„Ótrúleg vinnubrögð af hálfu HSÍ og áfrýjunardómstólsins“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 12:15 KA/Þór er ekki sátt með vinnubrögð HSÍ og áfrýjunardómstóls sambandsins. vísir/hag Framkvæmdastjóri KA er gáttaður á úrskurði áfrýjunardómstóls HSÍ um að endurtaka eigi leik KA/Þórs og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna. Akureyringar hafa eitt og annað við málsmeðferðina að athuga og segja að gleymst hafi að tilkynna þeim um áfrýjunina. Félögunum var tilkynnt um ákvörðun áfrýjunardómstólsins í gær. Hún kom KA/Þór í opna skjöldu. „Við erum eiginlega orðlaus yfir þessu og sérstaklega málsmeðferðinni sem er ótrúleg í alla staði. Það gleymist að tilkynna okkur um að málinu hafi verið áfrýjað og það hafi verið tekið fyrir hjá áfrýjunardómstólnum. Allar málsmeðferðarreglur sem þekkjast í íslensku réttarfarsríki voru brotnar,“ sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Vísi í dag. Hann segir rangt að KA/Þór hafi ekki látið málið sérstaklega til sín taka eins og segir í dómi áfrýjunardómstólsins. Hann má lesa með því að smella hér. Leikurinn fór fram 13. febrúar. KA/Þór vann hann, 26-27, en eitt marka liðsins var oftalið vegna mistaka á ritaraborði. Dómstóll HSÍ staðfesti úrslit leiksins 1. mars en Stjarnan áfrýjaði þremur dögum seinna. „Þá ber HSÍ að tilkynna okkur sem málsaðila en það gleymist. Dómstólnum ber að kalla eftir staðfestingu og gögnum frá okkur ef við viljum koma með greinargerð. Það gerist ekki og þar af leiðandi náum við aldrei að taka til varna í málinu,“ sagði Sævar. „Við vissum ekkert um dóminn fyrr en það er búið að úrskurða í málinu sem eru ótrúleg vinnubrögð af hálfu HSÍ og áfrýjunardómstólsins.“ Eini aðilinn sem tapar í málinu Niðurstaðan kom KA/Þór á óvart og Sævar segir skrítið að lið geti kært eigin framkvæmd og það bitni á hinu liðinu. „Hún hlýtur að opna á alls konar fordæmi, að heimaliðið sem er að tapa leik geti gert mistök á klukku og svo endurtekið leikinn. Stjarnan kærir framkvæmd Stjörnunnar í þessum leik og vinnur málið,“ sagði Sævar. „Samkvæmt niðurstöðunni er allur málskostnaður felldur niður sem þýðir að þrátt fyrir að við höfum ekkert komið nálægt framkvæmdinni erum við eini aðilinn sem tapar í málinu, bæði stigum og þetta mun kosta okkur fullt af pening.“ Förum með þetta eins langt og hægt er KA/Þór ætlar að óska eftir endurupptöku málsins hjá áfrýjunardómstólnum og er tilbúið að fara með málið lengra. „Við förum með þetta eins langt og hægt er. Til að byrja með óskum við eftir endurupptöku hjá áfrýjunardómstólnum þar sem þeir gleyma að tilkynna okkur um þetta. Svo munum við leita til áfrýjunardómstóls ÍSÍ og höfum tilkynnt HSÍ að við munum jafnvel leita á náðir almennra dómstóla þar sem við teljum gróflega á okkur brotið með þessari málsmeðferð,“ sagði Sævar. Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn verður endurtekinn. „Ég sé ekki fram á að hann verði leikinn á næstu vikum. Við munum fara með þetta mál alla leið og það mun taka þónokkuð margar vikur að vinna það,“ sagði Sævar. Leikurinn verður væntanlega óspilaður langt fram á vor „Við mætum ekki í þennan leik við Stjörnuna fyrr en úr málinu verður skorið fyrir þeim dómstólum sem við munum leita til. Hvaða áhrif það hefur á úrslitakeppnina geri ég mér ekki grein fyrir en þessi leikur verður væntanlega óspilaður langt fram á vor.