Hver reglan á fætur annarri brotin í aðdraganda banaslyss Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. mars 2021 12:00 Frá slysstað. Vinnueftirlitið Vinnueftirlitið segir að fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar hafi ekki verið gætt á verkstað þegar starfsmaður Inga & son ehf., pólskur karlmaður á sextugsaldri, lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ þann þriðja mars í fyrra. Í umsögn eftirlitsins um slysið segir að gleymst hafi að steypa súlu í rétta hæð til að gefa nægan stuðning til að halda holplötum uppi, en holplötueiningar á þaki annarar hæðar í austurhluta hússins hrundu niður ásamt tveimur starfsmönnum og lést annar þeirra á slysstað. Fallhæðin var á áttunda metra. Hér má sjá súluna sem ekki var steypt í rétta hæð.Mynd/Vinnueftirlitið Vinnueftirlitið segir í umsögninni að meira álag hafi verið á bráðabirgðastoðum en þeim var ætlað og að niðurröðun holplatna hafi ekki verið í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda. Þá hafi leiðbeiningum ekki verið fylgt við reisingu burðarvirkis. Enn fremur segir að fallvarnarbelti hafi ekki verið notuð og að öryggis- og heilbrigðisáætlun hafi ekki verið á slysstað og hún hafi mögulega ekki verið kynnt starfsmönnum á fullnægjandi hátt. Loftmynd af þaki hússins.Mynd/Vinnueftirlitið Mat Vinnueftirlitsins er að til að koma í veg fyrir sambærileg slys þurfi að gæta vel að samskiptum milli samstarfsmanna um framvindu verksins og frangang verkþátta svo allir sem starfi við framkvæmd þeirra séu þeim kunnugir. Atvinnurekanda beri að sjá til þess að áhættumat liggi fyrir áður en störf hefjast við áhættusama verkþætti líkt og í þessu máli. Áhættumat starfa hjá Inga & Son ehf. hafi verið ófullnægjandi með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna á verkstað, segir í umsögninni. Skýrslu vinnueftirlitsins í heild má lesa hér að neðan (PDF). Tengd skjöl SkyrslaVinnueftirlitsinsPDF2.0MBSækja skjal Mosfellsbær Vinnuslys Tengdar fréttir Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 10:20 Verulega slegnir eftir banaslys í Mosfellsbæ Verktakinn sem stendur að framkvæmdinni segir að haldið verði utan um starfsfólkið í dag og því boðið upp á áfallahjálp. 4. mars 2020 12:29 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Í umsögn eftirlitsins um slysið segir að gleymst hafi að steypa súlu í rétta hæð til að gefa nægan stuðning til að halda holplötum uppi, en holplötueiningar á þaki annarar hæðar í austurhluta hússins hrundu niður ásamt tveimur starfsmönnum og lést annar þeirra á slysstað. Fallhæðin var á áttunda metra. Hér má sjá súluna sem ekki var steypt í rétta hæð.Mynd/Vinnueftirlitið Vinnueftirlitið segir í umsögninni að meira álag hafi verið á bráðabirgðastoðum en þeim var ætlað og að niðurröðun holplatna hafi ekki verið í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda. Þá hafi leiðbeiningum ekki verið fylgt við reisingu burðarvirkis. Enn fremur segir að fallvarnarbelti hafi ekki verið notuð og að öryggis- og heilbrigðisáætlun hafi ekki verið á slysstað og hún hafi mögulega ekki verið kynnt starfsmönnum á fullnægjandi hátt. Loftmynd af þaki hússins.Mynd/Vinnueftirlitið Mat Vinnueftirlitsins er að til að koma í veg fyrir sambærileg slys þurfi að gæta vel að samskiptum milli samstarfsmanna um framvindu verksins og frangang verkþátta svo allir sem starfi við framkvæmd þeirra séu þeim kunnugir. Atvinnurekanda beri að sjá til þess að áhættumat liggi fyrir áður en störf hefjast við áhættusama verkþætti líkt og í þessu máli. Áhættumat starfa hjá Inga & Son ehf. hafi verið ófullnægjandi með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna á verkstað, segir í umsögninni. Skýrslu vinnueftirlitsins í heild má lesa hér að neðan (PDF). Tengd skjöl SkyrslaVinnueftirlitsinsPDF2.0MBSækja skjal
Mosfellsbær Vinnuslys Tengdar fréttir Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 10:20 Verulega slegnir eftir banaslys í Mosfellsbæ Verktakinn sem stendur að framkvæmdinni segir að haldið verði utan um starfsfólkið í dag og því boðið upp á áfallahjálp. 4. mars 2020 12:29 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 10:20
Verulega slegnir eftir banaslys í Mosfellsbæ Verktakinn sem stendur að framkvæmdinni segir að haldið verði utan um starfsfólkið í dag og því boðið upp á áfallahjálp. 4. mars 2020 12:29