Lífið samstarf

Þetta var geggjað og allir ættu að prófa

Skemmtigarðurinn
Binni Löve og Edda slepptu sér með hafnarboltakylfur í Skemmtigarðinum.
Binni Löve og Edda slepptu sér með hafnarboltakylfur í Skemmtigarðinum.

Sérstök herbergi hafa verið útbúin í Skemmtigarðinum þar sem hægt er að sleppa sér með barefli í hönd.

Útrásin

Skemmtigarðurinn Grafarvogi hefur opnað nýjan afþreyingarmöguleika sem kallast Útrásin, en þangað getur fólk komið til að fá alvöru útrás. Þar hafa verið útbúin nokkur herbergi sem eru innréttuð eins og litlar íbúðir, með hillum og munum eins og styttum, tölvum, sjónvarpi, glösum og diskum, svo dæmi séu nefnd.

Fólk velur sjálft hvað er inni í herberginu. Viðkomandi, sem er mættur til að fá útrás, er settur í hlífðargalla og fær hjálm. Hann velur sér síðan barefli og fær að fara inn í herbergið til að brjóta allt sem er þar inni. Útrásin er því sannarlega staður til að sturlast á.

Skemmtilegast að brjóta glös

Binni Löve mætti um leið og það opnaði til að prófa að fá útrás. 

„Þetta var geggjað. Ég var ótrúlega spenntur og peppaður. Um leið og ég var kominn í búninginn með kylfu, þá var ég kominn í gírinn," segir Binni, sem valdi sér hafnaboltakylfu, skaft, tennisspaða og golfkylfu sem barefli. 

„Skemmtilegast var svo að brjóta glös, stól og svo rústaði ég hljómborði og sjónvarpi,“ segir hann. „Þetta var mesta útrásin. Þetta var eins og fara og taka á því á æfingu og ná að losa vel um spennu í líkamanum. Ég mæli 100% með þessu sem skemmtun og spennulosun. Allir ættu að prófa og ég mun hiklaust fara aftur,” segir Binni Löve um Útrásina.


Þessi grein er unnin í samstarfi við Skemmtigarðinn í Grafarvogi. Hægt er að kynna sér málið nánar á skemmtigardurinn.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.