Kári, Hannes, Birkir Már, Ari Freyr og Kolbeinn allir með í fyrsta hóp Arnars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2021 13:05 Kári Árnason er áfram aldursforseti íslenska liðsins. Hér er hann með Birki Bjarnason eftir góðan sigurleik landsliðsins í Laugardalnum. VÍSIR/DANÍEL Gamla bandið verður allt saman með í fyrsta verkefni Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara. Arnar tilkynnti 25 manna hóp í dag. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta, tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp en framundan eru þrír fyrstu leikir íslensku strákanna í undankeppni HM 2022. Arnar Þór valdi alla gömlu leikmennina í hópinn sinn og þá kemur Björn Bergmann Sigurðarson aftur inn í landsliðið. Arnar Þór tók við íslenska landsliðinu rétt fyrir jól en nú næstum því þremur mánuðum síðar er komið af fyrsta verkefni liðsins undir hans stjórn. Þetta eru fyrstu leikir liðsins síðan að liðið tapaði á móti Englandi á Wembley 18. nóvember. Hópur A karla fyrir leikina þrjá í mars, en Ísland mætir Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM 2022.Our squad for the three qualifying games for the FIFA World Cup 2022, where we play Germany, Armenia and Liechtenstein.#fyririsland pic.twitter.com/WgnsMHcfQt— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 17, 2021 Arnar Þór og aðstoðarmenn hans Eiður Smári Guðjohnsen og Lars Lagerbäck völdu 25 leikmenn í hópinn fyrir þessa þrjá leiki sem eru allir á útivelli og á móti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Gamla bandið er allt saman til staðar í þessu fyrsta verkefni. Kári Árnason, Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson og Ari Freyr Skúlason litu út fyrir að vera að kveðja landsliðið eftir Englandsleikinn í nóvember en þeir eru allir með í þessum hóp. Kolbeinn Sigþórsson heldur líka sæti sínu í liðinu og þá kemur Björn Bergmann Sigurðarson aftur inn í landsliðið eftir nokkra fjarveru. Arnór Sigurðsson og Alfons Sampsted eru í þessum hóp og það er því öruggt að þeir verða ekki með 21 árs landsliðinu í úrslitakeppni EM. Þrír leikmenn úr Pepsi Max deildinni eru í hópnum eða þeir Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson hjá Val og Kári Árnason hjá Víkingi. Alfreð Finnbogason getur ekki tekið þátt í þessu verkefni vegna meiðsla og þá var Viðar Örn Kjartansson ekki valinn. Framherjarnir Hólmbert Aron Friðjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson koma aftur á móti aftur inn í staðinn. Arnar Þór fór yfir valið á þessum fyrsta hóp sínum á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í dag. Ísland mætir Þýskalandi 25. mars, Armeníu 29. mars og Liechtenstein 31. mars, en allir leikirnir eru liður í undankeppni HM 2022. Þetta eru fyrstu leikirnir undir stjórn Arnars Þórs og á sama tíma verður leikurinn gegn Þýskalandi leikur númer 500 hjá A karla. Hópurinn Hannes Þór Halldórsson | Valur | 74 leikir Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 17 leikir Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 7 leikir Birkir Már Sævarsson | Valur | 95 leikir, 2 mörk Guðlaugur Victor Pálsson | Darmstadt | 23 leikir Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 36 leikir, 3 mörk Ragnar Sigurðsson | Rukh Lviv | 97 leikir, 5 mörk Alfons Sampsted | Bodö Glimt | 2 leikir Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 77 leikir Kári Árnason | Víkingur R. | 87 leikir, 6 mörk Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 34 leikir, 2 mörk Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 19 leikir, 2 mörk Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 18 leikir, 1 mark Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 91 leikur, 2 mörk Birkir Bjarnason | Brescia | 92 leikir, 13 mörk Rúnar Már Sigurjónsson | CFR Cluj | 30 leikir, 1 mark Arnór Ingvi Traustason | New England Revolution | 37 leikir, 5 mörk Gylfi Þór Sigurðsson | Everton | 78 leikir, 25 mörk Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 77 leikir, 8 mörk Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 11 leikir, 1 mark Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 55 leikir, 3 mörk Kolbeinn Sigþórsson | IFK Göteborg | 60 leikir, 26 mörk Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 18 leikir, 3 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson | Brescia | 4 leikir, 2 mörk Björn Bergmann Sigurðarson | Molde | 17 leikir, 1 mark HM 2022 í Katar Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta, tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp en framundan eru þrír fyrstu leikir íslensku strákanna í undankeppni HM 2022. Arnar Þór valdi alla gömlu leikmennina í hópinn sinn og þá kemur Björn Bergmann Sigurðarson aftur inn í landsliðið. Arnar Þór tók við íslenska landsliðinu rétt fyrir jól en nú næstum því þremur mánuðum síðar er komið af fyrsta verkefni liðsins undir hans stjórn. Þetta eru fyrstu leikir liðsins síðan að liðið tapaði á móti Englandi á Wembley 18. nóvember. Hópur A karla fyrir leikina þrjá í mars, en Ísland mætir Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM 2022.Our squad for the three qualifying games for the FIFA World Cup 2022, where we play Germany, Armenia and Liechtenstein.#fyririsland pic.twitter.com/WgnsMHcfQt— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 17, 2021 Arnar Þór og aðstoðarmenn hans Eiður Smári Guðjohnsen og Lars Lagerbäck völdu 25 leikmenn í hópinn fyrir þessa þrjá leiki sem eru allir á útivelli og á móti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Gamla bandið er allt saman til staðar í þessu fyrsta verkefni. Kári Árnason, Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson og Ari Freyr Skúlason litu út fyrir að vera að kveðja landsliðið eftir Englandsleikinn í nóvember en þeir eru allir með í þessum hóp. Kolbeinn Sigþórsson heldur líka sæti sínu í liðinu og þá kemur Björn Bergmann Sigurðarson aftur inn í landsliðið eftir nokkra fjarveru. Arnór Sigurðsson og Alfons Sampsted eru í þessum hóp og það er því öruggt að þeir verða ekki með 21 árs landsliðinu í úrslitakeppni EM. Þrír leikmenn úr Pepsi Max deildinni eru í hópnum eða þeir Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson hjá Val og Kári Árnason hjá Víkingi. Alfreð Finnbogason getur ekki tekið þátt í þessu verkefni vegna meiðsla og þá var Viðar Örn Kjartansson ekki valinn. Framherjarnir Hólmbert Aron Friðjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson koma aftur á móti aftur inn í staðinn. Arnar Þór fór yfir valið á þessum fyrsta hóp sínum á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í dag. Ísland mætir Þýskalandi 25. mars, Armeníu 29. mars og Liechtenstein 31. mars, en allir leikirnir eru liður í undankeppni HM 2022. Þetta eru fyrstu leikirnir undir stjórn Arnars Þórs og á sama tíma verður leikurinn gegn Þýskalandi leikur númer 500 hjá A karla. Hópurinn Hannes Þór Halldórsson | Valur | 74 leikir Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 17 leikir Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 7 leikir Birkir Már Sævarsson | Valur | 95 leikir, 2 mörk Guðlaugur Victor Pálsson | Darmstadt | 23 leikir Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 36 leikir, 3 mörk Ragnar Sigurðsson | Rukh Lviv | 97 leikir, 5 mörk Alfons Sampsted | Bodö Glimt | 2 leikir Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 77 leikir Kári Árnason | Víkingur R. | 87 leikir, 6 mörk Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 34 leikir, 2 mörk Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 19 leikir, 2 mörk Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 18 leikir, 1 mark Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 91 leikur, 2 mörk Birkir Bjarnason | Brescia | 92 leikir, 13 mörk Rúnar Már Sigurjónsson | CFR Cluj | 30 leikir, 1 mark Arnór Ingvi Traustason | New England Revolution | 37 leikir, 5 mörk Gylfi Þór Sigurðsson | Everton | 78 leikir, 25 mörk Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 77 leikir, 8 mörk Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 11 leikir, 1 mark Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 55 leikir, 3 mörk Kolbeinn Sigþórsson | IFK Göteborg | 60 leikir, 26 mörk Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 18 leikir, 3 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson | Brescia | 4 leikir, 2 mörk Björn Bergmann Sigurðarson | Molde | 17 leikir, 1 mark
Hópurinn Hannes Þór Halldórsson | Valur | 74 leikir Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 17 leikir Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 7 leikir Birkir Már Sævarsson | Valur | 95 leikir, 2 mörk Guðlaugur Victor Pálsson | Darmstadt | 23 leikir Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 36 leikir, 3 mörk Ragnar Sigurðsson | Rukh Lviv | 97 leikir, 5 mörk Alfons Sampsted | Bodö Glimt | 2 leikir Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 77 leikir Kári Árnason | Víkingur R. | 87 leikir, 6 mörk Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 34 leikir, 2 mörk Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 19 leikir, 2 mörk Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 18 leikir, 1 mark Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 91 leikur, 2 mörk Birkir Bjarnason | Brescia | 92 leikir, 13 mörk Rúnar Már Sigurjónsson | CFR Cluj | 30 leikir, 1 mark Arnór Ingvi Traustason | New England Revolution | 37 leikir, 5 mörk Gylfi Þór Sigurðsson | Everton | 78 leikir, 25 mörk Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 77 leikir, 8 mörk Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 11 leikir, 1 mark Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 55 leikir, 3 mörk Kolbeinn Sigþórsson | IFK Göteborg | 60 leikir, 26 mörk Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 18 leikir, 3 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson | Brescia | 4 leikir, 2 mörk Björn Bergmann Sigurðarson | Molde | 17 leikir, 1 mark
HM 2022 í Katar Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Sjá meira