Fótbolti

Lars kemur með til Þýskalands en engin áhætta verður tekin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lars Lagerbäck er kominn aftur inn í íslenska þjálfarateymið.
Lars Lagerbäck er kominn aftur inn í íslenska þjálfarateymið. Getty/Jan Kruger

Lars Lagerbäck verður með íslenska landsliðinu í fyrsta verkefni nýja þjálfarateymisins sem er leikurinn á móti Þýskalandi. Hann fer hins vegar ekki með liðinu til Armeníu.

Arnar Þór Viðarsson var spurður út í þátttöku Lars á blaðamannafundinum í dag.

Arnar og Eiður Smári lögðu mikið kapp á það að Lars Lagerbäck kæmi inn í teymið og hann verður með frá fyrsta leik.

Lars hittir íslenska landsliðshópinn út í Þýskalandi. Starfsliðið kemur þangað á föstudaginn.

Ekki liggur fyrir hvort Svíinn fer til Armeníu en hann verður hundrað prósent með í Liechtenstein.

Það er ekki búið bólusetja Lars og vill ekki taka óþarfa áhættu vegna veirunnar.

Arnar segir að vonir um að Lars væri búinn að fá bólusetningu fyrir þetta verkefni hafi ekki gengið eftir.

Það sé ekki ástæða til að taka einhverja áhættu þegar um lengra ferðalag er að ræða eins og til Armeníu. Lars er fæddur árið 1948 og verður hann því 73 ára á árinu.

Lars segist vera spenntur að koma aftur inn í íslenska hópinn og hlakkar til næstu verkefna. Hann er mátulega bjartsýnn fyrir undankeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×