“ KA/Þór er á toppi Olís-deildarinnar en Stjarnan í 6. sætinu þegar tveimur umferðum er ólokið. Sex liða úrslitakeppni tekur svo við. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Félögunum var tilkynnt um ákvörðun áfrýjunardómstólsins í gær. Hún kom KA/Þór í opna skjöldu. „Við erum eiginlega orðlaus yfir þessu og sérstaklega málsmeðferðinni sem er ótrúleg í alla staði. Það gleymist að tilkynna okkur um að málinu hafi verið áfrýjað og það hafi verið tekið fyrir hjá áfrýjunardómstólnum. Allar málsmeðferðarreglur sem þekkjast í íslensku réttarfarsríki voru brotnar,“ sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Vísi í dag. Hann segir rangt að KA/Þór hafi ekki látið málið sérstaklega til sín taka eins og segir í dómi áfrýjunardómstólsins. Hann má lesa með því að smella hér. Leikurinn fór fram 13. febrúar. KA/Þór vann hann, 26-27, en eitt marka liðsins var oftalið vegna mistaka á ritaraborði. Dómstóll HSÍ staðfesti úrslit leiksins 1. mars en Stjarnan áfrýjaði þremur dögum seinna. „Þá ber HSÍ að tilkynna okkur sem málsaðila en það gleymist. Dómstólnum ber að kalla eftir staðfestingu og gögnum frá okkur ef við viljum koma með greinargerð. Það gerist ekki og þar af leiðandi náum við aldrei að taka til varna í málinu,“ sagði Sævar. „Við vissum ekkert um dóminn fyrr en það er búið að úrskurða í málinu sem eru ótrúleg vinnubrögð af hálfu HSÍ og áfrýjunardómstólsins.“ Eini aðilinn sem tapar í málinu Niðurstaðan kom KA/Þór á óvart og Sævar segir skrítið að lið geti kært eigin framkvæmd og það bitni á hinu liðinu. „Hún hlýtur að opna á alls konar fordæmi, að heimaliðið sem er að tapa leik geti gert mistök á klukku og svo endurtekið leikinn. Stjarnan kærir framkvæmd Stjörnunnar í þessum leik og vinnur málið,“ sagði Sævar. „Samkvæmt niðurstöðunni er allur málskostnaður felldur niður sem þýðir að þrátt fyrir að við höfum ekkert komið nálægt framkvæmdinni erum við eini aðilinn sem tapar í málinu, bæði stigum og þetta mun kosta okkur fullt af pening.“ Förum með þetta eins langt og hægt er KA/Þór ætlar að óska eftir endurupptöku málsins hjá áfrýjunardómstólnum og er tilbúið að fara með málið lengra. „Við förum með þetta eins langt og hægt er. Til að byrja með óskum við eftir endurupptöku hjá áfrýjunardómstólnum þar sem þeir gleyma að tilkynna okkur um þetta. Svo munum við leita til áfrýjunardómstóls ÍSÍ og höfum tilkynnt HSÍ að við munum jafnvel leita á náðir almennra dómstóla þar sem við teljum gróflega á okkur brotið með þessari málsmeðferð,“ sagði Sævar. Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn verður endurtekinn. „Ég sé ekki fram á að hann verði leikinn á næstu vikum. Við munum fara með þetta mál alla leið og það mun taka þónokkuð margar vikur að vinna það,“ sagði Sævar. Leikurinn verður væntanlega óspilaður langt fram á vor „Við mætum ekki í þennan leik við Stjörnuna fyrr en úr málinu verður skorið fyrir þeim dómstólum sem við munum leita til. Hvaða áhrif það hefur á úrslitakeppnina geri ég mér ekki grein fyrir en þessi leikur verður væntanlega óspilaður langt fram á vor.“ KA/Þór er á toppi Olís-deildarinnar en Stjarnan í 6. sætinu þegar tveimur umferðum er ólokið. Sex liða úrslitakeppni tekur svo við. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira