Tryggingar gegn náttúruhamförum Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 18. mars 2021 07:02 Náttúruöflin hafa svo sannarlega minnt á sig að undanförnum misserum. Nýliðið ár hófst með snjóflóðum á Flateyri og lauk með aurskriðum á Seyðisfirði. Undanfarnar vikur hafa einkennst af stöðugum jarðskjálftum á Reykjanesskaga sem búa okkur undir frekari jarðhræringar og jafnvel eldgos. Þegar náttúran minnir á sig berst iðulega fjöldi fyrirspurna um vátryggingarrétt fólks. Reynslan hefur sýnt að margir vita ekki á hvaða forsendum vátryggingaverndin byggir og hvert iðgjöld vegna hennar greiðast. NTÍ er opinbert óhagnaðardrifið vátryggingarfélag Náttúrurhamfaratrygging Íslands (NTÍ) er opinber stofnun sem bætir tjón vegna eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Tjón af þessu tagi eru almennt undanskilin bótaskyldu hjá almennu vátryggingarfélögunum. NTÍ byggir á grunni Viðlagatryggingar Íslands sem sett var á fót í kjölfar eldgossins í Vestmannaeyjum 1973 og snjóflóðs í Neskaupsstað 1974. NTÍ starfar eftir lögum frá Alþingi og er óhagnaðardrifið opinbert tryggingarfélag sem hefur þann eina tilgang að bæta verulegt tjón vegna náttúruhamfara. Allar húseignir vátryggðar gegn náttúruhamförum Tekjur NTÍ eru í formi iðgjalda sem innheimt eru af almennu vátryggingarfélögunum og skilað til NTÍ. Þannig eru allar húseignir vátryggðar hjá NTÍ, samhliða skyldutryggingu húseigna, sem flestir þekkja sem brunatryggingu. Eigin áhætta í tjónum á húseignum er 400.000 kr. Eigandi ber sjálfur ábyrgð á því að brunabótamat húseigna sé uppfært í samræmi við endurbætur. Óskum um endurmat skal koma á framfæri við Þjóðskrá, sem annast útreikning á brunabótamati. Innbú vátryggt gegnum innbús- og heimilistryggingu Til þess að vátryggja innbú gegn náttúruhamförum þarf eigandi að hafa gilda innbús- eða heimilistryggingu hjá einhverju af almennu tryggingarfélögum. Ólíkt brunatryggingum húseigna, eru slíkar tryggingar eru valkvæðar og því þarf fólk að hafa frumkvæði að því að kaupa slíkar tryggingar. Iðgjöld til NTÍ eru innheimt samhliða iðgjöldum vegna innbús- eða heimilistryggingar. Eigin áhætta í tjóni sem verður á innbúi er 200.000 kr. Til þess að NTÍ geti bætt tjón í kjölfar tjónsatburða þurfa eigendur að vera vakandi um sína ábyrgð varðandi tryggingarnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Tryggingar Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Aurskriður á Seyðisfirði Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Náttúruöflin hafa svo sannarlega minnt á sig að undanförnum misserum. Nýliðið ár hófst með snjóflóðum á Flateyri og lauk með aurskriðum á Seyðisfirði. Undanfarnar vikur hafa einkennst af stöðugum jarðskjálftum á Reykjanesskaga sem búa okkur undir frekari jarðhræringar og jafnvel eldgos. Þegar náttúran minnir á sig berst iðulega fjöldi fyrirspurna um vátryggingarrétt fólks. Reynslan hefur sýnt að margir vita ekki á hvaða forsendum vátryggingaverndin byggir og hvert iðgjöld vegna hennar greiðast. NTÍ er opinbert óhagnaðardrifið vátryggingarfélag Náttúrurhamfaratrygging Íslands (NTÍ) er opinber stofnun sem bætir tjón vegna eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Tjón af þessu tagi eru almennt undanskilin bótaskyldu hjá almennu vátryggingarfélögunum. NTÍ byggir á grunni Viðlagatryggingar Íslands sem sett var á fót í kjölfar eldgossins í Vestmannaeyjum 1973 og snjóflóðs í Neskaupsstað 1974. NTÍ starfar eftir lögum frá Alþingi og er óhagnaðardrifið opinbert tryggingarfélag sem hefur þann eina tilgang að bæta verulegt tjón vegna náttúruhamfara. Allar húseignir vátryggðar gegn náttúruhamförum Tekjur NTÍ eru í formi iðgjalda sem innheimt eru af almennu vátryggingarfélögunum og skilað til NTÍ. Þannig eru allar húseignir vátryggðar hjá NTÍ, samhliða skyldutryggingu húseigna, sem flestir þekkja sem brunatryggingu. Eigin áhætta í tjónum á húseignum er 400.000 kr. Eigandi ber sjálfur ábyrgð á því að brunabótamat húseigna sé uppfært í samræmi við endurbætur. Óskum um endurmat skal koma á framfæri við Þjóðskrá, sem annast útreikning á brunabótamati. Innbú vátryggt gegnum innbús- og heimilistryggingu Til þess að vátryggja innbú gegn náttúruhamförum þarf eigandi að hafa gilda innbús- eða heimilistryggingu hjá einhverju af almennu tryggingarfélögum. Ólíkt brunatryggingum húseigna, eru slíkar tryggingar eru valkvæðar og því þarf fólk að hafa frumkvæði að því að kaupa slíkar tryggingar. Iðgjöld til NTÍ eru innheimt samhliða iðgjöldum vegna innbús- eða heimilistryggingar. Eigin áhætta í tjóni sem verður á innbúi er 200.000 kr. Til þess að NTÍ geti bætt tjón í kjölfar tjónsatburða þurfa eigendur að vera vakandi um sína ábyrgð varðandi tryggingarnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun