„Miðað við hvernig staðan er í Evrópu held ég að Íslendingar geti verið sáttir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. mars 2021 07:01 Emil Hallfreðsson í leik Íslands og Króatíu á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann ræddi við Reykjavík síðdegis um stöðu mála á Ítalíu þar sem býr en þar eru að greinast allt að 25 þúsund smit af Covid-19 á dag. Vísir/Vilhelm Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Padova í C-deildinni á Ítalíu, ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um stöðuna á Ítalíu vegna kórónuveirunnar. Emil býr í Verona með fjölskyldu sinni og eðlilega hefur þetta mikil áhrif á líf þeirra allra. „ Fólk er orðið svolítið þreytt á þessu, eðlilega. Þetta er búið að taka á Ítalann. Þetta skánaði í janúar til febrúar, smitum fækkaði verulega svo þeir léttu aðeins á reglum. Um leið og þeir gerðu það fór þetta allt aftur til baka og smitunum fór að fjölga.“ „Síðustu daga er búið að vera í kringum 25 þúsund ný smit á hverjum einasta degi og það eru milli 300 og 400 manns að deyja daglega svo þetta er eiginlega bara alveg ömurlegt,“ sagði Emil aðspurður hvernig staðan væri á Ítalíu og hvernig fólki liði. „Verona er líka í þessu „red zone“ eins og margar sýslur. Það er hálfgert útgöngubann, í fyrra mátti ekki fara út úr húsi en núna má fara út og labba úti með börnin. Þó skólarnir séu lokaðir þá eru leikvellir í hverfinu sem krakkar mega fara á. Fólk þarf bara að passa sig að halda smá fjarlægð og svoleiðis.“ „Þetta er ekki jafn slæmt og þetta var í fyrra þó þetta sé ekkert mjög skemmtilegt. Mér finnst samt jákvæður andi í fólki og fólk er miklu jákvæðara núna heldur en í fyrra. Aðallega út af bólefnafréttum og ég tel að fólk trúi að þetta sé að fara enda. Ég trúi allavega ekki öðru en þetta sé að fara enda.“ „Vegna vinnu máttu fara á milli staða. Ég þarf að vera með upp á skrifað blað – ef ég er stoppaður, því lögreglan er að stöðva fólk – frá félaginu að ég sé á leið á æfingu. Svo má ég fara aftur til baka, til Verona, þar sem ég er með lögheimili þar. Það má alltaf fara til baka þar sem maður er með lögheimili.“ „Held það sé búið að bólusetja tæpar þrjár milljónir á Ítalíu nú þegar. Það gengur aðeins hægar en fólk var að vonast eftir. Ég var að lesa um daginn að það væru jákvæðar fréttir með það líka svo ég held það sé ekki annað hægt en að líta á þessa jákvæðu hluti líka og vona að þetta sé allt að fara gerast, að þetta fari að taka enda.“ „Það má segja það. Veðrið í dag myndi kallast gott sumarveður á Íslandi held ég. Átján gráður og sól. Það gerir þetta aðeins skemmtilegra,“ sagði Emil er hann var spurður út í veðrið. „Íslendingar lifa næstum bara eðlilegu lífi virðist vera. Á meðan hér geta börn ekki farið í skóla, það gerir mörgum erfitt fyrir með vinnu og allt það. Miðað við hvernig staðan er í Evrópu held ég að Íslendingar geti verið nokkuð sáttir eða bara mjög sáttir miðað við hvernig gengur heima á Íslandi,“ sagði Emil Hallfreðsson að lokum í spjalli sínu við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hinn 36 ára gamli Emil á að baki farsælan feril á Ítalíu þar sem hann hefur spilað með liðum á borð við Hellas Verona og Udinese. Hann hefur alls leikið 73 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skorað í þeim eitt mark. Hann var þó ekki spurður út í komandi landsleiki Íslands og hvort hann væri í myndinni hjá nýjum landsliðsþjálfara. Fótbolti Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Fleiri fréttir Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Sjá meira
„ Fólk er orðið svolítið þreytt á þessu, eðlilega. Þetta er búið að taka á Ítalann. Þetta skánaði í janúar til febrúar, smitum fækkaði verulega svo þeir léttu aðeins á reglum. Um leið og þeir gerðu það fór þetta allt aftur til baka og smitunum fór að fjölga.“ „Síðustu daga er búið að vera í kringum 25 þúsund ný smit á hverjum einasta degi og það eru milli 300 og 400 manns að deyja daglega svo þetta er eiginlega bara alveg ömurlegt,“ sagði Emil aðspurður hvernig staðan væri á Ítalíu og hvernig fólki liði. „Verona er líka í þessu „red zone“ eins og margar sýslur. Það er hálfgert útgöngubann, í fyrra mátti ekki fara út úr húsi en núna má fara út og labba úti með börnin. Þó skólarnir séu lokaðir þá eru leikvellir í hverfinu sem krakkar mega fara á. Fólk þarf bara að passa sig að halda smá fjarlægð og svoleiðis.“ „Þetta er ekki jafn slæmt og þetta var í fyrra þó þetta sé ekkert mjög skemmtilegt. Mér finnst samt jákvæður andi í fólki og fólk er miklu jákvæðara núna heldur en í fyrra. Aðallega út af bólefnafréttum og ég tel að fólk trúi að þetta sé að fara enda. Ég trúi allavega ekki öðru en þetta sé að fara enda.“ „Vegna vinnu máttu fara á milli staða. Ég þarf að vera með upp á skrifað blað – ef ég er stoppaður, því lögreglan er að stöðva fólk – frá félaginu að ég sé á leið á æfingu. Svo má ég fara aftur til baka, til Verona, þar sem ég er með lögheimili þar. Það má alltaf fara til baka þar sem maður er með lögheimili.“ „Held það sé búið að bólusetja tæpar þrjár milljónir á Ítalíu nú þegar. Það gengur aðeins hægar en fólk var að vonast eftir. Ég var að lesa um daginn að það væru jákvæðar fréttir með það líka svo ég held það sé ekki annað hægt en að líta á þessa jákvæðu hluti líka og vona að þetta sé allt að fara gerast, að þetta fari að taka enda.“ „Það má segja það. Veðrið í dag myndi kallast gott sumarveður á Íslandi held ég. Átján gráður og sól. Það gerir þetta aðeins skemmtilegra,“ sagði Emil er hann var spurður út í veðrið. „Íslendingar lifa næstum bara eðlilegu lífi virðist vera. Á meðan hér geta börn ekki farið í skóla, það gerir mörgum erfitt fyrir með vinnu og allt það. Miðað við hvernig staðan er í Evrópu held ég að Íslendingar geti verið nokkuð sáttir eða bara mjög sáttir miðað við hvernig gengur heima á Íslandi,“ sagði Emil Hallfreðsson að lokum í spjalli sínu við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hinn 36 ára gamli Emil á að baki farsælan feril á Ítalíu þar sem hann hefur spilað með liðum á borð við Hellas Verona og Udinese. Hann hefur alls leikið 73 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skorað í þeim eitt mark. Hann var þó ekki spurður út í komandi landsleiki Íslands og hvort hann væri í myndinni hjá nýjum landsliðsþjálfara.
Fótbolti Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Fleiri fréttir Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti