá báðum liðum. Það dró til tíðinda þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum þegar að ÍBV komu sér í þriggja marka forystu. Þá tekur Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka leikhlé og Hauka-stúlkur jafna leikinn. Það verður ekki logið þegar sagt er að leikurinn hafi verið jafn allan tímann fyrir utan þessar mínútur þar sem ÍBV kom sér í forystu og lokatölur leiksins 21-21. Af hverju varð jafntefli? Bæði lið voru að spila gríðarlega sterkan varnarleik og með góða markvörslu. Einnig var hökt í sóknarleik beggja liða og ansi mikið um tapaða bolta og klaufaleg mistök. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Haukum var það Sara Odden sem var atkvæðamest í Haukaliðinu með 6 mörk. Berta Rut Harðardóttir var með 5 mörk. Annika Friðheim Petersen var gríðarlega öflug í marki Hauka með 17 bolta varða, 45% markvarsla. Hjá ÍBV var það Sunna Jónsdóttir sem bar sóknarleik ÍBV og var með 5 mörk. Darija Zecevic var öflug í markinu með 13 bolta varða, 50% markvarsla Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða gekk brösulega. Mikið af töpuðum boltum sem settu strik í reikningin og illa farið með færi. Hvað gerist næst? Nú tekur við smá pása og 20 dagar í næsta leik. Þriðjudaginn 30. mars sækja Haukar, HK heim í Kórinn kl 19:30. ÍBV er einnig að spila 30. mars kl 19:30 og sækja þær Stjörnuna heim. Hilmar: Eitthvað sem við verðum að skoða „Stig en þetta var mjög svekkjandi. Við vorum komin í góða stöðu í lok seinni hálfleik og spilum bara ekki nógu góða sókn síðustu 5-6 sóknirnar og fáum varla færi,“ sagði Hilmar Ágúst Björnsson, annar þjálfari ÍBV eftir jafntefli gegn Haukum í kvöld. Varnarleikur ÍBV var gríðarlega góður í leiknum en það var aðeins hik á sóknarleiknum og var það Sunna Jónsdóttir sem bar hann uppi og kom lítið sem ekkert frá hornamönnum ÍBV. „Við skorum 1 mark úr hægra horninu. Það er eitthvað sem við verðum að skoða. Við erum að nýta línuspilið og er Elísa að standa sig vel, 16 ára stelpa á línunni. En þetta er eitthvað sem við að skoða og laga.“ Nú er að koma smá pása í deildinni og því góður tími til að laga það sem þarf. „Það eru reyndar fjórar úr liðinu að fara í landsliðsverkefni en við bætum tæknilega hlutan á meðan og tökum lyftingar,“ sagði Hilmar að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti