Fótbolti

Eiður Smári: Ekki jafngóðar fréttir fyrir markametið mitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson sést hér jafna markamet Eiðs Smára með marki sínu á móti Andorra.
Kolbeinn Sigþórsson sést hér jafna markamet Eiðs Smára með marki sínu á móti Andorra. VÍSIR/VILHELM

Kolbeinn Sigþórsson lítur vel út að mati Eiðs Smára Guðjohnsen og Lars Lagerbäck sem hafa verið að fylgjast með honum að undanförnu.

Kolbeinn er í fyrsta landsliðshóp Arnars Þórs Viðarssonar og heldur sæti sínu í íslenska landsliðinu þrátt fyrir að hafa ekki sýnt mikið í síðustu landsleikjum sínum.

Arnar var spurður út í stöðuna á markahæsta leikmanni landsliðsins frá upphafi.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, segir að Eiður Smári hafi verið í mestu sambandi við Kolbein. Lars hafi svo horft á leiki hans með Gautaborg sem og Arnar. Lars greindi leik Gautaborgar um síðustu helgi.

Eiður Smári segir að hljóðið í Kolbeini sé gott. Spurningin sé hversu mikið álag hann þoli. En hann er heill heilsu. Eiður Smári vonast til að Kolbeinn og Gylfi slái markamet sitt.

„Kolbeinn virkar í nokkuð góðu ásigkomulagi og er fullur tilhlökkunar. Álagsstýringin er mikilvæg hjá honum. Hann er samt allavega heill heilsu. Það eru frábærar fréttir fyrir landsliðið en ekki jafngóðar fréttir fyrir markametið mitt, sagði Eiður Smári léttur.

Kolbeinn og Eiður Smári eru markahæstir með 26 mörk og Gylfi Þór Sigurðsson er kominn með 25 mörk.

Lars Lagerbäck segir að Kolbeinn sé sami Kolbeinn og fyrir nokkrum árum nema hvað formið varði. Segir að hann geti enn hjálpað landsliðinu mikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×